Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 16
www.ebridde.is FiberHusk er hrein náttúruleg, glútenfrí vara sem inniheldur 85% fæðu trefjar. Með því að bæta FiberHusk í brauð og kökur helst brauðið mjúkt og ferskt lengur. Það er léttara að vinna glútínfría vöru ef fiberHusk er notað í uppskriftina. Deigið hefast betur og glútínfría brauðið molnar minna við skurð og verður safaríkara með tilkomu fiberHusk. Veljið aðeins það besta í heilsubrauð og annan hollan bakstur. FRÁBÆRT Í BAKSTUR! Fleiri uppskriftir og nánari upplýsingar eru á husk.dk 20% AFSLÁTT UR GILDIR TI L 4. NÓVEM BER! LÁGKOLVETNISVARA Fæst í apótekum, Heilsuhúsinu, Maður lifandi, Fjarðarkaupum, Krónunni.  Vikan sem Var Teygjanlegur brandari Ég bjó þarna til greinilega eitt atriði í viðbót sem netheimar geta skemmt sér yfir. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, upplýsti alþjóð um að „strax“ væri teygjanlegt hugtak og sló að vonum í gegn á netinu. Á misjöfnu þrífast börnin best Kári hafði reyndar ekki eins gaman af þessum tónleikum og við hjónin en lét sig hafa það. Egill Helgason fór með fjölskylduna á tónleika með Crosby, Stills & Nash í Royal Albert Hall í London. Agli fannst tónleikarnir frábærir en Kára, syni hans, þótti minna til koma. Bara alveg eins og bólan Þetta er mjög bratt en embættið bæði óx mjög hratt og minnkar mjög hratt... Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, stendur frammi fyrir niðurskurði og fólksfækkun. Trúir þú á drauga? Ég hef þá trú að það séu til réttsýnir útgerðar- menn sem myndu verða stoltir af því að geta komið fram og lagt meira af mörkum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, bindur vonir við að útgerðarmenn styrki heilbrigðiskerfið. Vikan í tölum Stokkum upp framhaldsskólakerfið Börn eiga að fá að vera börn – alveg til átján n ú er ég orðin móðir barns í framhaldsskóla. Ég vissi svo sem að sú stund rynni upp – en gerði mér engan veginn grein fyrir því hvað það myndi þýða. Á örfáum mánuðum hef- ur hið verndaða umhverfi grunnskólans vikið fyrir hinu kröfuharða samfélagi framhaldsskólans. Félaga- hópurinn hefur breyst – og elst – og viðmiðin orðin önnur. Ég þarf sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af unglingnum mínum. Hún er ábyrg, reglusöm og dug- leg. Samt sem áður hef ég áhyggjur. Hún er sextán ára – enn barn – óharðnaður ungling- ur sem er nú gert að fóta sig í því samfélagi fullorðinna ung- menna sem framhaldsskólinn er. Lífsstíll íslenskra grunnskólabarna er til mikillar fyrirmyndar og neyta þau síður áfengis og annarra vímu- efna en unglingar í löndunum sem við berum okkur gjarnan saman við. Annað er uppi á teningnum þegar í framhaldsskóla er komið. Kann- anir sýna að framhaldsskólanem- endur yfir átján ára aldri hafa nær allir neytt áfengis, um 96% stúlkna og 93% pilta. Það er um þrefalt fleiri en þeir sem neytt hafa áfengis í tíunda bekk. Margir hafa bent á að við þurfum að bregðast við þessu. Margir hafa sett áfengis- og vímuefnaneyslu framhaldsskólanema í samhengi við brottfall úr skóla sem er meira hér en í nokkru öðru ríki. Tillögur hafa komið fram um breytingu á framhaldsskólakerfinu og styttingu námstímans í þrjú ár sem nokkrir framhaldsskólar hafa þegar tekið upp. Ég vil ganga enn lengra. Ég held því fram að 16 og 17 ára unglingar eigi enga samleið með framhalds- skólanemum á aldrinum 18-25 ára (rannsóknir sýna að nám stórs hluta framhaldsskólanema tekur mun lengri tíma en fjögur ár og eru því ungmenni á öllum aldri í framhalds- skólum). Allir sem hafa átt ungling – eða muna eftir því að hafa verið unglingur sjálfir – vita hversu mikill þroskamunur er á 16 ára og 18 ára unglingum, svo ekki sé talað um enn eldri. Fyrir þó nokkrum árum tókum við mikilvægt skref í því að vernda þennan aldurshóp þegar sjálfræðis- aldurinn var hækkaður í 18 ár. Við gerðum það til að vernda bernsku þessara barna. Við eigum að taka skrefið til fulls og endurhugsa – algjörlega upp á nýtt – það skólakerfi sem við erum að bjóða þessum börnum upp á. Hvers vegna má ekki skoða það að bæta tveimur árum við grunnskól- ann og hafa þau ýmist skyldu eða valfrjáls, auka til mikilla muna fram- boð á verknámi í grunnskólum og útskrifa 18 ára ungmenni úr grunn- skóla, ýmist með starfsmenntun eða stúdentspróf? Hví hugsum við kerfið út frá því sem er – en ekki því sem við viljum að það verði? Hvað gerðirðu Zuckerberg? Ég er reyndar í sumarfríi á Spáni og hef bara frekar gott af því að vera laus við Facebook. Hildur Lilliendahl hefur eina ferðina enn verið útlæg ger af samskiptavefnum Facebook. Að þessu sinni fyrir að tengja á myndir sem virðast særa blygðunarkennd dyravarða Facebook. Danir eru varasamir í samningum Ég hef ekki skrifað undir neinn samning um annað starf og því lítið að ræða um. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, er sagður á leiðinni að taka við þjálfun danska handboltalandsliðsins. Átta líf eftir Kötturinn hefur það ágætt, hann er allur að koma til og þetta lítur betur út en á horfðist. Svala Ögn Kristinsdóttir, dýralæknir á Dýralæknastofu Dagfinns, tók á móti ketti sem bjargað var úr brennandi íbúð og lífgaður við á staðnum af slökkviliðs- mönnum.  Vikan sem Var Sigríður Dögg auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll 2 milljónir króna söfnuðust á Reykjavík Bacon Festival sem haldin var á Skólavörðustíg í september. Peningarnir verða notaðir til kaupa á tveimur þráðlausum hjartasíritum sem verða afhentir hjartadeild Landspítalans á næstunni. 100 manns á Íslandi eru án ríkisfangs. Talið er að um 12 milljónir manna séu án ríkis- fangs í heiminum. 17.500 ný störf gætu skapast hér á landi á næstu 3-5 árum ef væntingar lítilla og meðal- stórra fyrirtækja ganga eftir. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök atvinnulífs- ins gerðu og var kynnt á Smáþingi. 5 ár eru síðan Bjarni Guðjónsson gekk til liðs við KR-inga. Hann hefur nú sagt skilið við Vesturbæ- inga og mun þjálfa lið Fram á næsta tímabili. 107 vikur hefur plata hljóm- sveitarinnar Of Monsters and Men, My Head Is An Animal, setið á Tónlist- anum, lista yfir söluhæstu plötur landsins. 16 viðhorf Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.