Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 44
Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Tilboð Frá 2.588 kr. Úti- og innimottur á tilboði – úrval af frábærum mottum í mörgum gerðum og stærðum Sú var tíðin að ómissandi þótti að þrífa hvert heimili hátt og lágt áður en jólin gengu í garð. Slíkt getur tekið langan tíma og fyrir þá sem vilja hafa heimilið sem fínast um jólin er um að gera að byrja á jóla- hreingerningunni núna í október og sinna henni í áföngum fram til jóla. Gott er gera áætlun og leysa eitt hálftíma til klukkutíma langt verk- efni á viku og þá verður þetta minna mál en ella. Sem dæmi væri hægt að þrífa alla neðri skápana í eldhús- inu í þessari viku og taka þá efri í næstu viku. Þar á eftir væri hægt að fara í gegnum fataskápa heim- ilisins, þurrka úr þeim og fjarlægja þær flíkur sem ekki eru lengur í notkun. Þá verður líka meira rými í skápunum fyrir innihald mjúku jóla- pakkanna. Í vikunni þar á eftir væri hægt að þrífa hvern krók og kima baðinnréttingarinnar og henda tóm- um krembrúsum og öðru sem engin not eru fyrir. Vikuna þar á eftir væri kjörið að strjúka af öllum gólflistum og þannig koll af kolli vikurnar fram að jólum. Með þessu móti verður meiri tími aflögu í desember til að njóta aðventunnar. Jólahreingern- ingin í áföngum F yrirtæki í Finnsk-íslenska við-skiptaráðinu létu gera könnun á síðasta ári á viðhorfi Finna til Ís-lands og íslenskrar framleiðslu. Að sögn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, for- manns ráðsins, voru niðurstöðurnar mjög jákvæðar og sýndu að um níutíu og fjögur prósent þeirra sem svöruðu töldu uppruna- land vöru skipta miklu máli og af þeim hópi voru áttatíu og níu prósent sem sögðu að íslenskar vörur hefðu mjög jákvæða ímynd í sínum huga. „Svona niðurstöður er gríðar- lega mikilvægar fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða að fara í viðskipti með sínar vörur til Finnlands og ekki síður fyrir þá sem eru þegar í við- skiptum þar því það skiptir máli að vita hvað hefur áhrif á kauphegðun viðskiptavina. Niðurstöðurnar sýna að sé verið að flytja íslenskar vörur til Finnlands hefur góð áhrif að auglýsa sérstaklega að varan sé frá Íslandi.“ Þátttakendur í könnuninni voru rúmlega þrjú þúsund talsins og var hún send út í gegnum samskiptamiðilinn Facebook. Þeg- ar þátttakendur voru beðnir um að lýsa því hvað þeim fannst einkenna Ísland svöruðu sjötíu og fjögur prósent því að landið væri sérstakt en rúmlega sextíu prósent sögðu það vera áhugavert eða fallegt og um fimm- tíu prósent að það væri dularfullt og spenn- andi. Þá sagðist meirihlutinn tengja íslensk- ar vörur við hreinleika og náttúruna og telja að íslensk framleiðsla væri almennt vistvæn. „Niðurstöðurnar sýna að Finnar líta á íslenskar vörur sem hágæða vörur sem eru góð tíðindi,“ segir Þórdís Lóa. Að mati Þórdísar Lóu eru því mikil sóknarfæri fyrir íslenskar vörur í Finnlandi. Enn er það helst skyr, lýsi og síld sem hafi öðlast vinsældir í Finnlandi. „Maður er farinn að sjá smávegis af íslenskum hönnunarvörum þar núna en ég tel mikla möguleika fyrir íslenska hönnun í Finnlandi.“ Að sögn hennar er almennt mikill áhugi á hönnun í Finnlandi og var höfuðborgin Helsinki hönnunarborg heimsins á síðasta ári og því um að gera fyr- ir íslenska framleiðendur að róa á þau mið. Í gær hélt Finnsk-íslenska viðskiptaráðið málþing í samstarfi við sendiráð Finnlands á Íslandi undir yfirskriftinni Tækifæri í Finnlandi – hönnun, smásala og reynslusaga. Á málþinginu voru nið- urstöður könnunarinnar kynntar ásamt möguleikum íslenskrar hönnunar í Finnlandi. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Sóknarfæri fyrir íslenskar vörur í Finnlandi Niðurstöður könnunar sýna að Finnar hafa mjög jákvætt viðhorf til Íslands og ís- lenskra vara. Meirihluti svarenda kvaðst hafa jákvæða ímynd af Íslandi og telja að hreinleiki og vistvæn framleiðsla einkenni íslenskar vörur. Formaður Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins segir niðurstöðurnar sýna að sóknarfærin séu svo sannarlega til staðar fyrir íslenska hönnun í Finnlandi. Íslenskt skyr er mjög vinsælt í Finnlandi, líkt og íslenska síldin og lýsið. Niðurstöður könnunar Finnsk-íslenska viðskiptaráðsins sýndu að meirihluti svarenda tengir íslenskar vörur við hreinleika og náttúruna og telur að framleiðslan sé vistvæn. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Images Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Finnsk-ís- lenska viðskipta- ráðsins. heimili & hönnun Helgin 11.-13. október 201344
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.