Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 23
Rakel Garðarsdóttir framleiðir þættina Ferðalok sem tengja vissa atburði úr Íslendingasögunum við fornminjar sem hafa fundist á Íslandi. Hún sér fram á að geta selt þættina til útlanda enda áhug- inn á Íslendingum og fornsögunum mikill víða. Ljósmynd/Hari  Vala Garðarsdóttir Á kafi í íslendinGasöGunum Skarphéðinn í uppáhaldi Vala heillaðist ung af Íslendinga- sögunum og hefur marg lesið þær og á auðvitað, eins og allir, sína eftirlætis persónu. Og sá er enginn aukvisi. „Það er kannski klisja en ég er mjög hrifin af Skarphéðni Njálssyni. Hann er svo margbrotinn og flókinn. Hann svo góður en að sama skapi er hann grimmur. Hann rúmar allar andstæðurnar í einum manni. Gunnar á Hlíðarenda er líka alltaf í miklum hávegum hjá mér. Þeir eru andstæður en ég veit ekki hvort þetta segi meira um mig en eitthvað annað. Síðan eru náttúrlega konur eins og Hildigunnur Stark- aðardóttir sem er einstaklega flott persóna.“ Fjandvinkonurnar og örlagavaldar Njálu, Bergþóra og Hallgerður, eru hins vegar ekkert of hátt skrif- aðar hjá Völu og hún hallast ekki að annarri þeirra frekar en hinni. „Hall- gerður er svo flókin og það er margt sem fer mikið í taugarnar á mér í fari hennar. En það er ekki hægt að neita því að hún sé margbrotin. Kvenna- ráðin eru köld hjá henni.“ Fornleifafræðingurinn Vala Garðarsdóttir hefur marg lesið Íslendingasög- urnar og heldur sérstaklega upp á Skarphéðin Njálsson. Lj ós m yn da ri /H ar i þeirra. „Þetta byrjaði sem minna verkefni en stækkaði á ferlinum. Metnaðurinn verður einhvern veginn svo mikill þegar maður er byrjaður. Þá finnst manni að maður þurfi að gera aðeins betur og aðeins meira. Miðað við svona efni þá lögðum við upp með lítið fé til að byrja með en Tryggingamiðstöðin kom síðan inn með okkur sem fjár- festir og stuðlaði að því að því að við gátum gert þetta svona.“ Rakel segir frábært að fá fyrir- tæki til liðs við kvikmyndagerð á Íslandi og að hún vonist til þess að þessi þróun haldi áfram. „Vonandi á eftir að vera meira um þetta. Það er mjög jákvæð þróun hérna að fólk sé farið að sjá fjárfestingartækifæri í bíómyndum og sjónvarpsefni.“ Þótt þættirnir séu tilbúnir til sýninga er Rakel ekki komin með þá á áfangastað enn. „Nú þarf að fylgja þáttunum eftir og leyfa fólki að sjá þá. Þeir verða náttúrlega sýndir á RÚV en við viljum líka koma þeim í skólana og svo bara út um allan heim. Eins og sagt er í þáttunum þá eru Íslendingasögurnar okkar Shakespeare og mér finnst hafa farið lítið fyrir þeim upp á síðkastið.“ Rakel er með mörg járn í eldinum og ýmis verkefni í gangi fyrir utan Ferðalok. „Ég er að gera bók, Reim- leikar í Reykjavík, með Steinari Braga. Hún kemur út með vorinu og byggir á munnmælasögum um draugagang í Reykjavík. Alveg ótrú- lega spennandi. Ég er líka búin að vera að vinna að heimildarmynd um nunnurnar í Karmelklaustrinu. Ég geri hana með Ágústu Ólafsdóttur, sem framleiddi líka Ferðalok með mér. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli en nú er verið að klippa myndina þannig að hún kem- ur á þessu ári. Síðan er ég í ýmsum stærri verkefnum sem ekki er hægt að segja frá strax.“ toti@frettatiminn.is Þórarinn Þórarinsson ms.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA viðtal 23 Helgin 8.-10. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.