Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 34
Efri vörin skal vera loðin og hananú Marsmánuður er genginn í garð og það þýðir tvennt. Mottumars er byrjaður og Hönnunarmars ekki langt undan. Þótt krafturinn sé ekki eins mikill í mottuátakinu og undanfarin ár eru menn ekki hræddir við að skarta myndarlegu yfirskeggi og margir tengja þetta tvennt saman og hanna eitthvað alveg nýtt úr skegginu. S keggvöxtur manna er misjafn sem og gran-stæðið sjálft. Menn með voldugt stæði undir nefinu hafa jafnan allt til að bera tignarlegt yfirskegg. En efrivararloðnan hefur mátt þola margt misjafnt þessi síðustu ár. Hún hefur verið nokkurskonar samnefnari yfir lúða og alls ekki þótt mönnum til framdráttar. Menn jafnvel sagðir líkjast þýskum klámmyndaleikur- um hafi þeir vogað sér að skarta skeggi. Það var þó ekki alltaf þannig. Allt fram undir og jafn vel rétt yfir 1980 þótti yfirskeggið ljá mönnum þokka og tignarlegt yfirbragð. En með nýrómantískum hetjum á borð við Duran Duran féll það úr náð að hafa hár á efri vörinni. Reyndar eins og flest allur skeggvöxtur yfirleitt á þessum síðustu tveimur áratugum liðinnar aldar. Þannig að Þjóðverjinn stóð einn eftir og ekki hafa þeir þótt heppilegir sem fyrirmyndir svo vitnað sé í fyrrnefnda leik- arastétt. Mottumars gaf þeim, sem vildu vera í öruggu vari fyrir pólítískri rétthugsun samlanda, tæki- færi til að prófa sig áfram með andlitshárið. Enda allt gert í góðu gamni fyrir gott málefni. Þannig hefur yfirskeggið náð að læða sér bak- dyramegin inn í þjóðarsálina og nú þykir ekki lengur tiltökumál að sjá vel snyrt yfirskegg á ungum jafnt sem öldnum – jafn vel utan mars- mánaðar. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Hvað sem má segja um yfirskegg er ljóst að þegar vel tekst til er ekkert karlmannlegra en þykk og þrútin motta. Nokkrar hetjur hafa í gegn um súrt og sætt haldið sér á mottunni án þess að láta samfélagið hafa áhrif á sig og eiga allan heiður skilinn. Númer eitt sal nefna bandittann sjálfan Burt Reynolds. Sá hefur, nánast einn síns liðs, haldið lífi í yfirskegginu í Hollywood. Teikningar/Hari Einn er sá maður á Íslandi sem hefur haldið mott- unni í gegn um súrt og sætt. Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri hefur svo gott sem frá því honum óx grön skartað myndarlegri mottu og nú þegar grái liturinn hefur tekið við af þeim ljósa hefur lúkkið þroskast og batnað um leið. Tom nokkrum Selleck má svo þakka það ásamt Burt að 9. áratugurinn, tími pastellita og fermingardrengja, var ekki alveg skegglaus. Sá þriðji er svo Sam Elliott (þeir sem ekki kannast við hann, vinsamlega gúgla núna. Við bíðum á meðan). Þessir þrír eiga það líka allir sameiginlegt að líta hálf kjánalega út án skeggsins. Nánast eins og fermingar- drengirnir sem þeir reyndu að halda í skefjum þarna um árið. Vondu kallarnir hafa oftar en ekki borið yfirskegg. Hitler, Stalín og Saddam voru allir með íkonísk yfirskegg sem þóttu auka veldmennslusvip þeirra. Dolla tókst reyndar svo vel upp að ekki nokkur sála hefur notað hans mottu síðan. Ekki einu sinni Charlie Chaplin sem þó sportaði sinni á undan. Vikuleg snyrtingin Fátt er verra en illa snyrt yfirskegg. Bæði fyrir eigandann og þá sem horfa á illgresið. Annað er það líka, þegar skegginu er ekki viðhaldið, að matur verður þar eftir. Ekki að ástæðulausu sem yfirskegg nefnast súpusigti. Greiða niður skeggið með þétt tenntri greiðu. Klippa línu en passa að hún verði ekki kjánalega bein. Klippa úr báðum áttum. Uppruni tegundanna Tegundir yfirskeggs eru margar og leiðirnar til að snyrta eru því oft æði ólíkar. En grunnreglan er sú að hafa jafna línu yfir vörunum. Þeir sem vilja vera snyrtilegir bjóða upp á línu fyrir ofan yfirvörina en þeir hörðustu og láta skeggið vaxa niður að þeirri neðri. Passa verður þó að ef látið er vaða í yfirskegg niður á neðrivör þá þarf allt hárið að ná jafn langt niður. Litlu kvikindin Þeir sem hafa prófað að safna skeggi fatta það mjög fljótlega að það getur verið pirrandi á ákveðnu stigi. En þetta kláðastig stendur yfirleitt frekar stutt. Það eru þó oft pirrandi lítil hár næst munnvikunum og að- eins inn á efrivörina. Þessum hárum er gott að eyða með góðum skærum. Passa að lyfta bara aðalhárunum frá þannig að ekki verði slys. Þunnildi Sé vilji fyrir sneggra skeggi þarf helst að fjár- festa í góðum bartskera. Nota greiðuna til þess að mata vélina og passa gullnu regluna. Það er auðvelt að taka meira en erfiðara er að bæta við. Greiða svo aftur í gegn og klippa hárin sem sluppu við reiði vélarinnar með skær- unum góðu. 100% dúnsæng á fermingartilboði Stærð 140x200 Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun á næsta pósthús Létt og hlý dúnsæng sem færir þér einstakan svefn. 790 gr ofnæmisprófaður dúnn 24.990 kr (áður 33.490 kr) Eingöngu 100% náttúruleg efni, bómull & dúnn. 100% dúnn Dúnmjúkur draumur FermingartilboðÖll fermingartilboðin www.lindesign.is 34 mottumars Helgin 8.-10. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.