Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 56
 Í takt við tÍmann Sara Sigurðardóttir Sjaldan jafn þakklát og þegar einhver býður mér í mat Sara Sigurðardóttir er 24 ára stjórnmálafræðinemi sem flutti upp á land frá Vestmannaeyjum fyrir rúmum þremur árum. Hún er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, er á Facebook næstum allan daginn og er aðdáandi sjónvarpsþáttanna Girls. Staðalbúnaður Ég held að segja megi að fatastíllinn minn sé afslappaður. Ég klæði mig yfirleitt eftir því hvað er þægilegt og í hvaða skapi ég er hverju sinni. Ég er oft í sokkabuxum eða buxum og víðum og síðum peysum við. Ég er mjög lítið í þröngu, forðast það alveg. Þar sem ég er bláfátækur námsmaður kaupi ég ekki mikið af fötum en ég kann vel að meta búðirnar sem hafa verið að spretta upp undanfarið, Suzy Q og Lakka- lakk. Þar er hægt að fá fín föt á hagstæðu verði. Annars reyni ég alltaf að versla mikið þegar ég fer til útlanda. Ég geng mikið með allskonar hálsmen, þau brjóta upp „átfittið“ hverju sinni. Ég er hins vegar ekkert sérstaklega mikil skóáhugamann- eskja... en maður er jú kvenmaður og það er alltaf gaman að kaupa sér fallega skó. Hugbúnaður Ég hef ekki stundað skemmtanalífið mikið síðasta árið enda er búið að vera mikið að gera í námi og vinnu. Mér finnst samt rosalega gaman að kíkja út í einn bjór og hitta vini mína og þá er best að fara í nýja Stúd- entakjallarann. Hann uppfyllir allar mínar kröfur. Ef ég fer í bæinn fer ég á Næsta bar til að tala við fólk og á Kaffibarinn og Ellefuna ef ég vil dansa. Ég er dyggur styrktaraðili World Class en ég fer þó stundum í ræktina úti á Nesi. Mér líður rosa vel þar. Ég fer af og til í bíó en það er full dýrt ef maður hittir ekki á tilboð. Ég er meira fyrir að horfa á sjónvarpsþætti og er reyndar alger þáttafíkill. Bestu þættirnir núna eru House of Cards, Newsroom og Game of Thrones. Svo er nýjasta uppáhaldið Girls, frábærir þættir. Mér finnst líka gaman að horfa á íþróttir, sérstaklega þegar landsliðin okkar eru að spila. Og svo slær ÍBV-hjartað þegar liðið er að spila. Vélbúnaður Eftir að ég byrjaði í þessu starfi varð ég algert tækjafrík. Ég keypti mér Samsung Galaxy síma og iPad, á Moggatilboði. Ég er því alltaf á netinu í símanum og elska að geta skoðað tölvupóstinn og Facebook þegar ég vil. Því miður er Dell-tölvan mín að hrynja í sundur en ég reyni að láta hana hanga saman meðan ég klára BA-verk- efnið. Það var rosa skrítið þegar ég fattaði að tækin í lífi mínu voru orðin mikilvægari en margt annað. Ég er til dæmis „onlæn“ á Facebook næstum allan daginn og öll kvöld enda fer ótrúlega mikið af mínu starfi fram þar. Við erum með grúppur og hópa fyrir allt hjá Stúdentaráði. Facebook er eiginlega nýi tölvupósturinn. Ef maður ætlar að ná einhverju í gegn þá gerir mað- ur það í gegnum samfélagsmiðla og við höfum nýtt okkur það til hins ítrasta. Aukabúnaður Ég elska heimamat en elda ekki sjálf. Ég veit að mamma er ekki hrifin af því en undanfarið hef ég mikið verið að grípa mat þegar ég er á hraðferð. Maður lifir bara á einhverjum ljóshraða og verður að vinna og borða eftir því. Því verð ég sjaldan jafn þakklát og þegar einhver býður mér í mat. Ég reyni að borða alltaf heitan mat í Hámu í hádeginu en borða þá frekar létt á kvöldin. Svo fer maður stöku sinnum eitt- hvað út að borða og gerir vel við sig. Ég hef rosa gaman af því að fá að lifa og hrærast í félagsstörfunum og pólitíkinni í gegnum Stúdentaráð. Ef ég á að nefna einhver önn- ur áhugamál væru það líklega að ferðast og hlusta á tónlist. Uppáhaldsstaðurinn minn er Vestmannaeyjar, mér líður hvergi jafn vel og þegar ég fer heim til að hlaða batt- eríin. Ég reyni að labba alltaf í og úr vinnu og skóla en það er erfitt að vera alveg bíl- laus í borginni. Því er gott að eiga Græna djásnið, Toyotu 97 módel, þegar maður fer út í búð eða í heimsókn til tengdó. Þessi bíll er reyndar landsfrægur því honum var stolið í fyrra og þá loguðu allir fjölmiðlar. Því miður eyðilögðu þrjótarnir mikið og það hefur kostað mig mikið að laga hann. En mér þykir vænt um hann og gæti ekki án hans verið. Sara útskrifast úr stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands í sumar og stefnir að því að flytja til útlanda í haust. Ljósmynd/Hari Mynd Þóris Guðmundssonar af sýningu á neðri hæð Gerðarsafns. Myndin er frá 1997 og sýnir börn á Belovodoskaja hælinu í Kirgistan verma sig í geislum sólar í óupp- hitaðri byggingunni á köldum vetrardegi. Bestu myndir ársins verðlaunaðar Sýningin Myndir ársins 2012 verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi á morgun, laugardag. Á sýningunni í ár eru 133 myndir og eru flokkarnir þeir sömu og undanfarin ár: Fréttir, íþróttir, portrett, tímarit, umhverfi, daglegt líf og myndaraðir. Veitt verða ljósmyndaverð- laun í sjö flokkum og tvö bestu myndskeið ársins 2012 verða einnig verðlaunuð. Sam- hliða verða afhent Blaðamannaverðlaun í fjórum flokkum. Við sama tækifæri verður opnuð á neðri hæð safnsins gestasýning Blaðaljósmyndara- félagsins. Að þessu sinni er það Þórir Guðmundsson sem sýnir myndir sem hann hefur tekið í ferðum sínum fyrir Rauða kross Íslands. Sýningin ber hetið „Á vettvangi vonar“. Opnunin er klukkan 15 á laugardag. Sýn- ingin stendur til og með 28. apríl næstkom- andi og er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Þetta er í nítjánda skipti sem sýningin er haldin í Gerðarsafni og hefur sýningin jafnan verið ein sú fjölsóttasta á safninu. Laugavegi 25 - S: 553-3003 H ö n n u n a r h ú s skemmtilegar fermingagjafir www.hrim.is Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra · Töskur · Hanskar · Seðlaveski · Ferðatöskur · Tölvutöskur · Belti · Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta ® Léttar ferðatöskur Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is Kortaveski úr leðri frá kr. 3900. Nafngylling kr. 1100. Tru virtu ál kortahulstur. Kr. 7200 Kemur í veg fyrir skönnun á kortaupplýsingum. 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 56 dægurmál Helgin 8.-10. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.