Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 25

Fréttatíminn - 08.03.2013, Qupperneq 25
Raungengi krón- unnar hækkar Raungengi íslensku krónunnar hækk- aði í febrúar um 2,3% frá fyrri mánuð. Þetta er í fyrsta sinn síðan í ágúst sem raungengi krónunnar hækkar á milli mánaða, en lækkunina á milli ágúst til og með janúar mátti að öllu leyti rekja til lækkunar á nafngengi krónunnar á tímabilinu, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka þar sem byggt er á tölum frá Seðlabankanum. „Að þessu sinni má rekja hækkunina hvort tveggja til hækkunar á nafn- gengi krónunnar sem og hækkunar verðlags hér á landi á milli janúar og febrúar. Þannig hækkaði nafngengi krónunnar um 0,8% á milli janúar og febrúar, sem er jafnframt í fyrsta sinn síðan í ágúst sl. sem slík þróun er uppi á teningnum. Hækkun verðlags hér á landi í febrúar hefur augljóslega verið langt umfram hækkun verðlags í okkar helstu viðskiptalöndum í mánuðinum, enda var breytingin á raungengi krónunnar verulega umfram breytinguna á nafngengi hennar,“ segir Greiningin. Miðað við vísitölu neysluverðs hækkaði verðlag hér á landi um rúm 1,6% í febrúar frá fyrri mánuði, sem var mun meiri hækkun en Greining Íslandsbanka og aðrir sem birta verðbólguspá opinberlega höfðu reiknað með. „Í raun hefur vísitala neysluverðs ekki hækkað svo mikið í einum mánuði síðan í nóvember árið 2008, sem var þá eftir mikla lækkun á gengi krónunnar.“ -jh Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 4.430 milljörðum króna í lok ársfjórðungsins en skuldir voru 13.352 milljarðar króna. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 8.922 milljarða króna og hækka nettó- skuldir um 14,6 milljarða á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.453 milljörðum króna og skuld- ir 3.495 milljörðum og var hrein staða því neikvæð um 1.042 milljarða króna. Nettóskuldir lækka um 95 milljarða á milli ársfjórðunga, að því er fram kemur í bráðabirgðayfirliti Seðlabanka Íslands um greiðslu- jöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2012 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 12,6 milljarða á ársfjórðungnum samanborið við 31,7 milljarða hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Af- gangur af vöruskiptum við útlönd var 27,9 milljarðar króna en 6,8 milljarða halli var á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 31 milljarð. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofn- ana í slitameðferð var óhagstæður um 1,5 milljarða samanborið við 51,9 milljarða hagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Halli á þáttatekjum er að miklu leyti vegna innláns- stofnana í slitameðferð. Reiknuð gjöld vegna þeirra námu 16,3 milljörðum króna og tekjur um 5,2 millj- örðum. Neikvæð áhrif innlánsstofnana í slitameð- ferð á þáttatekjujöfnuð nema 11,1 milljarði. Jöfnuður þáttatekna án áhrifa þeirra er því óhagstæður um 22,6 milljarða króna. - jh  RíkisfjáRmál staða þjóðaRbúsins að fRátöldum innlánsstofnunum í skilameðfeRð Skuldir umfram eignir rúmlega þúsund milljarðar Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 8.922 milljarða króna en um 1.042 milljarða að frátöldum skuldum vegna innlánsstofn- ana í slitameðferð, föllnu bankanna gömlu. Ljósmynd/Hari Þetta hefur valdið því að evrulöndin standa berskjölduð gagnvart hag- sveiflum í hverju landi fyrir sig. stjóri fjármála hjá Eimskip, ræðir fjármögnun fyrirtækja í höftum en Eimskip er alþjóðlegt fyrirtæki og hefur löngum fjármagnað sig utan Íslands. Benedikt Gíslason, fram- kvæmdastjóri hjá MP banka, ræðir skuldabréfafjármögnun fyrirtækja og Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri fer yfir höft á fjármagnsflutn- inga: ástæður, losun og framtíðar- fyrirkomulag. Skoðanaskipti og spurningar úr sal um horfur til ársins 2015 ræða Ásdís Kristjánsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, Friðrik Már Baldurs- son, forseti viðskiptadeildar HR, Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stafa lífeyrissjóðs, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Umræðum stýrir Jón Þór Sturlu- son, dósent við viðskiptadeild HR. Fundarstjóri er Þóranna Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar við Háskólann í Reykjavík. Í framhaldi af erindum og pallborðsumræðum verður myndaður undirbúningshópur að stofnun samtaka fjármálastjóra. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sölusýning á morgun frá kl. 10 til 16. Á morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þvottavélar, þurrkara, uppþvottavélar, kæli- og frystitæki, eldunartæki, ryksugur, þráðlausa síma, smátæki og fallega heimilislampa af ýmsu tagi. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni! Sölusýning viðskipti 25 Helgin 8.-10. mars 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.