Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 64
64 skák og bridge Helgin 11.-13. október 2013  Skák kaSparov Skorar forSeta fIDe á hólm Gary gegn geimverunum! G ary Kasparov er að margra áliti besti skákmaður sögunnar. Hann varð heimsmeistari 1985, yngstur allra í sögunni, þegar hann náði titlinum af Anatoly Karpov. Næstu fimmtán árin var ,,skrímslið með þúsund augun“ (svo vitnað sé í Anthony heitinn Miles) allsráð- andi í skákheiminum. Kasparov dró sig í hlé frá atvinnu- mennsku fyrir nokkrum árum, og hefur síðan verið einn beittasti gagnrýnandi Pútíns Rússlandsforseta. Þá hefur Kasparov unnið ötullega að útbreiðslu skákíþróttarinnar í grunnskólum, og fékk þannig Evrópuþingið til að sam- þykkja að skák verði kennd í skólum. Kasparov hefur heldur ekki legið á þeirri skoðun sinni að Alþjóðaskák- sambandið, FIDE, sé í tröllahöndum – og nú ætlar hann að freista þess að frelsa skákhreyfinguna frá Kirsan Nikola- yevich Ilyumzhinov. Geimverur og Gaddafi Núverandi forseti FIDE er sem sagt Rússinn Kirsan Ilymzhinov, sem til skamms tíma var líka forseti rússneska lýðveldisins Kalmykíu, sem er eina landsvæði Evrópu þar sem búddistar eru í meirihluta. Kirzan auðgaðist stórkost- lega í forsetatíð sinni í Kalmykíu, og var sakaður um spill- ingu og ýmis óhæfuverk. Hann var frekar óvænt kjörinn forseti FIDE 1995 og hefur því setið á valdastóli í heil 18 ár. Kirsan er vægast sagt umdeildur. Þannig hefur hann ítrekað skýrt frá því að hann hafi verið numinn brott af geimverum, sem hafi upplýst hann um hinstu rök tilver- unnar. Hann hefur líka verið ófeiminn við að heilsa upp á illræmda einræðisherra, og er fræg skákin sem hann tefldi við Mohammar Gaddafi árið 2010. Eins og Kasparov hefur bent á er slíkur maður ekki líklegur til að laða mikið fjármagn inn í skákina – gúglaðu Kirsan og þú færð upp geimverur og Gaddafi! Í gegnum árin hafa nokkrar atlögur verið gerðar að Kirsan, án árangurs. Fyrir þremur árum var Kasparov maðurinn á bak við framboð Karpovs gegn Kirsan, en þar steinlá Anatoly, 95-55. Það er altalað að Kirsan noti „gjafir“ til að kaupa sér atkvæði frá löndum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, og atkvæðin eru víst ekkert sérstaklega dýr í FIDE. Á síðasta ári var velta sambandsins 2 milljónir dollara – samanborið við milljarð hjá Alþjóða knattspyrnu- sambandinu. Skákin í stórsókn Hverjir eru þá möguleikar Kasparovs gegn hinum út- smogna og örláta Kirsan? Nokkuð góðir, líklega. Kasparov er goðsögn. Og hann er snillingur. Hann kann líka vel að tala máli skákarinnar, enda eftirsóttur fyrirlesari hjá stórfyrirtækjum og höfundur margra merkra bóka. Hann stendur nú á fimmtugu, og er brimandi af metnaði og starfsorku. Ekki spillir heldur fyrir að hann hefur fengið frábæra frambjóðendur til stjórnar FIDE með sér í lið. Þar er þungavigtarfólk á öllum póstum. Skákin er í stórsókn um allar jarðir og miklir mögu- leikar á að efla vinsældir þessarar 1500 ára gömlu íþróttar enn meira. Nýleg rannsókn YouGov í fimm löndum leiddi í ljós að tveir þriðju fullorðinna kunnu að tefla. Samkvæmt tölum FIDE tefla meira en 600 milljónir reglulega. Á Ind- landi, þar sem heimsmeistarinn Anand er þjóðhetja, segist þriðjungur nú tefla í hverri viku! Kosningarnar í FIDE verða á næsta ári. Þá ræðst hvort nútíminn heldur innreið sína í skákina, eða hvort bragða- refurinn og geimveruvinurinn frá Kalmykíu nær að skella öðrum heimsmeistara í einvígi. Í talir unnu næsta öruggan sigur á Mónakó í úrslitaleiknum um Bermú-daskálina, í opnum flokki í Balí, með 210 impum gegn 126. Spilaður var 96 spila úrslitaleikur sem tók tvo daga. Ítalir tóku strax forystuna í fyrstu 16 spila lotunni, 54-29 og bættu við forystuna í annarri lotu. Þetta spil, hér að neðanverðu, átti þátt í því. Claudio Nunes í Mónakóliðinu sat í suður á öðru borðanna á hagstæðum hættum og hann hafði val um hvort það borgaði sig að koma inn á sagnir eftir laufopnun austurs. Hann ákvað að taka áhættuna á sögn – en sá fljótlega eftir því. Spil 22, austur gjafari og AV á hættu: ♠ Á83 ♥ 103 ♦ G3 ♣ ÁG10953 ♠ G6 ♥ 76542 ♦ Á9754 ♣ 7 ♠ K1075 ♥ ÁG ♦ KD862 ♣ 62 ♠ D942 ♥ KD98 ♦ 10 ♣ KD84 N S V A Vestur norður austur suður Versace Fantoni Lauria Nunes 1 ♣ 2G Dobl pass pass 3 ♦ Dobl p/h Nunes sýndi lengd í rauðu litunum með stökki sínu í tvö grönd en félagi var með samlegu í hvorugum litnum. Lokasamn- ingurinn var 3 tíglar doblaðir sem fóru 3 niður. Á hinu borðinu ákvað Ítalinn Madala að koma ekki inn á sagnir og það reyndist vel. Lokasamningur Helgemo og Helness í Mónakó sveitinni voru 4 spaðar á AV hend- urnar, spilaðir í vestur. Útspil tígulgosi sem var drepið á ás, skipt yfir í einspilið í laufi, drepið á ás og gefin stunga. Spaðaásinn var svo fjórði slagur varnarinnar. Ítalir græddu 10 impa og lotuna unnu þeir 45-16. Næsta lota var einnig hagstæð fyrir Ítali, 15-2 og leikurinn endaði rólega 210-126 fyrir Ítali. Sigur mæðgna Þann 4. október var spilað annað konu- kvöldið hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Til leiks mættu 17 pör og mæðgurnar Esther Jakobsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir náðu að enda efstar með mikla forystu. Fimm efstu pörin voru sem hér segir: 1. Esther Jakobsdóttir – Anna Þóra Jónsdóttir 66,8% 2. Svala K. Pálsdóttir – Inda Hrönn Björnsdóttir 61,5% 3. Harpa Fold Ingólfsdóttir – Sigrún Þorvarðardóttir 59,8% 4. Hanna Friðriksdóttir – Inga Lára Guðmundsdóttir 53,3% 5. Sigríður Friðriksdóttir – Sigþrúður Blöndal 53,1% Sigur feðga Nýlokið er þriggja kvölda tvímenningi hjá Bridgefélagi Reykjavíkur. Feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Birkir Jónsson unnu þar glæstan sigur eftir góðan endasprett. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1. Birkir Jón Jónsson – Jón Sigurbjörnsson 60,3% 2. Guðmundur Baldursson – Steinberg Ríkarðsson 59,6% 3. Sveinn Rúnar Eiríksson – Þröstur Ingimarsson 58,6% 4. Jón Baldursson – Sigurbjörn Haraldsson 57,4% 5. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 56,9% Næsta keppni Bridgefélags Reykjavíkur er fjögurra kvölda hraðsveitakeppni sem lýkur 29. október. Íslandsmót kvenna í tvímenningi Helgina 12.-13. október næstkomandi verður Íslandsmót kvenna í tvímenningi. Hægt er að skrá sig á netsíðu BSÍ (bridge. is) eða í síma 587 9360. Skráningu lýkur á hádegi 11. október. Tímatafla kemur eftir að skráningu lýkur. Íslandsmeistarar árs- ins 2013 eru Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir.  BrIDGe áhætta tekIn Að segja eða segja ekki Feðgarnir Jón Sigurbjörnsson og Birkir Jónsson voru að vonum ánægðir með sigurinn í Hótel Hamar tvímenningnum. Kasparov. Trúlega besti skákmaður sögunnar. Stefnir að forsetatign í FIDE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.