Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 48
48 fjölskyldan Helgin 11.-13. október 2013 Veit vinstri höndin í kerfinu hvað sú hægri gerir? H vort á ég að láta mömmu eða pabba fá miðann?“ sagði Helga við kennarann sem var að dreifa miðum til nemenda með upplýsingum um foreldrafund. Kennarinn sagði að það skipti ekki máli og hélt áfram vinnu sinni. Helgu lá meira á hjarta og sagði: „Má Fríða, konan hans pabba, koma með á foreldrafundinn?“ Kennarinn var ekki viss hverju hann ætti að svara, auk þess hafði hann ekki hugmynd um að pabbi hennar Helgu væri kominn í sambúð. Hann mundi hinsvegar eftir skiln- aði foreldra hennar fyrir tveimur árum. Óhætt er að fullyrða að starf kennarans er vandasamt og verkefnin margvísleg. Þau snúa ekki aðeins að undirbúningi kennslustunda og yfirferð verkefna í íslensku og stærðfræði svo eitthvað sér nefnt. Kennarinn þarf að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, aðstoða foreldra í uppeldishlutverki sínu og vera í góðu samstarfi við heimili nemenda sinna. Í sumum tilvikum á hann einnig samstarf við sérfræðinga utan skólans sem greina og sinna meðferð barna. Það þarf því að halda í ýmsa þræði svo tryggja megi velferð nemenda, góðan námsárangur og farsælt skóla- starf eins og kennurum er ætlað samkvæmt lögum. Gott samstarf heimila og skóla, sem báðir aðilar bera ábyrgð á, er talið hafa mikilvægt forvarnargildi, t.d. gegn neyslu fíkniefna og óæskilegri hegðun svo það er mikið í húfi að takist vel til. Gott starfsfólk sem barnið treystir er ómetanlegt, sérstaklega þegar á móti blæs, t.d. vegna skilnaðar eða veikinda foreldra. Það er því ekki síður mikilvægt að foreldrar eigi frumkvæði og veiti skólanum upplýsing- ar um þau atriði sem geta haft áhrif á líðan og námsárangur nemenda. Hver er raunin? Eru skólayfirvöld með einhverja stefnu um það hvernig kenn- arar eigi að haga samvinnunni þegar börn eiga tvö heimili eða þarf hver og einn kennari að finna út úr hlutunum eftir bestu getu? Nær samvinna við bæði heimili barns eða bara lögheimili þess, jafnvel þó það dvelji viku og viku hjá hvoru foreldri fyrir sig? Treysta foreldrar sér til að upplýsa skólann um sín persónulegu mál og ef ekki, hvað þarf til? Veit almenningar að kennarar eru bundnir þagnarskyldu? Er boðið upp á tvo foreldrafundi í skólanum þegar foreldrar eiga í miklum samskiptavanda og vita kennarar hvort stjúpforeldri megi mæta á foreldrafund eða ekki? Hafa kennarar upplýsingar um hver fer með forsjá barns eða er það tilviljun hverjir eru skráðir í Mentor eða Innu? Eiga þeir sem sinna sérfræðiþjónustu við börn samstarf við bæði heimili þeirra eða er upplýsinga einungis aflað hjá því foreldri sem hefur sama lögheimili og barnið? Tekur foreldrafræðsla skóla mið af ólíkum fjölskyldu- gerðum? Eru stjúpforeldrar eða fósturforeldrar ávarpaðir á foreldrafundum? Er börnum falið að bera upplýsingar á milli heimila og skóla? Má auka fræðslu til fagfólks um ólíkar fjölskyldugerðir? Er gert ráð fyrir báðum heimilum barns í fermingarfræðslunni? Ýta sumar reglur íþróttafélaga börnum út úr íþróttum vegna strangra krafna um mætingar og þátttöku í keppnum sem foreldra geta átt erfitt með að sinna? Er aðeins haft samband við lög- heimilisforeldrið þegar mál barns er hjá barnavernd, jafnvel þó báðir foreldra hafi forsjá barns eða stjúpforeldri? Er horft framhjá mögulegum stuðningi stjúpforeldris við barn eða er stuðningur þess ofmetinn af því að það á sama lögheimili og barnið? Til að foreldrar og kennarar o.fl. geti sinnt hlutverki sínu og staðið vörð um velferð barna þarf að móta stefnu sem tekur mið af margbreytileika fjölskyldugerða. Það er ekki nóg að á einum stað í kerfinu sé það viðurkennt að barn dvelji viku í senn hjá hvoru foreldri ef t.d. skólinn á aðeins samstarf við annað heimili þess og barnabætur fylgi bara lögheimili barnsins. Má það ekki vera meginregla að báðir foreldrar séu alltaf skráðir í Mentor og Innu, óháð hjúskaparstöðu þeirra eða forsjá? Hvað með stjúpfor- eldra? Af hverju duga ekki umgengnissamningar eða foreldrasamningar eins og ég kýs að kalla þá, skattmanni til útreikninga barnabóta? Við þurfum að líta á báða foreldra jafn mikilvæga í lífi barna og ungmenna – og styðja kennara og aðra sem starfa með börnum og ungmennum eins og kostur er. Það þurfa allir að upplifa að á sig sé hlustað og sanngirni! Má Fríða, konan hans pabba, koma með á foreldra- fundinn? Foreldrasamstarf – bara við suma Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari Heimur barna LAGERSALA Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi 40-80% afsláttur Reykjavík: Laugavegi 178 Barnarúmföt, dúkar löberar, rúmfatnaður Akureyri: Glerártorgi stór rúmföt og fleira Opið laugardag & sunnudag 11-16 Laugardag & sunnudag Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17 Straufríir dúkar, verð frá 990 kr 150x250 Stærðir 150x250 30 145x145 og nú líka á Akureyri Margar gerðir af púðum Stærð 45x45 & 35x35 áður 4.990 kr nú 1.990 kr Börn og unglingar eru sér- staklega viðkvæm fyrir áhrifum koffíns og er hámark daglegrar neyslu þess fyrir þau 2,5 mg fyrir hvert kíló líkamsþyngdar. Samkvæmt því ætti tuttugu kílóa barn ekki að neyta meira en fimmtíu mg af koffíni á dag. Í hálfum lítra af kóladrykk eru um 65 mg af koffíni og í orkudrykk geta verið allt að 160 mg. Koffín veldur meðan annars útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líf- færa auk þess að geta haft áhrif á öndun, meltingu og þvag- myndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk, svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttar- truflunum og kvíða en einstak- lingsbundið er hvenær of mikið magn koffíns veldur neikvæðum áhrifum. Ekki er ráðlegt að nota orku- drykki til að slökkva þorsta eftir íþróttaæfingar eða á meðan á þeim stendur því slíkt getur auk- ið vökvatap líkamans enn frekar vegna áhrifa koffíns á þvag- myndun. Þá getur neysla á orku- drykkjum samhliða hreyfingu valdið hjartsláttartruflunum. Algengt er að koffín sé notað sem bragðefni og er meðal annars sett í dökka gosdrykki, jafnt sykraða sem sykurlausa, auk orkudrykkja. Frá náttúr- unnar hendi er koffín í kaffi, tei og kakói. Innihaldi drykkur koffín á það að koma fram í inni- haldslýsingu og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn barna og unglinga fylgist vel með því að þau neyti ekki orkuskota og koffínríkra drykkja því þeir henta þeim ekki. -dhe Upplýsingar af vef embættis landlæknis  Foreldrar og Forráðamenn barna Fylgist vel með Koffín ekki æskilegt fyrir börn Dæmi um magn koffíns Orkuskot (50-60ml) 80-220 mg Orkudrykkur (500 ml) allt að 160 mg Kaffibolli (200 ml) 100 mg Kóladryggkur (500 ml) 65 mg Svart te (200 ml) 35 mg Dökkt súkkulaði (50 g) 33 mg Hámarksneysla koffíns á dag Fullorðnir 400 mg Barnshafandi konur 200 mg Börn og unglingar* 2,5 mg *koffín á hvert kg líkamsþyngdar Barnafataverslun Suðurlandsbraut 52 Bláu húsunum Faxafeni Facebook: Kátir krakkar LAUGARDAGINN NÝJAR VÖRUR! 12. OKTÓBER FRÁ 11-18 TAX-FREE DAGUR HELGA RÚN HÖNNUÐUR 70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.