Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hlýtt og væta einkum framan af sunnan- lands og vestan. Þurrt na- og a-lands. Höfuðborgarsvæðið: Smávæta með köflum og mjög milt. sa-átt, allHvasst v-til, en Hægari og lítið eitt kólnandi a-til. Höfuðborgarsvæðið: Þungbúið og rigning annað Slagið. áfram s-lægur vindur og frostlaust um mest allt land. Höfuðborgarsvæðið: meira og minna væta. ekkert lát á vetrarhlý- indunum Þorrinn ætlar að kveðja með sömu mildu tíðinni og verið hefur þessa vikuna. Spáð er þrálátri S- og SA-átt fram yfir helgi. reyndar kólnar aðeins norðaustan- og austanlands á laugardag og aðfararnótt sunnudags um leið og lægir þar í bjart- viðrinu. Síðan hrekkur allt í fyrra far. væta verður með köflum S- og V-lands fram á laugardag, en meiri og ákafari rigning þegar líður á sunnudaginn. 7 7 5 5 5 5 4 1 0 4 6 5 4 4 1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is ungbarnabílstóll 37.000 (babysam) bílstólapoki 15.000 (Ólavía og Óliver) ungbarnateppi 2.500 (ikea) vagga 57.990 (Ólafía og Ólíver) Dýna í vöggu 5.900 (Ólavía og Óliver) rimlarúm 16.950 (ikea) Stuðkantur á rimlarúm 15.000 (babysam) Himnasæng 1.900 (ikea) vöggusæng 8.900 (lÍn) Sængurföt 3-5 2.490 stk. (ikea) lak: 2pk á 1.690 stk (ikea) Dýnuhlíf: 1.100 (ikea) taubleiur: 12 stk 3.400 (rúmfatalagerinn) nærfatnaður/samfellur 6 - 8 stk: 1.890 3 í pakka (oo.is) ullarsamfella 2.490 (oo.is) 3-4 sokkabuxur eða leggings: 1.200 stk (Hagkaup) 6-8 milliþykkar peysur/síðaerma bolir: bolur eða peysa 1.500 (Hagkaup) 1-2 þykkari peysur 1.900 (Hagkaup) náttgallar. Þrennir eða fernir duga oftast 2.500 stk (Hagkaup) Sokkar - helst ullarsokkar - nokkur pör 250 (rúmfatalagerinn) 1.290 ull (Ólavía og Óliver) Prjónasett - buxur, peysa, húfa, vettlingar, sokkar 5.900 Heilgalli. best að hafa hann úr mjúku og þjálu efni 8.500 (Kría flísgalli frá 66°N) Húfur 2 í mismunandi þykkt 2.400 þunn (Polarn og Pyret) 3.900 þykk (Polarn og Pyret) barnavagn Chicco 96.990 (babysam) kerrupoki 9.000 (oo.is) Skiptikommóða með skúffum 65.900 (fífa) bali 13.900 (fífa) brjóstagjafapúði 9.900 (fífa) matarstóll tripp trapp 39.990 (fífa) Sessa í matarstól 4.990 (oo.is) ömmustóll 13.900 (oo.is) samtals 493.900 Þar fyrir utan: einnotableiur fyrir ungbörn: 2.110. (Huggies 27 í pk. Hagkaup) taubleiur startpakki: 18.700.- 39.000.– Jeppasýning hjá toyota toyota heldur árlega jeppasýningu sína á morgun, laugardaginn 23. febrúar, klukkan 12-16. Þetta er í fjórða sinn sem jeppasýningin er haldin en hún hefur þegar unnið sér sess meðal jeppaáhuga- manna sem einn af hápunktum ársins. Sýningin er nú haldin í fyrsta sinn í nýjum höfuðstöðvum toyota í kauptúni í garðabæ. Sýningarsvæðið er því stærra og betra en áður. á sýningunni má sjá það besta sem toyota og samstarfsað- ilar hafa fram að færa í jeppum og jeppabreytingum, að því er fram kemur í tilkynningu toyota. olís kynnti í gær, fyrst íslenskra olíufyrir- tækja, dísilolíu blandaða með vlo, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. um er að ræða hreinna og umhverfisvænna dísileldsneyti en þekkst hefur og fram- leiðsluaðferðin gerir hana gjörólíka annarri lífdísilolíu, að því er fram kemur í tilkynningu olís. Þar segir að vlo virki fullkomlega eins og önnur dísilolía en hún mengar minna. „vlo er blönduð í dísilolíu olís sem hlutfall af seldu magni í samræmi við reglugerðir í evrópu. Slík reglugerð hefur enn ekki litið dagsins ljós hér á landi en mun væntanlega gera það innan skamms. Þetta íblöndunarhlutfall skilar í heildina 5% minni koltvísýringsútblæstri dísilbifreiða. Hægt er að nota 100% hreina vlo á dísil- vélar en með íblöndun vill olís stuðla að því að gera vlo samkeppnisfæra í verði á eldsneytismarkaðnum. Umhverfisvænni dísilolía  Barneignir verðandi Foreldrar standa Frammi Fyrir Fjárútlátum Hálf milljón í nauð- synjar fyrir nýbura að mörgu er að hyggja við komu nýs einstaklings í heiminn. foreldrar með fyrsta barn standa oft frammi fyrir gríðarlegum fjárútlátum á fyrstu mánuðum barns. fréttatíminn tók saman hluti á útgefnum lista til verðandi foreldra og fann vörur og verð hjá helstu söluaðilum. É g er ekki mjög hissa á þessari upphæð. En þetta er samt brjálæðislega mikið,“ segir verðandi móðir. Fréttatíminn gerði könnun á því hver kostnaðurinn væri við að fæða nýja einstak- ling í heiminn, með þeim hlutum sem þykja nauðsynlegir ungbörn- um á fyrstu mánuðum ævinnar. „Ég er heppin og hef fengið einhverja hluti gefins eða keypt notað,“ segir önnur verðandi móðir. Hún segir það jafnframt hafa komið sér mest á óvart hve dýrt það sé að vera barns- hafandi. Báðar segjast kon- urnar notast við vefsíður á borð við Bland.is til þess að verða sér út um notaðar vörur. Heildarkostnaður reiknast fyrir utan bleiu- kostnað en ungbörn geta notað allt að 15 einnota bleium á dag. Margir for- eldrar kjósa taubleiur og eru startpakkar á þeim frá tæpum tuttugu þús- undum og upp í fjörutíu þúsund. Þá er kostnaður við leikföng, pela og snuð ekki talinn með, auk ýmiss fatnaðar sem telst ekki til nauðsynja. Gefnir hafa verið út listar fyrir verðandi foreldra af heilbrigðis- stofnun Suðurlands og ljósmæðrum og notaði blaðakona þá til hlið- sjónar. maría lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is 4 fréttir Helgin 22.-24. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.