Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Side 25

Fréttatíminn - 08.03.2013, Side 25
Raungengi krón- unnar hækkar Raungengi íslensku krónunnar hækk- aði í febrúar um 2,3% frá fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan í ágúst sem raungengi krónunnar hækkar á milli mánaða, en lækkunina á milli ágúst til og með janúar mátti að öllu leyti rekja til lækkunar á nafngengi krónunnar á tímabilinu, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem byggt er á tölum frá Seðlabankanum. „Að þessu sinni má rekja hækkunina hvort tveggja til hækkunar á nafn- gengi krónunnar sem og hækkunar verðlags hér á landi á milli janúar og febrúar. Þannig hækkaði nafngengi krónunnar um 0,8% á milli janúar og febrúar, sem er jafnframt í fyrsta sinn síðan í ágúst sl. sem slík þróun er uppi á teningnum. Hækkun verðlags hér á landi í febrúar hefur augljóslega verið langt umfram hækkun verðlags í okkar helstu viðskiptalöndum í mánuðinum, enda var breytingin á raungengi krónunnar verulega umfram breytinguna á nafngengi hennar,“ segir Greiningin. Miðað við vísitölu neysluverðs hækkaði verðlag hér á landi um rúm 1,6% í febrúar frá fyrri mánuði, sem var mun meiri hækkun en Greining Íslandsbanka og aðrir sem birta verðbólguspá opinberlega höfðu reiknað með. „Í raun hefur vísitala neysluverðs ekki hækkað svo mikið í einum mánuði síðan í nóvember árið 2008, sem var þá eftir mikla lækkun á gengi krónunnar.“ -jh Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.430 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir voru 13.352 milljarðar króna. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 8.922 milljarða króna og hækka nettó- skuldir um 14,6 milljarða á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.453 milljörðum króna og skuld- ir 3.495 milljörðum og var hrein staða því neikvæð um 1.042 milljarða króna. Nettóskuldir lækka um 95 milljarða á milli ársfjórðunga, að því er fram kemur í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka Íslands um greiðslu- jöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2012 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 12,6 milljarða á ársfjórðungnum samanborið við 31,7 milljarða hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Af- gangur af vöruskiptum við útlönd var 27,9 milljarðar króna en 6,8 milljarða halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 31 milljarð. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofn- ana í slitameðferð var óhagstæður um 1,5 milljarða samanborið við 51,9 milljarða hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Halli á þáttatekjum er að miklu leyti vegna innláns- stofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 16,3 milljörðum króna og tekjur um 5,2 millj- örðum. Neikvæð áhrif innlánsstofnana í slitameð- ferð á þáttatekjujöfnuð nema 11,1 milljarði. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa þeirra er því óhagstæður um 22,6 milljarða króna. - jh  RíkisfjáRmál staða þjóðaRbúsins að fRátöldum innlánsstofnunum í skilameðfeRð Skuldir umfram eignir rúmlega þúsund milljarðar Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 8.922 milljarða króna en um 1.042 milljarða að frátöldum skuldum vegna innlánsstofn- ana í slitameðferð, föllnu bankanna gömlu. Ljósmynd/Hari Þetta hefur valdið því að evrulöndin standa berskjölduð gagnvart hag- sveiflum í hverju landi fyrir sig. stjóri fjármála hjá Eimskip, ræðir fjármögnun fyrirtækja í höftum en Eimskip er alþjóðlegt fyrirtæki og hefur löngum fjármagnað sig utan Íslands. Benedikt Gíslason, fram- kvæmdastjóri hjá MP banka, ræðir skuldabréfafjármögnun fyrirtækja og Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri fer yfir höft á fjármagnsflutn- inga: ástæður, losun og framtíðar- fyrirkomulag. Skoðanaskipti og spurningar úr sal um horfur til ársins 2015 ræða Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, Friðrik Már Baldurs- son, forseti viðskiptadeildar HR, Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stafa lífeyrissjóðs, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Umræðum stýrir Jón Þór Sturlu- son, dósent við viðskiptadeild HR. Fundarstjóri er Þóranna Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar við Háskólann í Reykjavík. Í framhaldi af erindum og pallborðsumræðum verður myndaður undirbúningshópur að stofnun samtaka fjármálastjóra. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sölusýning á morgun frá kl. 10 til 16. Á morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þvottavélar, þurrkara, uppþvottavélar, kæli- og frystitæki, eldunartæki, ryksugur, þráðlausa síma, smátæki og fallega heimilislampa af ýmsu tagi. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! Sölusýning viðskipti 25 Helgin 8.-10. mars 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.