Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 43
 Hönnun Erla SólvEig óSkarSdóttir heimili & hönnun 43Helgin 8.-10. mars 2013 Einfaldleiki og þægindi að leiðarljósi Erla Sólveig Óskarsdóttir iðnhönnuður hefur einfald- leika og þægindi að leiðar- ljósi í húsgagnahönnun sinni enda er hún uppalin í skóla danskrar hönnunar þar sem áherslan er á notagildi. Hún sýnir húsgögn sín á þremur stöðum á Hönnunarmars. E rla Sólveig Óskarsdóttir iðnhönnuður verður með sýningu á þremur stöðum á Hönnunarmars sem fram fer dagana 15.-17. mars næstkomandi. Hún verður ein með sýningu á vinnustofu Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns að Grandagarði 27 þar sem hún verður með sýnis- horn af eigin húsgagnahönnun. Meðal annars sýnir hún sófann Dyngju í tveimur stærðum en sófinn er framleiddur af hús- gagnafyrirtækinu Onecollection í Danmörku. Auk Dyngju frumsýnir Erla Sólveig í Grandagarði sérstök sófaborð úr stáli, útiborð úr áli og sófaborð sem hugsuð eru við sóf- ann Dyngju og eru úr eik og jafn- vel fleiri húsgögn úr smiðju sinni. Hún verður einnig með sýn- ingu í Þjóðmenningarhúsinu þar sem hönnuðum úr mismunandi geirum er stefnt saman. Erla sýnir verk sem hún vann með Sunnevu Vigfúsdóttur fatahönnuði og er það í fyrsta sinn sem þær vinna saman að verkefni, að sögn Erlu. „Sunneva prjónar meðal annars úr mokka utan um stól úr stáli sem ég hef hannað og framleiddir eru hjá húsgagnafyrirtækinu Á. Guð- mundssyni,“ segir Erla Sólveig. Þá tekur hún einnig þátt í sýningu íslenskra húsgagnaframleiðenda í Hörpu sem fram fer á Hönnunar- mars. Erla Sólveig er alin upp í skóla danskrar húsgagnahönnunar þar sem hún lærði iðnhönnun. „Þar er mikil áhersla lögð á notagildi og hönnun húsgagna sem henta til fjöldaframleiðslu,“ segir Erla Sólveig. Hún hefur að leiðarljósi við hönnun sína einfaldleika og þægindi og að hægt sé að fram- leiða húsgögn hennar á hagkvæm- an hátt. Hún segir bagalegt hversu ís- lensk húsgagnaframleiðsla er takmarkandi fyrir íslenska hönn- uði sem þurfi fyrir vikið að láta framleiða húsgögn sín að mestu erlendis. „Fá íslensk fyrirtæki hafa bolmagn í þá þróun sem felst í framleiðslu nýrra húsgagna enda tekur það mikinn tíma og kostar peninga. Flest öll fyrirtæki byrja sölu á heimamarkaði áður en hugað er til útflutnings og íslenski markaðurinn er einfaldlega svo lít- ill,“ segir Erla Sólveig. Hún segir Hönnunarmars skemmtilegan viðburð sem hjálpi til við að vekja athygli á greininni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is *P ró fu n á há rn æ rin gu 1 2- 20 11 (Þ ýs ka la nd ). n= 12 7 ko nu r, st að fe st in ga rh lu tfa ll: N íu a f h ve rju m tí u. Úfnir apakettir eða litlar prinsessur - litlar stelpur elska að leika sér með hárið og breyta um greiðslur. Sally Brooks er með góðar hugmyndir fyrir þig þegar kemur að skemmtilegum greiðslum fyrir krakka. Fáðu nýjar hugmyndir að hár - greiðslum fyrir apaketti og litlar prinsessur með því að skanna QR-kóðann. „Raki í hári er ómissandi fyrir börn og full - orðna. Það sem á við um líkamann frá toppi til táar á einnig við um hárið frá rót til hár- enda. Snerting hársins verður silki mjúk og óvið jafnan leg þegar jafnvægi er á raka þess. NIVEA hleypir nú af stokkunum NIVEA Hydro Care en með því fær hár þitt og þinna nánustu allan þann raka sem nauðsynlegur er á hverjum degi. Hámarks raki fyrir hárið þitt og nógu milt fyrir börnin þín. Hvílíkur hentugleiki!“ Silkimjúkt hár fyrir alla! Í NIVEA Hydro Care sjampóinu er einstök blanda af aloe vera, fljótandi keratíni og vatnaliljusafa. Aloe vera er auðugt af náttúrulegum bindiefnum með háu vatnsinnihaldi. Hér færðu óviðjafnanlega og öfluga rakaaukningu! Eftir hárþvott kemur síðasta stig raka- umönnunar með NIVEA Hydro Care hárnæringunni. Hún annast hár þitt með aloe vera, fljótandi keratíni og vatnaliljusafa. Hárið verður vel rakafyllt – án þess þó að þyngja það. Þú upp lifir fallegt, silkimjúkt hárið og nýtur ferska ilmsins. SILKIMJÚKT HÁR ER FJÖLSKYLDUMÁL SALLY BROOKS, ALÞJÓÐLEGUR HÁRSNYRTIR NIVEA Færustu húðlæknar höfðu umsjón með þróun NIVEA Hydro Care. Það er svo milt að þú getur óhikað deilt því með börnunum þínum. Þessi einstaka gæðablanda úr aloe vera, fljótandi keratíni og vatnaliljusafa nærir og viðheldur raka í þurru og þyrstu hári. Með nýju Hydro Care hárnæringunni er sérstaklega auðvelt að ná fram silkiáferð hársins og það er auðveldara að greiða það. Hárið verður svo mjúkt og slétt að greiðan mun aldrei aftur framkalla tár. Níu af hverjum tíu konum sem voru spurðar, sögðust óhikað mæla með vörunni við vini sína.* MILD OG VÖNDUÐ RAKAUMÖNNUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SKEMMTILEG HÁRGREIÐSLA FYRIR KÁTA KRAKKA HORFÐU Á MYNDBANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.