Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 52
52 matur & vín Helgin 11.-13. október 2013  Bjór Sigurður Bragi er höfundur OktóBer kalda SÁRAEINFALT OG UNAÐSLEGA GOTT Frostpinnar að hætti Andrésar Kristín Eik og Katrín Ösp eru eigendur Allt í köku. Þær sjá um ritstjórn og stíliseringu Afmælisveislubókarinnar. Ljósmyndir/Gassi  Bækur afmæliSveiSluBókin inniheldur 123 diSney-uppSkriftir Litríkar kræsingar í barnaafmælin Afmælisveislubókin kom út á dögunum en í henni er að finna 123 uppskriftir sem gagnast þeim sem eru að fara að halda barna- afmæli. Útgefandi er Edda en það eru þær Kristín Eik og Katrín Ösp Gústafsdætur, sem getið hafa sér gott orð fyrir vefinn alltíköku.is, sem sjá um ritstjórn og stíliser- ingu. Fréttatíminn birtir hér tvær einfaldar uppskriftir úr bókinni. a fmælisveislubókin er fjár-sjóðskista fyrir þá sem hafa gaman af að halda litrík barna- afmæli. Í bókinni er hægt að finna uppskriftir á borð við Hunangsköku Bangsímons, Sundlaugatertu Anda- bæjar, Ljósáraormur Bósa, Nemóköku, Bílabollakökur, Hnetubita Dúmbós og svo mætti lengi telja. Hér fylgja með tvær laufléttar uppskriftir sem allir ættu að geta spreytt sig á. 200 ml vatn 2 msk agavesíróp 2 dropar tutti frutti bragðefni frá LorAnn Oils 2 dropar bleikur matarlitur Aðferð 1. Setjið allt saman í skál og hrærið saman þar til vel blandað. 2. Hellið í íspinnamót og frystið. Prófið að nota önnur bragðefni, t.d. hindberja- og bananabragðefni. É g var tvítugur þegar ég bjó til uppskrift-ina,“ segir Sigurður Bragi Ólafsson, bruggari hjá Bruggsmiðjunni á Ár- skógssandi. Bruggsmiðjan framleiðir sem kunnugt er hinn frábæra bjór Kalda og Sigurður er höfundur Októ- ber Kalda sem nú er til sölu í Vínbúðunum. Í bjórnum frá fimmtán ára aldri Sigurður er sonur hjónanna sem stofnuðu Bruggsmiðj- una, þeirra Agnesar Sig- urðardóttur og Ólafs Þrastar Ólafssonar. Hann byrjaði að brugga í verksmiðjunni þegar hann var sautján ára. „En ég var yngri þegar ég byrjaði að vinna þar. Ætli ég sé ekki búinn að vera að vinna þarna í sjö ár, frá því ég var fimmtán ára,“ segir bruggarinn ungi. Október Kaldi var fyrsti bjórinn sem Sigurður bjó til en hann kom fyrst á markað Ungur verðlaunabruggari fyrir norðan Sigurður Bragi Ólafsson er einungis 22 ára en hefur, þrátt fyrir ungan aldur, starfað sem bruggari í fimm ár. Hann er höfundur hins ágæta Október Kalda sem notið hefur mikilla vinsælda og hyggst leggja fyrir sig starf bruggarans. í fyrra. Hann er einungis til sölu í um mánuð, eða á með- an hinu svokallaða Október- fest-tímabili stendur. Bjórinn hlaut afar góðar viðtökur í fyrra og útlit er fyrir að neyt- endur taki honum fagnandi sömuleiðis í ár. Október Kaldi er öl. Hvers vegna valdirðu að brugga öl en ekki lagerbjór? „Ég var búinn að vera að brugga öl og lagerbjóra í Kalda og valdi einfaldlega þar á milli. Mér finnst yfir- leitt meiri karakter í öli, maður getur náð fram mörg- um skemmtilegum brögðum. Svo langaði mig að gera bjór sem mér finnst sjálfum skemmtilegt að drekka, sem mér finnst góður, en að sjálfsögðu fyrir neytandann líka.“ Verðlaunaður á Hólum Októberkaldi fékk frábærar viðtökur þegar hann kom á markað í fyrra. „Já, hann seldist upp mjög hratt,“ segir Sigurður. „Bæði í Ríkinu og á börum, hann seldist upp fyrr en maður hefði getað vonast eftir. Svo var hann auk þess valinn besti bjórinn á einu íslensku bjórkeppninni sem haldin er að Hólum í Hjalta- dal. Þarna mættu allir ís- lensku framleiðendurnir með allflestar tegundir sínar en við mættum bara með þessa einu tegund og höfnuðum í fyrsta sæti.“ Ætlaði að verða íþrótta- kennari Sigurður var í framhalds- skóla þegar hann féll fyrir starfi bruggarans. „Ég ætlaði Október Kaldi 5,2% 33 cl. 398 krónur. „Þetta er millidökkt öl sem er humlaríkt en hugsað þannig að allir geti drukkið. Það er ávaxtakeimur af bjórnum sem kemur með gerinu. Hann er töluvert mildur en samt karakterríkur,“ segir Sigurður. Sigurður Bragi Ólafsson er stoltur af sínum fyrsta bjór, Október Kalda, sem fengið hefur góðar viðtökur og var valinn besti bjórinn á bjórhátíð á Hólum. Ljósmynd/Þröstur Viðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.