Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 6
H agræðingarnefnd skoðar nú leiðir til þess að hagræða í utanríkisþjónustunni og er það einn þeirra málaflokka sem fjárlaganefnd horfir til þegar gerð verður tillaga um aukin fjárframlög til Landspítala á næsta ári. Almenn samstaða er meðal þingmanna að Landspítalinn þurfi frekari fjárheimildir en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í umræðum á Al- þingi á miðvikudag var rætt um að Landspítalinn þyrfti að lágmarki þrjá milljarða til viðbótar á næsta ári. Þess má geta að sérstakt veiðigjald, sem Alþingi hafði á síðasta kjörtímabili samþykkt að leggja á og núverandi ríkisstjórn lét afnema, nam um 3,2 milljörðum króna. Guðlaugur Þór Þórðarson situr bæði í hagræðingar- nefnd og fjárlaganefnd. Hann segir það skýran vilja hjá báðum stjórnarflokkunum, sem og stjórnarand- stöðunni að færa fjármuni til Landspítalans. „Ég lít svo á að það sé eitt helsta verkefni fjárlaganefndar. Það virðist vera algjör samstaða um það en nú reynir á að samstaðan sé ekki bara í orði, heldur einnig á borði,“ segir hann. Heildarútgjöld til utanríkisráðuneytisins árið 2014 eru rúmlega 12 milljarðar og jukust um 660 millj- ónir milli ára. Þar af er kostnaður vegna sendiráða og fastanefnda rúmir þrír milljarðar. Ísland rekur sextán sendiráð víða um heim og er meðalrekstrarkostn- aður hvers um 114 milljónir á ári. Fækkun sendiráða um helming myndi því skila hagræðingu upp á tæpan milljarð. Guðlaugur Þór segir að meðal þeirra málaflokka sem séu til skoðunar til hagræðingar séu auk utan- ríkismála, landbúnaðarmál, umhverfisstofnanir og eftirlitsstofnanir. „Við erum að skoða hvernig megi taka fjármuni þaðan og færa yfir á heilbrigðismálin,“ segir hann. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að hagræðingartillögurnar verði gerðar opinberar í lok næstu viku. „Við þurfum þjóðarsátt um Landspítal- ann,“ segir hún. „Við verðum að halda uppi öflugu heil- brigðiskerfi, ekki síst vegna hinnar miklu aukningar ferðamanna sem hingað koma. Ein af forsendunum fyrir því að hér verði áframhaldandi ferðamannaiðn- aður er sú að hér sé öruggt heilbrigðiskerfi,“ bendir hún á. Fækkun sendiráða er ein þeirra tillagna sem hag- ræðingarnefnd hefur til skoðunar sem myndi skila hagræðingu strax. Flestar tillögurnar miðast hins vegar við flóknari kerfisbreytingar sem myndu kosta ríkissjóð fjármuni í upphafi en skila breytingum til langs tíma. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Borgarmál Jón gnarr útnefndi fimmta HeiðursBorgara reykJavíkur Yoko Ono gerð að heiðursborgara Reykjavíkur Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi listakonuna Yoko Ono heiðursborgara Reykjavíkur við athöfn í Höfða á miðviku- dag. „Með starfi sínu hefur Yoko Ono beint ljósi friðarins að Reykjavík sem við viljum að standi uppljómuð sem borg friðar og mannréttinda. ...Framlag hennar til friðar- og mannréttindamála í heiminum er einstakt. Friðarsúlan hefur borið hróður Reykjavíkur víða auk þess sem viðurkenningin LennonOno Grant for Peace eru nú veitt í Reykjavík,“ sagði Jón Gnarr við athöfnina. Yoko Ono er fimmti heiðursborgari Reykjavíkur. Séra Bjarni Jónsson var fyrstur til að hljóta þessa nafnbót árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir hlaut hana árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010 og Erró árið 2012. „Ég þakka ykkur fyrir að gera mig að heiðursborgara í Reykjavík. Það er mér sannur heiður og mikil hvatning í því að halda áfram að góðum málum. Við John trúðum á Nutopíu, sem myndi gera okkur öll að heimsborgurum. En í heiminum er eitt land í hjarta okkar sem ljómar af hlýju, sannleika og fegurð. Það er Ísland. Í hvert skipti sem ég kem hingað er ég minnt á hvað er nauðsynlegt og mikilvægast í lífinu. Kærar þakkir, kærar þakkir, þakkir fyrir að vera þau sem þið eruð,“ sagði Yoko Ono þegar hún tók við viðurkenningunni. Á miðvikudagskvöld voru ljósin tendruð á Friðarsúlunni í Viðey í sjöunda sinn. Friðarsúlan er útilistaverk til minningar um John Len- non. Um 1.800 manns voru við athöfnina í Viðey á mið- vikudagskvöld. -hdm Jón Gnarr borgarstjóri útnefndi lista- konuna Yoko Ono heiðursborgara Reykjavíkur í Höfða. Ljósmynd/Hari Sendiráð Mkr Berlín 118 Kaupmannahöfn 112 London 151 Moskva 118 Osló 81 París 161 Stokkhólmur 66 Washington 128 New York 161 Brussel 247 Vín 101 Peking 109 Ottawa 74 Tókýó 61 Helskinki 71 Nýja Delhi 75 Samtals 1834 Fastanefndir og aðalræðisskrifstofur Mkr Fastanefnd Íslands hjá NATO 170 Fastanefnd Íslands í Genf 148 Fastanefnd Íslands Strassburg 36 Aðalræðisskrifstofa New York 42 Aðalræðisskrifstofa Winnipeg 45 Aðalræðisskrifstofa Þórshöfn 43 Aðalræðisskrifstofa Nuuk 55 Annað 425 Viðhald fasteigna 31 Stofnkostnaður, tæki og búnaður 210 Samtals 3037  Hagræðing augum Beint að utanríkisþJónustunni Sendiráðum verði fækkað Hagræðingarnefnd skoðar nú hvernig hagræða megi í utanríkisþjónustunni með fækkun sendiráða. Sátt er um það á Alþingi að auka fjárútlát til Landspítalans og hefur verið talað um að hækka þyrfti framlög til spítalans um þrjá milljarða – sem jafngildir einmitt sérstaka veiðigjaldinu sem ríkisstjórnin lét afnema. Ný tilskipuN Evrópu- sambaNdsiNs um starfsEmi vErðbréfasjóða robert p. lord heldur fyrirlestur á Háskólatorgi, stofu 105 föstudaginn 11. okt. kl. 12-13:15 Með tilskipuninni er reynt að samræma reglur um starfsemi verðbréfasjóða á evrópska efnahagssvæðinu ( EES). Eitt af því sem tilskipunin felur í sér er aukin upplýsingagjöf verðbréfasjóða og þar með gagnsæi fyrir þá sem festa fé sitt í slíkum sjóðum.Tilskipunin mun hafa mikil áhrif hér á landi sem annars staðar á svæðinu, sérstaklega þegar hömlum á fjárfestingu verður aflétt hér á landi. Robert Lord er virtur lögfræðingur sem hefur hefur starfað við regluvörslu á verðbréfamörkuðum og unnið fyrir fjármálamarkaðinn víða um heim. aðgangur ókeypis, allir velkomnir! 6 fréttir Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.