Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 40
Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi 40-80% afsláttur Reykjavík: Laugavegi 178 Akureyri: Glerártorgi Opið laugardag & sunnudag 11-16 Rúmföt stærð 200x200, verð frá 4.990 kr Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17 LAGERSALA Laugardag & sunnudag Stök koddaver, 50x70 - verð frá 990 kr Te ik ni ng /H ar i Réttnefni tegundarinnar N Nafnið á pólska þorpinu Oswiecim segir okkur ekki mikið en um leið og við heyr- um þýska útgáfu þess fer hrollur um fólk. Þrælkunarbúðirnar í Auschwitz, skammt frá pólsku borginni Kraká, breyttust síðar í útrýmingarbúðir nasista í síðari heim- styrjöldinni og loks í hreinar dauðabúðir, verksmiðju sem hafði þann tilgang að drepa þá sem þangað komu. Kraká er með fegurstu borgum Evrópu, minnir um margt á Prag og Búdapest sem við hjónakornin höfum heimsótt og notið. Því var senn fróðlegt og skemmtilegt að kynnast pólsku borginni um liðna helgi í góðum félagsskap starfssystkina kon- unnar. Byggingarnar eru fallegar, margar hrein listaverk, kirkjur, turnar, kastali, lífleg torg og aragrúi veitingastaða. Saga þessarar gömlu og glæstu borgar blasir við hvert sem litið er. En ekki þarf að fara nema fimmtíu kíló- metra burt frá friðsælli og fagurri borginni að þeim stað þar sem mannskepnan hefur gengið lengst í sadisma og brjálsemi. Nasistar reistu allar afkastamestu útrým- ingarbúðir sínar á stríðsárunum innan landamæra Póllands og flestir létu lífið í Auschwitz-Birkenau búðunum. Alls voru 1,3 milljónir manna sendir í búðirnar. 1,1 milljón lét þar lífið. Það er skylduheimsókn þeirra sem fara til Krakár að heimsækja Auschwitz- Birkenau. Sú heimsókn er fráleitt þægileg þar sem gengið er í fótspor þeirra sem þar áttu sínar síðustu stundir við ömurlegri aðstæður en orð fá lýst en nauðsynleg engu að síður. Þeir ógnaratburðir sem þar áttu sér stað, og í öðrum sambærilegum búðum, mega aldrei gleymast. Þeir eru ekki fjarri okkur í tíma. 68 ár eru liðin frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar en þeir fáu sem lifðu ósköpin af í Auschwitz voru frelsaðir í janúar árið 1945. Eldra fólk man enn þessa ógnartíma og öll höfum við lesið hörmungarsögu styrjaldarinnar og ekki síst um skipulagða herferð Hitlers og hyskis hans gegn gyðingum en seinni heimstyrjöldin er órjúfanlega tengd markmiði nasista um útrýmingu þeirra í Evrópu. Talið er að þeir hafi drepið um sex milljónir gyðinga – og hálfa milljón sígauna að auki. Þess utan drápu þeir þegna þjóða í stórum stíl, einkum Pólverja, Hvít-Rússa, Úkraínumenn og Rússa. Þá eru ótaldir þeir sem létu líf sitt í stríðs- átökunum sjálfum eða létust úr hungri. Hryllinginn má sjá af tölum frá Auschwitz- Birkenau búðunum einum en þangað voru fluttir og drepnir, að lágmarki, 438 þúsund gyðingar frá Ungverjalandi og um 300 þúsund pólskir gyðingar. Um örlög þessa fólks hugsar maður óhjákvæmilega þegar þrædd eru þröng stræti gyðingahverfisins í Kraká en afleið- ingar fjöldamorðanna blasa við í Póllandi nútímans. Þar sem áður bjuggu um 3,3 milljónir gyðinga búa nú aðeins fá þúsund. Í útrýmingarbúðum nasista í Póllandi myrtu þeir um 200 þúsund í Majdanek, annan eins fjölda í Chelmno, um 250 þús- und í Sobior, um 600 þúsund í Belzec, nær milljón í Treblinka, auk áðurgreinds fjölda í Auschwitz-Birkenau. Það er því skiljanlegt að Pólverjar haldi þessari hörmungarsögu á lofti. Að ganga gegnum aðalhlið Auschwitz búðanna und- ir hinni frægu setningu „Arbeit Mact Frei“ – „Vinnan gerir menn frjálsa“ – sem raunar voru einkunnarorð allra útrýmingarbúð- anna – færir okkur á helgan minningarreit þeirra sem þar létust í höndum grimmra böðla. Gasklefar, líkbrennsluofnar, gálgi þar sem fangar voru hengdir opinberlega öðrum til viðvörunar og dauðaveggur, þar sem ótaldir voru skotnir, minna okkur á þau ósköp sem þarna áttu sér stað. Sama gildir um myndir af fólki sem flutt var sem gripir í lestum beint í opinn dauðann. Áhrifaríkar eru andlitsmyndir af fólki sem sent var í búðirnar. Getið er komudags og dauðadægurs. Ekki leið langur tími milli þeirra dagsetninga, jafnvel þeirra sem látnir voru þræla. Margra beið ekki aðeins dauðinn heldur pyntingar. Sadismi réð ríkjum í þessu helvíti á jörð. Leiðsögumaður hópsins sýndi steypta þrönga klefa, ekki stærri en hefðbundna símaklefa, þar sem fjórum mönnum var þröngvað inn og ekkert beið þeirra annað en köfnunardauði. Klósettklefarnir sögðu sína sögu, aðeins þrír fyrir allar búðir Birkenau. Þar hírðust fangar í grindaflet- um, fjórtán saman, sjö ofan á, sjö undir svo þeir þurftu að skipta um stöðu næturlangt til að lifa af – og gerðu það á endanum fæstir. Við hlið fletanna voru kamragöt í löngum röðum. Þangað náðu ekki allir í tíma enda niðurgangur regla fremur en hitt í hungri, kulda og viðbjóði búðanna. Smithætta var gríðarleg en þeir sem skást höfðu ónæmiskerfið sóttust eftir vinnu ofan í kömrunum. Þar voru þeir óhultari en annars staðar í búðunum því böðlarnir forðuðust að stíga fæti sinum inn fyrir þær dyr. Ógnvekjandi voru tómar blásýrudósir sem notaðar voru í gasklefunum. Skór hinna látnu í þúsundatali sögðu sína sögu, greiður og aðrir persónulegir munir en áhrifaríkasta sýnin var hár hinna látnu, sem klippt var af fórnarlömbunum, einkum konum, hárflóki og heilu flétt- urnar, í allt tvö tonn af hári. Allt var nýtt í þágu kúgaranna, vefnaðarvara var ofin úr hárinu. Staðsetning Auschwitz-Birkenau búðanna var ekki valin af handahófi þegar nasistar ákváðu árið 1941 að þær yrðu aðalmiðstöð útrýmingar gyðinga. Nálægð Oswiecim við Kraká hentaði vel þar sem járnbrautir mættust frá stórborg- unum Berlín, Varsjá og Vínarborg. Auk pólsku fórnarlambanna voru önnur flutt þangað frá Þýskalandi, Frakklandi, Hol- landi, Belgíu, Tékkóslóvakíu, Grikklandi og Ungverjalandi. Sé litið nær okkur á landakortinu biðu 690 Norðmenn þar örlaga sinna. Stærstu gasklefarnir í Auschwitz rúm- uðu hátt í 2000 manns en samtals mátti taka þar af lífi samtímis um 8 þúsund manns, svo svakaleg var „afkastagetan“. Enn komast villimenn upp með að slátra fólki, jafnvel börnum, með eiturgasi – það sýna nýlegar fréttir og myndir frá Sýr- landi. Sennilega er orðið mannskepna rétt- nefni tegundarinnar. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL – fyrst og fre mst ódýr! 99 Verð áður 159 kr. stk. Don Simon safi, 2 teg. 1 l kr. stk. 37%afsláttur Hámark 2 kassar á mann meðan birgðir endast! 40 viðhorf Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.