Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 14
Ferðamönnum stórfjölgar
Ríflega þriðjungi fleiri erlendir
ferðamenn komu hingað til lands í janúar
og febrúar en í sömu mánuðum í fyrra. Í
febrúar fjölgaði erlendum ferðamönnum
um 43 prósent frá sama mánuði í fyrra.
Umferðaröngþveiti
Algert umferðaröngþveiti varð á
höfuðborgarsvæðinu á miðvikudaginn
í blindu og skafrenningi. Fjöldi bíla lenti
í árekstri og aðra varð að skilja eftir á
götum svo snjóruðningstæki komust vart
um. Strætisvagnar gengu ekki um hríð.
Börnum var haldið í skólum.
Óhreinn snjór
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu varir
við óhreinan snjó við hús og bíla eftir
óveðrið á miðvikudaginn. Veðurfræð-
ingur telur líklegt að aska og mold hafi
borist frá Kirkjubæjarklaustri.
Skrúfa saman flugvélar
Fyrstu flugvirkjanemarnir, sem útskrifast
hér á landi í nærri hálfa öld, ljúka námi
frá Tækniskólanum á næstu vikum.
Lokahluti námsins fer fram á Flugsafninu
á Akureyri þar sem nemendur vinna við
sögufrægar flugvélar, meðal annars DC-3
og gamla Fokker Landhelgisgæslunnar.
Vél sker börðin af skötu
Karli Jónssyni, uppfinningamanni á
Djúpavogi, tókst að finna upp vél sem á
eftir að spara mörg handtök. Vélin er sú
fyrsta sem tekst að skera börðin af skötu
svo vel sé.
Vill kveða niður drauginn
Björgólfur Jóhannsson var kjörinn nýr
formaður Samtaka atvinnulífsins á
aðalfundi samtakanna á miðvikudaginn.
Hann fékk 98,5% atkvæða. Björgólfur
segir að stærsta hagsmunamál allra sé
að kveða niður verðbólgudrauginn.
Talaði fyrir samstöðuleið
Vilmundur Jósefsson, fyrrverandi for-
maður Samtaka atvinnulífsins, talaði
fyrir samstöðuleið til að auka hagvöxt og
kaupmátt og bæta lífskjör, á aðalfundi
samtakanna.
Segir ESB nærtækast til
verðmætasköpunar
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, telur að setja verði
ofar öðru þá heildarhagsmuni sem séu í
húfi með því að ganga í Evrópusamband-
ið. Tvöfalda þurfi útflutningsverðmæti
þjóðarinnar á næstu árum. Þorsteinn var
aðalræðumaður á ársfundi SA.
Rak stélið niður í flugtaki
Talið er að stél Boeingþotu Primera Air
hafi rekist í jörðu við flugtak að morgni
fimmtudags þegar vélin hélt frá Keflavík
til Tenerife með 183 farþega og 6 manna
áhöfn. Flogið var til Shannonflugvallar á
Írlandi þar sem vélin var skoðuð. Önnur
flugvél frá Primera Air flutti farþegana
áfram til Kanaríeyja.
Móðurástin kemur ekki endilega strax
Mér var ofaukið eftir fæðingu barnsins míns
E itt hið fyrsta sem ég segi við vinkonu sem á von á sínu fyrsta barni – að sjálfsögðu eftir að ég er búin að óska henni til
hamingju – er: „Þú verður að búa þig undir að
þetta verði miklu erfiðara og meira krefjandi en
þú getur nokkurn tímann gert þér í hugarlund.
Fyrstu þrír mánuðirnir taka virkilega á taugarn-
ar og brjóstagjöfin er svo sannarlega allt annað
en eintóm hamingja. Svo verður þetta auðveld-
ara.“ Svo bæti ég kannski við: „Ég er bara að
segja þér þetta því ég vildi óska að ein-
hver hefði sagt þetta við mig.“
Því ég man að ég grét yfir því hvað
mér fannst erfitt að uppfylla þarfir frum-
burðar míns fyrstu vikurnar og jafnvel
mánuðina. Ég grét yfir því hvað hún grét
mikið og ég grét yfir því að ég gat ekki
fengið hana til þess að hætta. Hún svaf
aldrei lengur en tvo tíma í senn, hvorki
að degi til né nóttu og var afskaplega
óvært og erfitt ungbarn (en hefur bætt
mér það upp þúsundfalt síðan). Ég man
ég stundi upphátt, grátandi, í símann við
mömmu: „Af hverju sagði mér enginn að
þetta væri svona erfitt?“
Því það hafði – í alvörunni – enginn
sagt mér það.
Ég var 25 ára og hafði draumkennda sýn á
móðurhlutverkið. Fæðingarorlofið yrði yndisleg-
ur tími sem ég myndi njóta til hins ýtrasta. Litli,
pattaralegi, dökkhærði, hárprúði unginn minn
yrði dásemdin ein og lífið yrði dans á rósum.
Veruleikinn var allt annar.
Reyndar veiktist ég svo á síðari hluta með-
göngunnar að barnið var sótt sex vikum fyrir
tímann. Það var lítið, horað og sköllótt og allt
öðruvísi en ég hafði gert mér í hugarlund. Fyrsta
sólarhringinn eftir fæðinguna var barnið í súr-
efniskassa á vökudeild og ég á gjörgæslu þannig
að ég fékk ekki að sjá dóttur mína fyrr en – að
mér fannst – eftir heila eilífð. Ég var með óskýra
Polaroid-mynd í höndunum af barni sem ég
kannaðist ekkert við og ég sagði við sjálfa mig
hvað eftir annað: „Ég er mamma hennar. Þetta
er barnið mitt“ en ekkert gerðist innra með mér.
Ég einfaldlega tengdi ekkert við þetta barn.
Þegar ég var síðan sótt og fengin til að reyna
að gefa barninu brjóst var hún of óþroskuð til að
geta sogið. Hún þurfti að fá næringu í gegnum
slöngu (sondu) sem lá um nefið og ofan í maga.
Mér fannst ég algjörlega óþörf og man að ég
hugsaði með mér hvort ég ætti ekki bara að fá að
fara heim. Mér var ofaukið. Ég gæti bara skilið
barnið eftir hér, læknarnir og hjúkrunarfræðing-
arnir væru miklu betur í stakk búnir til að hugsa
um hana en ég.
Við vorum á spítalanum í viku, báðar tvær.
Hún fór undraskjótt að taka brjóst en var svo lítil
að ég þurfti að vigta hana fyrir og eftir hverja
gjöf til að vera viss um að hún hefði fengið nóg.
Og ég mátti ekki láta líða lengur en þrjá tíma
milli gjafa.
Þetta snerist fljótt upp í martröð sem ég var
fullkomlega óundirbúin undir.
Ég var heppin. Ég átti góða að sem gátu rétt
mér hjálparhönd og sagt mér að þetta yrði allt í
lagi.
Móðurástin kom smátt og smátt eftir því sem
ég lærði að skilja barnið betur. Ég kannast hins
vegar við margt af því sem fram kemur í lýsing-
um sérfræðinganna í Miðstöð foreldra og barna,
MFB, sem ég ræddi við í tengslum við úttekt
mína hér í blaðinu.
Ég kannast sérstaklega við þá skömm sem ég
fylltist yfir tilfinningum mínum í garð barnsins
míns. Eða öllu heldur skorti á tilfinningum. Því
mér fannst ég óhæf móðir og vonlaus manneskja
fyrst ég var svona misheppnuð í þessu hlutverki
– sem var rósrautt og sykurhúðað í huga mínum.
Ég hefði alls ekki átt að eignast barn því ég gat
ekki hugsað um það.
Þess vegna tala ég um þetta. Það hefði hjálpað
mér ef ég hefði vitað að þetta gæti gerst. Og að
ég væri ekki ein. Og að ég væri ekki vonlaus.
Móðurástin kemur ekki endilega strax og
maður fær barnið í hendur. Og það getur verið
meira erfitt en dásamlegt að sinna barni fyrstu
mánuðina. En það má tala um það. Við eigum að
tala um það.
Og ég er samt frábær mamma.
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
sjónarhóll
Mér fannst ég algjörlega óþörf og man að ég hugsaði
með mér hvort ég ætti ekki bara að fá að fara heim.
Mér var ofaukið.
16
ár eru síðan Brynjar
Björn Gunnarsson hélt
út í atvinnumennsku í
fótbolta. Hann er snúinn
aftur heim og hefur gert
tveggja ára samning við
KR. Brynjar er 37 ára.
VikAn í tölum
104.000
farþegar ferðuðust með Icelandair í milli-
landaflugi í febrúar. Það er 12% aukning frá
sama mánuði í fyrra.
60
milljónir króna krefur
Hannes Smárason slit-
astjórn Glitnis um vegna
kostnaðar í skaðabóta-
máli sem slitastjórnin
höfðaði fyrir dómstóli í
Banda-
ríkjunum.
Málinu
ytra var
vísað
frá.
54
eintök seldust af Dú-
ettaplötu Ragga Bjarna í
síðustu viku, samkvæmt
Tónlistanum. Það er
einu eintaki fleira en af
Pottþétt 58.
667
milljóna króna tap varð
á rekstri Reykjanes-
hafnar á síðasta ári.
Árið áður var tapið 557
milljónir króna.
61
ár er síðan söngkonan
Bonnie Tyler fæddist
en hún
verður
fulltrúi
Breta í
Euro-
vision í ár.
Frægasta lag
Tyler er Total
Eclipse of the
Heart.
14 fréttir Helgin 8.-10. mars 2013 vikunnar