Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 16
hækkun á
úrvalsvísitölu
Hækkun úrvals-
vísitölunnar frá
áramótum.
GreininG
Íslandsbanka
LAGASTOFNUN
Jóhannes Karl Sveinsson hrl.
hjá Landslögum hf. reifar
málflutning og niðurstöðu
í Icesave málinu.
Morgunverðarfundur föstudaginn
22. febrúar kl. 8 - 9:30 á Hótel Sögu
Radisson Blu. (Katla á annarri hæð).
Stjórnandinn
Græjukona sem kann ekkert á græjur
nafn: liv Bergþórsdóttir.
Starf: Framkvæmdastjóri nova,
stjórnarformaður Wow og í
stjórn telia í noregi.
aldur: 43 ára.
Menntun: viðskiptafræðingur.
Fyrri störf: ss, tal, sko, Og
vodafone.
Maki: sverrir viðar hauksson,
ráðgjafi hjá Capacent.
Börn: rakel María, tómas
viðar, kormákur og sverrir
konráð.
Búseta: Garðabær sl. 14 ár.
Morgunstund
Ég vakna og það er
komið hádegi áður en ég
veit af, svo er dagurinn
og vikan búin.
Hefðir
Lítið fyrir þær.
Græjan
Ég hljóma eins og
auglýsing: iPhone, iPad,
Macbook Air og iMac.
Lítil og nett myndavél
á óskalistanum. Geng
um með Garmin sundúr
sem ég ætti að nota
meira í vatni og minni
í að athuga bara hvað
klukkan er. Eitt sem ein-
kennir mig þó og græjur
er að ég kann ekkert á
þær, tölvur virðast bila
í návist minni eða eitt-
hvað hreint ótrúlegt
gerist.
Minn tími
Sund.
Áhugamál
Ferðalög.
Klæðaburður
Gallabuxur, bolur og háir
hælar, mjög háir hælar
svo ég sjáist segja sumir.
Boðskapur
0 kr. Nova í Nova!
Markaður dagleg velta uM 1,1 Milljarður
Hlutabréf halda áfram að hækka
Hlutabréf hafa haldið áfram að hækka í verði í febrúar.
Úrvalsvísitalan OMXI6 hefur hækkað um 4% það sem
af er þessum mánuði. Sú hækkun kemur í kjölfar þess
að hlutabréf hækkuðu í verði um 11% í janúar og nemur
því hækkun vísitölunnar frá áramótum um 15%, að því
er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. „Þetta er
til vitnis um þá stemningu sem nú ríkir á hlutabréfa-
markaði en mikil velta og hækkanir einkenna nú þann
markað,“ segir Greiningin.
„Ávöxtun einstakra félaga hefur verið mun meiri en
sem nemur hækkun Úrvalsvísitölunnar. Icelandair hefur
nú hækkað um 35% það sem af er árinu og stendur
gengi félagsins nú í 11,13 kr. á hlut. Icelandair birti
uppgjör sitt fyrir síðasta ár þann 7. febrúar sl. og hefur
félagið hækkað um 8% síðan þá sem endurspeglar gott
uppgjör,“ segir enn fremur.
Össur og Marel birtu einnig uppgjör sín fyrir síðasta
ár fyrr í þessum mánuði. Össur hefur frá áramótum
hækkað í verði um 7,7% og Marel um tæplega 14%.
Næstu félög til að birta uppgjör sín fyrir síðasta ár er
fasteignafélagið reginn sem birtir næsta þriðjudag,
26. febrúar, og Eimskip sem birtir 28. febrúar. Mikil við-
skipti hafa verið með Eimskip undanfarið og nam veltan
með félagið í síðustu viku 2,3 milljörðum króna og
hækkað félagið í verði um 6% þá vikuna. Frá áramótum
hefur Eimskip hækkað um 19% í verði.
Fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka að veltan á
hlutabréfamarkaði hafi verið að meðaltali rúmlega 1,1
milljarður króna á dag það sem af er árinu en á síðasta
ári var veltan að meðaltali um 352 milljónir króna á
dag. Þar kemur einnig fram, samkvæmt gögnum frá
Kauphöllinni að veltan á hlutabréfamarkaði það sem
af er árinu nemi um 39,3, milljörðum króna en á sama
tíma hefur veltan á skuldabréfamarkaði verið um 283
milljarðar króna. - jh
15%
hækkun á
hlutaBréFuM í
ICElaNdaIr
Hækkun frá
áramótum.
GreininG
Íslandsbanka
35%
FaSteignalán Mikill SaMdráttur í útlánuM íBúðalánaSjóðS
Útlán í
janúar
námu 960
milljónum
króna
en upp-
greiðslur
lána 1,5
milljarði.
Samkeppnisstaða Íbúðalánasjóðs er erfið enda bjóða margir lífeyrissjóðir hagstæðari lánskjör á verðtryggðum íbúðalánum auk
þess sem margir lántakendur kjósa óverðtryggð íbúðalán viðskiptabankanna. Ljósmynd/Hari
Íbúðalánasjóður á 2261 íbúð
Margir lífeyrissjóðir bjóða hagstæðari lánskjör á verðtryggðum fasteignalánum auk þess sem
margir lántakendur kjósa óverðtryggð íbúðalán sem viðskiptabankarnir bjóða.
ú tlán Íbúðalánasjóðs í janúar voru þau minnstu í að minnsta kosti níu ár. Útlánin námu 960 milljónum
króna, sem jafngildir 26% samdrætti frá
sama mánuði í fyrra. Þar af námu almenn
útlán 890 milljónum króna, en önnur útlán
námu 70 milljónum króna. Uppgreiðslur
lána námu um 1,5 milljörðum króna í janú-
ar, og voru því talsvert umfram útlán líkt og
oft hefur verið undanfarið, að því er fram
kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Þótt
vanskil hafi minnkað tók Íbúðalánasjóður
yfir 33 íbúðir í janúar. Sjóðurinn á nú 2.261
íbúð. Stærstur hluti leiguíbúða sjóðsins er
leigður til þeirra sem áttu þær fyrir.
Hlutdeild Íbúðalánasjóðs í nýjum út-
lánum hefur minnkað mikið undanfarin
misseri. Má þar nefna að útlán sjóðsins
námu um það bil 1,3 milljörðum króna að
meðaltali í hverjum mánuði á síðasta ári.
Árið 2011 var þessi tala hins vegar 2,0 millj-
arðar króna og árið 2007 voru mánaðarleg
útlán sjóðsins tæplega 5,7 milljarðar króna.
Á sama tíma hafa ný íbúðalán farið vaxandi
á heildina litið. Samkvæmt gögnum Seðla-
banka Íslands nam heildarfjárhæð nýrra
íbúðalána að jafnaði 5,5 milljörðum króna í
mánuði hverjum á fyrstu tíu mánuðum síð-
asta árs, en árið 2011 voru ný útlán í mán-
uði hverjum tæplega 4 milljarðar króna.
„Samkeppnisstaða ÍLS er erfið þessa
dagana, enda bjóða lífeyrissjóðir margir
hverjir hagstæðari lánskjör á verðtryggðum
íbúðalánum auk þess sem margir lántak-
endur kjósa óverðtryggð íbúðalán sem eru
aðeins í boði hjá viðskiptabönkunum,“ segir
Greiningin enn fremur.
Minni vanskil en íbúðasafnið stækkar
Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að
hlutfall vanskila einstaklinga lækkaði
sjötta mánuðinn í röð í janúar. Fjárhæð
lána einstaklinga í vanskilum er þó enn 4,9
milljarðar króna og eru um 13,4% útlána
sjóðsins þannig með greiðslur í vanskil-
um. Við þetta bætast svo 2,7 milljarðar af
vanskilum lögaðila. Alls nam því fjárhæð
vanskila 7,6 milljörðum króna í janúarlok,
en til samanburðar var eigið fé Íbúðalána-
sjóðs 6,4 milljarðar króna um mitt síðasta
ár. „Stjórnvöld hafa samþykkt að setja 13
milljarða eigið fé til viðbótar í sjóðinn, og
er ljóslega ekki vanþörf á miðað við ofan-
greindar tölur,“ bætir greiningardeildin
við.
„Hin hliðin á minnkandi vanskilum
birtist svo, a.m.k. að hluta,“ segir enn
fremur, „í fjölgun á fullnustueignum ÍLS,
en þeim fjölgaði um 33 í janúarmánuði
og eru nú 2.261 talsins. Til samanburðar
voru fullnustueignir sjóðsins 2.049 um
mitt síðasta ár, og hefur því fjölgað um
ríflega 200 síðan. M.ö.o. hefur lækkun
vanskilahlutfalls einstaklinga væntanlega
falist að hluta í því að ÍLS hefur yfirtekið
eignir þeirra á undanförnum mánuðum.
Það endurspeglast einnig í því að stærstur
hluti þeirra 923 íbúða sem ÍLS leigir út eru
leigðar til þeirra sem bjuggu í þeim þegar
sjóðurinn yfirtók þær, hvort sem þar var
um eigendur eða leigjendur fyrri eigenda
að ræða.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
liv Bergþórs-
dóttir og
sonur hennar
sverrir konráð
sem var í
vetrarleyfi frá
skólanum í
gær.
16 viðskipti Helgin 22.-24. febrúar 2013