Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 74
Harmsaga mikaels Torfasonar
Hvenær drepur
maður konu?
e n hvorki leikritið né uppfærslan svara þess-ari spurningu. Mikael kýs að takmarka textann að mestu við rifrildi hjónanna hina
hörmulegu nótt. Hann lætur unga fólkið endur-
taka ásakanir og skammaryrði aftur og aftur svo
lengi framan af er leikritið í raun þráendurtekið
rifrildi; eiginlega botnlaust og án tengingar við
eitthvað áþreifanlegt. Þetta er einskonar móðir
allra rifrilda milli fólks í samböndum. Flestir ættu
að kannast við sjálfan sig í svona stagli ofan á
óhömdum tilfinningum; afbrýðisemi, særindum,
reiði, stjórnsemi, hefnigirni – einhvern tímann æv-
innar. Ungi maðurinn í leikritinu fer þessa braut
til enda; hann missir alla stjórn og myrðir konuna
sem hann elskar; myrðir móður barnanna sinna.
Mikael virðist vilja draga fram hið almenna í
unga fólkinu og leggja áherslu á hversu lík þau
eru okkur áhorfendum; hversu stutt er á milli þess
naggs, nuðs og nöldurs sem alltof margir leyfa sér
í ástarsamböndum og harmleiksins á sviðinu. Við
getum velt fyrir okkur hvort við snérum við þegar
við vorum komin kvart eða helming af leið unga
mannsins eða hvort við vorum aðeins hársbreidd
frá því að missa alla stjórn. Hver getur svo sem
svarað því? Líklega er sá sem hafnar því algjörlega
líklegastur til að snappa.
Önnur áhersla sem Mikael leggur er að það er
enginn botn í rifrildinu; það er ekki hægt að rífast
að niðurstöðu. Leikritið dregur fram að unga
fólkið hefur endalaus tækifæri til að hætta; hugs-
anlega saman en örugglega með því að skilja. En
þau eru jafn föst við óuppgert og óuppgeranlegt
rifrildi sitt og fólk sem var fast í hefndarskyldu
Íslendingasagnanna eða öllum Sómalíum okkar
tíma. Þau rata ekki út vegna þess að geta ekki
gefist upp; tekið sæng sína og gengið. Og kannski
er það einmitt valið sem við stöndum frammi fyrir
hvern dag; að velja milli lífs og dauða; þess sem
er gjöfult og gott og þess sem er illt og deyðandi.
Ef við höfnum lífinu alla daga endum við eðlilega
sem ómenni; það er ef við trúum að hið góða til-
heyri mennskunni.
Að sumu leyti er undarlegt að Mikael Torfason
skuli leggja áherslu á hið almenna; hvað unga
fólkið er líkt okkur hinum en ekki hvað er einstakt
við þau. Mikael er sem kunnugt er einn helsti boð-
beri þeirrar tegundar blaðamennsku sem velur
ávallt hið sértæka sjónarhorn. Ef skipta má blaða-
mennsku í hefðbundin síðdegis- og morgunblöð;
lágstéttar- og millistéttarblöð; gula og bláa pressu;
þá liggur munurinn í að gula pressan kýs að segja
hverja sögu sem einstaka á meðan sú bláa reynir
að finna hið almenna og greina samhengi atburð-
anna. Vond gul pressa getur misst sig í áherslu á
hver gerði hvað; á meðan vond blá pressa lætur
sem það skipti í raun engu máli hver gerði hvað;
hún hættir jafnvel að nefna þann sem gerði. Besta
útgáfan af gulu pressunni og þeirri bláu eru svo
náttúrlega líkar að það er erfitt að greina muninn;
en það er önnur saga.
Þekktustu dæmin um afkvæmi skáldskapar og
blaðamennsku fjalla bæði um morðmál; In Cold
Blood eftir Truman Capote og The Executioner’s
Song eftir Norman Mailer. Þeir Capote og Mailer
fara þveröfuga leið á við Mikael; þeir draga fram
allt sem þeir finna til að smíða einstakar og full-
mótaðar manneskjur. Og það truflar okkur síður
en svo þegar við speglum okkur í þeim. Það segir
sig eiginlega sjálft. Ef það hjálpaði okkur að finna
til samkenndar eða samúðar með persónum að
skræla af þeim sérstöðuna væri allur skáldskapur
óþarfur. Okkur myndi nægja að renna yfir nor-
rænu tölfræðihandbókina eða ársskýrslu Seðla-
bankans.
Þessi skortur á skáldskap og holdtekju persón-
anna er veikleiki leikritsins og líka vandi Unu
Þorleifsdóttur leikstjóra og leikaranna. Þau reyna
að krækja í einhverjar ástæður fyrir þeirri stöðu
sem persónurnar eru fastar í; finna orsakir fyrir
afleiðingunum þótt höfundurinn vilji alls ekki
draga þær fram. Athyglinni er beint að því að sam-
bandið hafi orðið til nánast fyrir hendingu, van-
getu krakkanna til að þroska sambandið og vinna
úr vanda sem kemur upp, fæðingarþunglyndi og
svo framvegis – en ekkert af þessu (og heldur ekki
allt saman) leiðir óhjákvæmilega til morðs. Það er
því nokkur togstreita á sviðinu á milli þarfar leik-
aranna fyrir hold og blóð og löngunar höfundarins
að stilla atburðunum fram sem týpískum; „snaps-
hot“ eða sýnishorni af samskiptum. Og líklega er
engin lausn á þessari togstreitu.
Þessi skrif eru ekki gagnrýni; svo ég ætla ekki
að reyna að greina alla þætti sýningarinnar. Um-
fjöllunarefnið er ágengt og á erindi og sýningin er
kröftug og áhugaverð. Þessi tilraun til raunsæis
finnst mér helst falla á skorti á skáldskap; eins
undarlega og það kann að hljóma. Raunveruleiki
án hins sértæka, skáldskapar og mannalykt er
lítið annað en beinagrind, kenning eða módel.
Harmsaga Mikaels Torfasonar, sem sýnd er í Kassa Þjóðleikhússins í uppfærslu Unu Þorleifs-
dóttur, virðist að miklu leyti byggð á því sem fram kom í réttarhöldum yfir ungum manni sem
myrti eiginkonu sína og barnsmóður í Hamraborg í Kópavogi fyrir tæpum níu árum. Segja má
að leikritið spyrji hvers vegna? Hvers vegna drepur maður konuna sem hann elskar?
Gunnar Smári
Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Rautt – HHHHH „Alvöru listaverk“ – MT, Ftíminn
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 12/10 kl. 19:00 aukas Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Lau 2/11 kl. 13:00 aukas
Sun 13/10 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Sun 3/11 kl. 13:00 aukas
Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Lau 26/10 kl. 13:00 aukas Fim 7/11 kl. 19:00 aukas
Lau 19/10 kl. 13:00 aukas Sun 27/10 kl. 13:00 aukas Fös 8/11 kl. 19:00 aukas
Sun 20/10 kl. 13:00 aukas Fim 31/10 kl. 19:00 aukas
Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Fös 1/11 kl. 19:00 aukas
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k Fim 21/11 kl. 20:00 29.k
Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k
Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas
Þri 15/10 kl. 20:00 aukas Sun 3/11 kl. 20:00 20.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k
Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fös 29/11 kl. 20:00 32.k
Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k
Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k
Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k
Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k
Þri 22/10 kl. 20:00 aukas Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k
Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k
Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k
Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Þri 19/11 kl. 20:00 aukas
Lau 26/10 kl. 20:00 16.k Mið 20/11 kl. 20:00 28.k
Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Rautt (Litla sviðið)
Fös 11/10 kl. 20:00 18.k Mið 16/10 kl. 20:00 21.k Fim 24/10 kl. 20:00 24.k
Lau 12/10 kl. 20:00 19.k Sun 20/10 kl. 20:00 22.k Fös 25/10 kl. 20:00 25.k
Sun 13/10 kl. 20:00 20.k Mið 23/10 kl. 20:00 23.k Sun 27/10 kl. 20:00 27.k
Verðlaunaverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Allra síðustu sýningar!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 18/10 kl. 20:00 1.k Lau 2/11 kl. 20:00 4.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k
Lau 19/10 kl. 20:00 2.k Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k
Lau 26/10 kl. 20:00 3.k Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k
Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Fös 18/10 kl. 20:00 frums Sun 27/10 kl. 20:00 5.k Sun 10/11 kl. 20:00 8.k
Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 6.k Lau 16/11 kl. 20:00 9.k
Lau 26/10 kl. 20:00 4.k Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k
Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna
Saumur (Litla sviðið)
Lau 19/10 kl. 20:00 frums Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k
Lau 26/10 kl. 20:00 2.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k
Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands
Haustsýning ÍD: Tímar Sentimental, again (Stóra sviðið)
Fös 11/10 kl. 20:00 frums Sun 20/10 kl. 20:00 3.k Sun 3/11 kl. 20:00 5.k
Sun 13/10 kl. 20:00 2.k Sun 27/10 kl. 20:00 4.k
Tímar eftir Helenu Jónsdóttur; Sentimental, again eftir Jo Strömgren
Það er ferskleiki yfir sýningum á Harmsögu enda eru nánast allir aðstandendur sýningarinnar að stíga sín fyrstu spor í Þjóð-
leikhúsinu. Og afraksturinn er þannig að leikhúsið hlýtur að flýta sér í að reyna þetta aftur.
Ferskur dans í litlu þorpi
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvo
nýja dansa annað kvöld; Tíma eftir
Helenu Jónsdóttur danshöfund og
Sentimental, again eftir Jo Strömgren.
Tímar Helenu eru samdir í tilefni af 40
ára afmæli flokksins og fjalla um veröld
dansarans; samspil dans og vídeómynda.
Íslenski dansflokkurinn er merkilegt
fyrirbrigði í íslensku menningarlífi.
Hann hefur einbeitt sér að nýjum og
nýrri verkum en sleppt þjónustu við
eldri ballettverk og þá áhorfendur sem
þeim unna. Og flokknum hefur tekist
að ala upp ungan og merkilega stóran
áhorfendahóp. Þegar horft er yfir salinn
á sýningum flokksins sést að hann er
að meðaltali um 20 árum yngri en þeir
sem kaupa áskriftarkort í leikhúsin,
30 árum yngri en áheyrendur hjá Ís-
lensku óperunni og 40 árum yngri en
áheyrendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands
– svona um það bil.
Það má því velta fyrir sér hvort
fordæmi dansflokksins sé ekki öðrum
menningarstofnunum til hvatningar
og eftirbreytni. Það er ekki sjálfgefið
hvernig halda eigi úti leikhúsi, hljóm-
sveit, óperu eða dansflokki í þeim
Búðardal Evrópu sem Reykjavík er.
Vegna vinsælda leikhússins getur Þjóð-
leikhúsið reynt að sýna jöfnum höndum
vinsældaverk, klassík og ný íslensk verk
þótt leikhúsið nái sjaldnast að blómstra á
öllum þessum sviðum samtímis. Sinfóní-
an hefur hins vegar að mestu hætt að
bjóða upp á íslensk og ný verk nema sem
aukanúmer eða á Myrkum músíkdögum
og öðrum sérstökum hátíðum. Það var
athyglivert þegar sveitin flutti í Hörpu
spilaði hún níundu sinfóníu Beethoven
en efndi ekki til íslenskrar hátíðar eins
og gert var þegar Þjóðleikhúsið opnaði
fyrir 63 árum. Með flutningnum í Hörpu
virðist óperan ætla að einbeita sér enn
frekar að þeim 10-15 óperum sem oftast
eru settar upp í heiminum. Carmen
verður frumflutt um næstu helgi.
Auðvitað eru þessar stofnanir að sumu
leyti þrælar áhorfenda og áheyrenda
sinna. Það er jafn erfitt að breyta
verkefnavali þaulsætins salar og að snúa
olíuskipi. En það getur verið hættulegt
fyrir þessar stofnanir að láta alveg
undan salnum. Þær munu þá staðna
sem fölar eftirmyndir en ekki öflugir
mótendur íslenskrar menningar. Það er
ljóst að hlutverk Sinfóníuhljómsveitar
Íslands er ekki það sama í dag og það
var fyrir 40 árum þegar aðgengi fólks að
tónlist var miklu minna en í dag. Þá
mátti færa rök fyrir því að ein af megin-
skyldum sveitarinnar væri að spila
kanónu klassískra tónbókmennta. Nú
mætti halda fram að meginskyldan væri
þvert á móti að spila fyrst og fremst
íslenska og nýja tónlist.
Þótt íslenski dansflokkurinn sé minnsta
systkinið í hópi íslenskra menningar-
stofnana geta hinar stofnanirnar mikið af
flokknum lært. -gse
Íslenska dansflokknum hefur tekist
að halda úti ferskri og nýrri dagskrá
árum saman og alið upp ungan og
sterkan áhorfendahóp. Nokkuð sem
aðrar menningarstofnanir gætu tekið
til fyrirmyndar.
74 samtíminn Helgin 11.-13. október 2013