Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 40
40 heilsa Helgin 8.-10. mars 2013  heilræði heilbrigður lífstíll 1 Borðaðu að minnsta kosti 5 skammta af ávöxtum eða grænmeti yfir daginn. Hálfur bolli af elduðu grænmeti, einn af salati eða einn lítill ávöxtur teljast sem einn skammtur. 2 Forðastu að drekka kaffi allan daginn. Hafðu 6-8 glös af vökva fyrir viðmiðið yfir daginn. Vatnið er alltaf best og það má bæta við það sítrónu. Einnig er gott að hafa við höndina sykur- lausa safa, léttmjók eða jurtate. 3 Reyndu á þig reglulega, líka yfir daginn. Hin fullkomna blanda af líkamsrækt inniheldur þolæfingar, lyftingar, jóga og alls- herjar styrktaræfingar, eins og við sund. Þú þarft þó ekki að örvænta yfir því að komast ekki í ræktina. Taktu stigann fram yfir lyftuna, teygðu fyrir framan tölvuna. 4 Skerðu niður óholla fitu úr mataræðinu. Slepptu feitinni við eldamennsku og notaðu frekar ólívuolíu eða kókosolíu. Slepptu því að kaupa tilbúnar kjötvörur og skyndibita. Það er mjög fituríkur matur án þess þó að vera orku- og næringaríkur. 5 Tyggðu matinn þinn betur. Mörg meltingavandamál, líkt og þembu, vindgang og óþægindi í maga má koma í veg fyrir með því að tyggja matinn vandlega. Ímyndaðu þér bara að allur illa tugginn matur er óþarfa aukavinna fyrir maga og líffæri sem sjá um niður- brot fæðu. 6Takmarkaðu sykurneysluna. Sykur hækkar hlutfall kólesteróls og insúlíns og getur ofneysla því leitt til sykursýki og hjarta- og æða- sjúkdóma. Sykurneysla getur einnig haft áhrif á ónæmiskerfið. Skoðaðu innihaldslýsingar á matvælum og vertu vakandi fyrir leyndum sykri í formi kornsýróps, súkrósa, laktósa og glúkósa. 7 Komdu í veg fyrir beinþyninngu á efri árum. Borðaðu reglulega kalkríka fæðu líkt og léttar mjólkurvörur, appelsínusafa, grænt kál, lax og sardínur í dós. Forðastu að innbyrða fæðu sem dregur úr kalki líkt og gosdrykki og megrunarkúra með háu prótíninnihaldi. 8 Slappaðu af. Krón-ískt stress getur leitt til meltingarvandamála, lélegs ónæmiskerfis, hás blóðþrýstings og ýmissa annarra kvilla. Lærðu rétta öndun, slökun og hugleiðslu og notaðu við hvert tækifæri í dagsins amstri. 9 Sofðu betur. Djúp-svefn er nauðsyn- legur líkamanum svo að líffæri og heili geti gefið þér fullnægjandi afköst út daginn. Forð- astu of mikið af koffíni og alkóhóli og einnig að borða sykur fyrir svefninn. Það hefur áhrif á blóðsykurinn og truflar svefninn. 10 Þróaðu og hlúðu að tengslanet- inu. Það að viðhalda góðu sambandi við þau sem skipta okkur máli í lífinu, fjölskyldu og vini. Þetta eru samböndin sem næra hjarta, líkama og sálarlíf. 10 góð ráð til bættrar heilsu Í kuldakastinu getur verið erfitt að halda við heilbrigðum lífsstíl. Það er freistandi að sleppa því að fara á æfingu og fá sér heitt kakó eða annað þvíumlíkt. Það er líka allt í lagi svo lengi sem þú byrjar aftur á ný eftir að veðrinu slotar. Hér eru ráð til þess að hjálpa þér við að ná þér aftur á strik eftir frostdoðann. 1 2 3 4 56 7 8 9 10 Nýjar heilsuvörur! Haf-Ró er slakandi steinefnablanda með náttúrulegu magnesíum extrakti sem unnið er úr sjó. Inniheldur einnig Hafkalk ásamt B6 og C vítamínum sem styðja við virkni efnanna. Magnesíum og kalk í Haf-Ró er í hlutfallinu 2:1 og ætlað þeim sem fá ekki nægilegt magnesíum úr fæðunni. Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt fyrir jafnvægi vöðva- og tauga- kerfisins. Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og streitu og því getur Haf-Ró gefið slakandi áhrif samhliða aukinni orku. Hafkrill er hrein hágæða krillolía unnin úr ljósátu sem veidd er á vist- vænan og sjálfbæran hátt í Suður-Íshafinu. Vinnslan fer fram á sjó til að tryggja hámarks ferskleika. Hafkrill inniheldur vatnsuppleysanleg Omega 3 fosfólípíð sem eru líkamanum auðveldari í upptöku en hefðbundið Omega 3 þríglýseríð úr fiskiolíu. Hafkrill inniheldur andoxunarefnið Astaxanthin sem dregur úr sindur- efnum,viðheldur gæðum olíunnar og gerir viðbætt rotvarnarefni óþörf. Fæst í lyfja- og heilsubúðum um allt land! Skannaðu kóðann og kynntu þér framleiðsluvörur Hafkalks Glæsileg gjöf fyrir þig ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 6.900 eða meira í LYFJABORG dagana 7. – 13. mars. Hitakóf - Svitakóf Hita- og svitakóf er oft fylgikvilli breytingarskeiðs kvenna Chello hefur bætt líðan fjölda kvenna á þessu annars frábæra tímaskeiði. Chello er náttúrulegt efni og fæst í þremur tegundum: Chello fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Náttúruleg lausn á breytingarskeiðinu www.gengurvel.is facebook: Chello fyrir breytingarskeiðið P R E N T U N .IS Grænn án Soja Rauður fyrir konur yfir fimmtugt Blár fyrir konur undir fimmtugt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.