Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 64
4 snyrtivörur & tíska Helgin 8.-10. mars 2013 Fallegar mæðgur á fermingardaginn Dóttir Frísk og ljómandi húð krefst oft smá undir- búnings. Biotherm Aquasoruce hreinsi- og kremlína hentar mjög vel fyrir unga húð þar sem hún er full af raka, hægt að fá hana án olíu og er frábær undir farða. Val á farða getur verið erfitt. Varast skal að velja of þekjandi farða. Fallegast er að velja farða sem er léttur og gefur góðan ljóma. Við völdum á Ragnheiði: Le Teint Touche Eclat frá Yves Saint Laurent vegna þess að hann hefur alla þessa kosti og endist vel á húðinni. Nauðsynlegt er að hafa smá sumar í kinnunum. Kremkinnaliturinn frá YSL hentar fullkomlega þar sem hann gefur léttan og eðlilegan ferskleika í kinnarnar án þess að vera áberandi á húðinni. Björt og falleg augu. Við notuðum á Ragn- heiði ferskan og endingargóðan augnskugga frá Lancome. Nr. P 102 sem var borinn á allt augnlokið. Til að móta augun og draga fram bláa litinn í augunum notuðum við brúnan augnblýant nr. 2 meðfram augnháralínunni frá YSL. Doll eyes maskarinn frá Lancome varð fyrir valinu því að hann aðskilur full- komlega og lyftir augnhárunum. Litur sumarsins er Peach svo við völdum hreinan og tæran gloss á varirnar, Gloss Pur nr. 8 frá YSL. Móðir Kristjana hugsar vel um húðina og notar því upp- byggjandi vörur sem henta hennar húðgerð. Á morgnana notar hún Genifique æskudropana undir Genifique dagkremið frá Lancome. Genifique línan gefur sjáanlega yngri húð á aðeins 7 dögum. Yfir nóttina notar hún Visionnare viðgerðardropana frá Lancome. Yfir þá velur hún Prodigy næturkremið frá Helena Rubinstein. Það lagfærir yfir nóttina og húðin verður úthvíld. Góður árangur byggist á hreinni húð. Top Secrets gommage hreinsimaskann er frábært að nota 2-3 í viku til að hreinsa burtu dauðar húðfrumur. Á Kristjönu völdum við Teint Visionnaire farðann sem er olíulaus og hentar öllum húðgerðum. Honum fylgir hyljari/leiðréttari sem þú getur blandað við farðann og þannig algjörlega stjórnað þekjunni. Til að móta andlitið er alltaf fallegt að nota sólarpúður frá enni niður á kinnbein í S-lag. Mildir og gylltir tónar eru alltaf klassískir. Flestum konum hentar að nota bjartan lit yfir augnlokið og dekkri lit í skyggingu í glóbuslínuna. Við notuðum augnskuggapallettu nr. 8 frá YSL. Til að poppa upp augnlitinn og ramma inn augun varð fyrir valinu fjólublár eyeliner í kremformi nr. 5 frá YSL sem myndi einnig henta brúnum augum mjög vel. Allar erum við að leita eftir hinum full- komna maskara sem gerir allt og endist vel. Nýi Surrealist maskarinn frá Helena Rubinstein svíkur engin loforð. Punkturinn yfir i-ið er svo endingar- góður varalitur fyrir langan dag. Við völdum Rouge in Love nr.322 frá Lancôme. Ilmur er mjög persónubundinn og vill oft gleymast. En ekkert er skemmtilegra en að vera með nýjan ilm á fermingar- daginn. Ragnheiður valdi sér Ralph Lauren bleikan Big Pony Ilm en Kristjana kolféll fyrir nýjum Manifesto ilm frá Yves Saint Laurent. SHISEIDO Perfect Hydrating BB Cream BB kremið snýst um fullkomnun húðar- innar. BB kremið hylur bletti og jafnar út húðina í eina jafna áferð. Húðin verður geislandi með bjartan ljóma. Húðin verður fyllt raka og þægindum. BB kremið hefur hafið sannkallaða byltingu hvernig við horfum til snyrtivara. Ný kynslóð snyrti- vara sem uppfyllir þarfir allra tegunda húða. Perfect Hydrating BB kremið fæst í tveimur litatónum. SHISEIDO Perfect Rouge TOKYO COLOUR Ástríða Shiseido fyrir að sam- eina list, fegurð og vísindi er fullkomlega myndskreytt með Perfect Rouge. Frábær, glæsi- legur og íburðarmikill. H EI D IK LU M FR AG R AN C ES .C O M - F AC EB O O K. C O M /H EI D IK LU M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.