Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 78
„Það er gaman að menn hafi skoðun á þessu. Þetta hafa nánast undantekningar- laust verið jákvæðar og skemmtilegar uppástungur,“ segir Gísli Marteinn Bald- ursson, fyrrum borgarfulltrúi og tilvon- andi sjónvarpsmaður. Nýr þáttur Gísla Marteins fer í loftið á RÚV hinn 27. október næstkomandi. Í vik- unni óskaði Gísli eftir aðstoð almennings við að velja nafn á þáttinn og í gærmorgun höfðu um 2.500 manns kosið. Það jafn- gildir því og allir íbúar Hveragerðis hefðu tekið þátt í kosningunni. Hægt var að velja á milli tveggja nafna, Vikan með Gísla Marteini og Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini. Auk þess hefur Gísli fengið ótal aðrar tillögur að nöfnum í gegnum samfélagsmiðla. Er ekki allt að verða klárt fyrir fyrsta þátt? „Neinei. Við erum ennþá að búa þáttinn til. Nú erum við til að mynda að ákveða hversu margir viðmælendurnir verða, ákveða hvaða fílingur eigi að vera í lógói, hvernig sviðsmyndin eigi að vera og svo framvegis. Og ráða fólk inn í teymið.“ Svo þarf náttúrlega að ganga frá því frá hvaða tískuverslun föt stjórnandans verða... „Jújú. En ég hugsa nú að þau verði bara úr mínum eigin fataskáp.“ -hdm Kristján hafði aldrei dreymt um að verða söngvari þegar hann hóf söngnám fyrir fimm árum. Nú stígur hann á svið með Íslensku óperunni í Hörpu. Ljósmynd/Hari  TónlisT KrisTján fer með hluTverK nauTabanans í Carmen Hef hlustað á klassíska tónlist síðan ég var barn Kristján Jóhannes- son fer með hlut- verk nautabanans í Carmen sem Íslenska óperan frumsýnir um næstu helgi. Kristján er nýorðinn 21 árs og þykir mikið efni en hann lærði af ekki ómerkara fólki en Kristjáni Jóhanns- syni og Diddú. Hann vonast til að félagar sínir komi að horfa á sig í Hörpu. u ndrabarn? Ég ætla nú ekki að gerast svo frakkur að nota það orð. En fólk mér eldra og vitrara hefur sagt að ég sé efnilegur svo ég hlýt að taka það alvarlega,“ segir Kristján Jó- hannesson barítón. Kristján er ekki nema 21 árs en hefur landað flottu hlutverki í Carmen sem Íslenska óperan frumsýnir um næstu helgi í Hörpu. Carmen er ein vinsælasta ópera allra tíma en tæpir þrír áratugir eru síðan hún var síðast sett upp hér á landi. Krist- ján fer með hlutverk nautabanans Escamillo en hlutverkinu deilir hann með Hrólfi Sæmundssyni. Fimm ár eru síðan Kristján hóf formlegt söng- nám í Söngskóla Sigurðar Demetz og útskrifaðist hann í vor. Þar hefur hann notið leiðsagnar Keits Reed, Kristjáns Jóhannssonar og nú síðast Diddúar. „Áður datt mér aldrei í hug að ég gæti orðið söngvari, ég hafði varla opnað munninn. Ég var hálfvegis pikkaður upp af götunni því einhver vissi að ég hafði hlustað á klassíska tónlist frá því ég var barn,“ segir Kristján um upphaf söngferilsins. Hann kveðst vera af músíkölsku fólki kominn. „Pabbi spilaði alltaf klassíska tónlist heima. Til að byrja með þótti mér þetta asnalegt en smám saman fór þetta pínulítið að síast inn. Svo kom að því að maður tók fram úr kallinum og fór að vita allt of mikið um þetta, varð hálfgert nörd,“ segir Kristján og hlær. Kristján er spenntur fyrir hlutverki nautabanans. „Þetta er ekki eins löng rulla og fólk er oft búið að ákveða. Það er þarna aría sem allir þekkja en þess fyrir utan er þetta ekki svo mikið. Þetta er mjög hentugt debut-hlutverk.“ Er stress ekkert farið að gera vart við sig? „Jújú, það fylgir þessu. Maður verður bara að læra að nota stressið til að fá auka búst þegar á hólminn er komið. Þetta er enda svo ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í þessari sýningu.“ Kristján fæst eingöngu við sönginn um þessar mundir. Hann heldur út til Vínarborgar eftir áramót í frekara söngnám. Það er ekki beint algengt að strákar á þínum aldri séu að syngja aríur í Hörpu. Hvað segja félagar þínir við þessu öllu saman? „Þeir bara hlæja að þessu og hafa gaman af. Þeir hafa nú ekki verið duglegir að koma og hlusta á mig en ég hugsa að ég nái mögulega að draga þá á sýningu núna fyrst maður er að debutera.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Rúmenskir menningardagar eru nú haldnir í fyrsta sinn í. Hug- myndin að þeim kviknaði í fram- haldi af rúmenskum fókus á kvik- myndahátíðinni RIFF árið 2011. Að sögn Vals Gunnarssonar, eins skipuleggjenda, segjast Rúmen- ar haldnir mikilli ástríðu fyrir Ís- landi, fyrir Björk og Sigur Rós og ekki síður leikstjórunum Baltasar Kormáki og Rúnari Rúnarssyni, sem hefur setið í dómnefnd fyrir kvikmyndahátíðir þar í landi. „Rúmenía er líklega í hugum margra helst þekkt fyrir Drakúla greifa og einræðisherrann ill- ræmda Ceaucescu, en landið hef- ur upp á margt annað að bjóða frá Karpatíufjöllum og allt til Svarta- hafs,“ segir Valur. Rúmenskur kvikmyndaiðnaður hefur verið í miklum blóma undan- farið og hafa Rúmenar unnið bæði Gullpálmann í Cannes og Gull- björninn í Berlín. Þrjár myndir verða sýndar í Bíó Paradís, og mun Stere Gulea, leikstjóri „I'm an Old Communist Hag,“ sitja fyrir svör- um eftir sýningu myndarinnar á morgun, laugardaginn 12. októ- ber klukkan 18. Meðal annarra viðburða er Balkan partí á Hótel Borg á laugardagskvöld og matar- og vínsmökkun í Norræna húsinu á sunnudag. Ókeypis er inn á þá viðburði. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á icr-london. co.uk/reykjavik. Rúmenar í Reykjavík Leikstjórinn Stere Gulea mætir í Bíó Paradís. Gísli Marteinn er spenntur fyrir því að snúa aftur í sjónvarp. Nýr þáttur hans fer í loftið sunnudag- inn 27. október á RÚV. Ljósmynd/Siggi Anton  sjónvarp Tvær viKur í að nýr þáTTur Gísla marTeins baldurssonar fari í lofTið 2.500 manns hafa kosið um nafn á þætti Gísla Marteins 78 dægurmál Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.