Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 58
Sunneva Sverrisdóttir fékk hugmyndina að kynfræðsluþáttunum þegar hún vann eitt sumar við að fræða ungt fólk um allt milli himins og jarðar, þar á meðal kynlíf. Umræðurnar um kynlíf urðu alltaf heitastar og margar spurningar komu fram, sumar byggðar á misskilningi, þannig að Sunneva vildi gera eitthvað í málinu. Ljósmynd/Hari  Sunneva SverriSdóttir Fjallar opinSkátt um kynlíF Fólk veit meira um munnmök en BDSM Kynfræðsluþátturinn Tveir + sex hóf göngu sína á sjónvarpsstöðinni Popp tíví á fimmtudags- kvöld. Þættirnir eru átta talsins en í þeim kynna vinirnir Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson sér ýmsar víddir og fleti á kynlífi og miðla því sem þau komast að til ungs fólks. Þau njóta leiðsagnar kynfræðingsins Sigríðar Daggar Arnardóttur sem býr yfir mun meiri þekkingu á viðfangsefninu en krakkarnir sem bæði eru 21 árs. F yrsti þáttur Tveir + sex fór í loftið á Popp tíví en þáttunum er ætlað að fræða ungt fólk um kynlíf í mjög víðu samhengi þar sem ekkert verður dregið undan. „Við fjöllum mjög opinskátt um efnið meðal annars með því að prufa okkur áfram,“ segir Sunneva Sverrisdóttir sem sér um þáttinn ásamt vini sínum Veigari Ölni Gunnarssyni. Meðal þess sem þau taka fyrir eru daður, munnmök, kynlífsstellingar og BDSM. Sunneva segir þættina fyrst og fremst vera umræðu- og fræðsluþætti en að tvíeykið muni þó reyna ýmislegt á eigin skinni. Hún telur víst að þátturinn muni vekja umtal en þau fari þó aldrei yfir vel- sæmismörk. „Við erum með verklega liði í hverjum þætti og gerum ýmislegt. Allt frá því að fara í brasilískt vax og á stefnumót með manneskju af sama kyni,“ segir Sunn- eva sem bíður spennt eftir því að sjá hvernig viðtökurnar verða. Hún segir þau óneitanlega koma sér í vandræðalegar aðstæður en þá sé gott að fara í gegnum þetta með góðum vini. „Við Veigar erum mjög góðir vinir úr MH. Hann er svo opinn, skemmtilegur og einlægur þannig að mér datt í hug að hann yrði fullkominn með mér í þetta,“ segir Sunneva sem er nú að læra viðskipta- fræði í HR. „Það var frábært að vinna með honum og við náum mjög vel saman. Það var þægilegt að hafa verið vin- ir áður vegna þess að sumar aðstæðurnar sem við komum okkur í eru ekkert sérlega þægileg- ar ef maður er í þeim með hverjum sem er.“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnar- dóttir leiðbeinir Sunnevu og Veigari í þætt- inum og svarar bæði spurningum þeirra og spurningum frá því unga fólki sem kemur í þáttinn og tekur þátt í umræðum. „Það var ómetanlegt að hafa Siggu Dögg með okkur. Í fyrstu fannst okkur hún svo rosalega opinská og hún kom okkur mjög á óvart en núna er maður orðinn svo hispurs- laus eitthvað. Við vissum í raun ekkert meira um þetta en aðrir á okkar aldri þegar við byrjuðum á þessu,“ segir Sunneva sem hefur orðið margs vísari. Sunneva segist ekki hafa orðið vör við að eitthvað sérstakt brenni á ungu fólki þegar kynlíf er annars vegar. „Þetta er bara for- vitni út í gegn og við skiptumst á skoðunum og reynslusögum í þáttunum en það er þó til dæmis augljóst að ungt fólk veit meira um munnmök en BDSM. Annars lærðum við helst það að ramminn utan um kynlíf er endalaust stór svo lengi sem traust og virðing ríkir á milli fólks.“ Sunneva segist varla komast hjá því að roðna yfir ein- hverju í þáttunum en óttist ekki að hún þurfi að læðast með veggjum eftir þetta. „Málið er bara að hafa gaman að þessu og njóta þess að hafa fengið að gera þetta og vinna að þessu.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Við vissum í raun ekk- ert meira um þetta en aðrir á okkar aldri þegar við byrjuðum á þessu. Ólöf Hugrún gerir ekki upp á milli hunda og katta en fer létt með að setja sig inn í hugarheim hunda. Mynd/Rakel Ósk Skemmtistaðurinn Dolly í Hafnar- stræti vill vekja sérstaka athygli á kvenplötusnúðum, eða plötusnæld- um. Af því tilefni hafa þau efnt til stelpumars á staðnum. Aðeins kon- ur munu því koma til með að þeyta skífum í marsmánuði. Plötusnúðabransinn hefur að sögn aðstandenda verið fremur karllægur hingað til og vilja þau leggja sitt af mörkum til þess að breyta því og gera konur sýnilegri faginu. „Það fer oft meira fyrir strák- unum í plötusnúða-faginu og því viljum við á Dolly vekja athygli á öllum stelpunum sem eru alveg jafnvígar strákunum í þessum bransa. Þessvegna ætlum við að hygla kvenplötusnúðum sérstak- lega í mars. Þetta verður heldur ekki amalegur flokkur færra og fagurra meyja,“ segir eigandi Dolly, Dóra Takefusa og lofar miklu fjöri. „Við eigum svo frábæra stelpu „dj–a“ en það vill bara svo oft vera að strákarnir séu meira áberandi, hverjar svo sem ástæður þess eru.“ Plötusnældur marsmánuðar eru að sögn Dóru allt stelpur sem spila reglulega á staðnum og þarf því enginn að örvænta um að þær verði ekki jafn áberandi við mars- lok. „Það fer bara minna fyrir þeim en strákunum og þetta er okkar framlag til að breyta því,“ útskýrir Dóra. Hún bendir öllum þeim sem langar að prófa að spreyta sig sem plötusnúðar að koma á staðinn og tala við rekstrarstjóra en þau séu alltaf opin fyrir nýju fólki, konum sem körlum. Í kvöld spila þær Sunna Margrét og Þura Stína eða Lay–Dj og Sura eins og þær kalla sig.  ólöF Hugrún FæSt við Hundalógík Er ekki geltandi á fjórum fótum á sviðinu Þetta er svolítið manneskju- leg leið að þessum litlu hunda- sögum. Eintalasafnið Hundalógík eftir Ástralann Christopher Johnson verður frumsýnt í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudags- kvöld. Fjórir leikarar, Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, Jón Stefán Sigurðsson, Ingi Hrafn Hilmarsson og Jón Svavar Jós- efsson, ætla þar að leiða áhorfendur inn í sannleikann um hvað gengur á í kollinum á þessum besta vini mannsins. „Þetta er ótrúlega skemmtileg og krúttleg sýning þar sem við köfum aðeins undir yfirborðið og pælum aðallega í því hvað hundar gætu mögulega verið að hugsa,“ segir Ólöf Hugrún. „Jón Stefán, einn af leikurunum, gróf þetta verk upp einhvers staðar og fannst það svo sniðugt að hann þýddi það og hef- ur dreymt um að koma því á svið þannig að við erum búin að vera ógeðslega mikið að pæla í hundum síðan frá því fyrir jól.“ Ólöf Hugrún segir þau öll mikla hunda- vini og að þau setji hjartað í sýninguna. „Jájá. Einn af Jónunum í sýningunni, Jón Svavar, er sveitamaður mikill og hefur verið mikið með dýrum. Ég átti svo sjálf alveg snarofvirkan blending af border collie og íslenskum. Það var hún Týra sem var frekar vitlaus en ofsalega góð tík. Ég geri reyndar ekki upp á milli hunda og katta. Ég er bara einum ketti frá því að vera klikkuð kattakona en ég er með tvo og um leið og ég er komin með þrjá þá er ég komin yfir strikið.“ Tryggð fram á grafarbakkann, lóðarí, grimmd, botnlaus svengd, hetjuskapur og næmt þefskyn eru á meðal þess sem tekið er fyrir í sýningunni. „Við erum samt manneskjur að leika hunda og erum ekki á fjórum fótum, geltandi í hundabún- ingum. Þetta er svolítið manneskjuleg leið að þessum litlu hundasögum.“ Hundalógík er frumsýnt á sunnudag- inn en síðan eru fyrirhugaðar sýningar 17. og 19. mars. Allar sýningarnar hefjast klukkan 19.30. -þþ  Skemmtun Stelpur þeyta SkíFum Plötusnældur í for- grunni á Dolly í mars Lay-Dj og Sura á Dolly. 58 dægurmál Helgin 8.-10. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.