Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 26
Ég hélt ég væri ekki manneskja og mér leið eins og ég væri einskis virði. Þ að er mjög merkilegt fyrir mig að búa á Íslandi og upplifa fordómaleysi. Gagnkynhneigðir karl- menn á Íslandi, vinir mínir, þurfa ekkert að komast yfir það að ég sé samkynhneigður,“ segir tónlistarmaðurinn John Grant sem flutti til Íslands eftir að hafa spilað á Airwaves tónlistarhátíðinni 2011. Hann segir reyndar sjálfur að hann hafi verið 25 ár á leiðinni hingað því þá bjó hann í Þýskalandi og hreifst af ljósmyndum sem vinur hans tók á ferðalagi um landið. En svo við byrjum á byrjuninni og kynnum John Grant þá er stutta sag- an sú að hann var forsprakki hljóm- sveitarinnar The Czars frá Denver í Colorado. Hljómsveitin náði ein- hverskonar költ-status á sínum tíma en það var fyrsta sólóplata Johns sjálfs, Queen of Denmark, sem gerði það að verkum að John Grant upp- lifði raunverulega frægð og frama. Platan var valin plata ársins 2010 af tónlistartímaritinu Mojo og John hefur ferðast um allan heiminn að spila tónlist sína. Fyrir rúmu ári flutti John svo til Íslands og sólóplata númer tvö var tekin upp hér á landi. Hún kemur út í næsta mánuði og ber heitið Pale Green Ghosts. Það verða útgáfutónleikar í Hörpu og svo leggst John í tónleikaferð um heim- inn ásamt hljómsveit en í henni eru meðal annarra íslensku tónlistar- mennirnir Jakob Smári Magnússon og Pétur Hallgrímsson, svo einhverj- ir séu nefndir. Trúuð fjölskylda Til tólf ára aldurs ólst John upp í bænum Buchanon í Michigan fylki. Allir sem hafa séð heimildarmynd eftir Michael Moore ættu að kann- ast við smábæina í Michigan. Þetta eru verkamannabæir og líf íbúanna snýst um eina verksmiðju. Í Bucha- non var það Clark Equipment og þar unnu pabbi Johns og afi við að fram- leiða stórvirkar vinnuvélar. Og eins og í öllum slíkum smábæjarsögum þá var öllum sagt upp og verksmiðj- unni lokað. Fjölskylda Johns flutti þá til Parker í Colorado 1980 en þá var John tólf ára. Á níunda áratug síðustu aldar flutti gríðarmikill fjöldi fjölskyldna til Colorado. Þar var vinnu að fá í stórum verksmiðjum sem margar tengdust bandaríska hernum. Það var mikil uppbygging og nýir bæir og ný hverfi spruttu upp eins og gorkúlur. Þarna var John og hann átti strax erfitt uppdráttar. Krakkarnir vissu að hann var hommi löngu áður en það hafði hvarflað að honum. Það var ráðist á hann á leið heim úr skólan- um. Hann var laminn en skammaðist sín svo mikið að hann þorði ekki að segja foreldrum sínum frá því. Hann hélt að sökin væri sín og ef hann segði frá þá myndu þau spyrja af hverju hann hefði verið laminn. En að vera samkynhneigður var óhugs- andi í huga fjölskyldunnar sem var Ísland hefur tekið mér opnum örmum Tónlistarmaðurinn John Grant hefur komið sér vel fyrir á Íslandi. Hann ólst upp í smábæjum í Bandaríkjunum og upplifði mikla fordóma og einelti vegna samkynhneigðar sinnar. Á Íslandi segist hann finna frið. Fólk dæmir hann ekki og hér lauk hann við sólóplötu númer tvö sem kemur út í næsta mánuði en sú fyrri sló í gegn og stærstu fjölmiðlar heims settu hana á lista yfir bestu plötur ársins 2010. og er mjög trúuð og tilheyrði þeim hópi Bandaríkjanna sem vill ekki viðurkenna réttindi samkynhneigðra. „Það vissu reyndar allir í fjölskyld- unni að ég var eitthvað skrýtinn frá því ég var kannski tveggja ára,“ útskýrir John. „Pabbi vissi það,“ segir hann hugsi og það er ljóst að honum er hlýtt til föður síns þótt samskiptin séu oftast frekar þvinguð og stirð. Móðir Johns lést úr lungnakrabbameini 1995 en þá var ekki langt síðan John hafði komið út úr skápnum. Hún var ósátt við hann þegar hún lést og vildi að hann leitaði sér hjálpar vegna samkynhneigðar sinnar. Sex ár í Þýskalandi „Ég vandist fljótt að vera hafnað og hafnaði sjálfum mér. Hjá mér komst þetta á það stig að þetta varð mér hættu- legt. Ég hélt ég væri ekki manneskja og mér leið eins og ég væri einskis virði,“ segir John sem flúði smábæinn í Color- ado strax átján ára. Hann hafði fundið að hann hafði gáfu til að læra tungu- mál og komst til Þýskalands í gegnum ákveðið prógram sem menntayfirvöld í Bandaríkjunum ráku. Í Þýskalandi sá John, eins og fyrr segir, í fyrsta sinn myndir frá Íslandi, en fyrst og fremst þá lagði hann hart að sér að læra þýsku svo hann gæti farið í þýskan háskóla. Það gerði hann og lærði þar rússnesku en John er einnig liðtækur í spænsku og á einu ári hefur hann náð ótrúlegum árangri við að læra íslensku. Hann er fljótur að rífa af manni blað og penna og byrja að fall- beygja og spyrja hvort kaffi sé ekki örugglega hvorugkynsorð. Svo kallar hann á þjónustu og biður um „kaffi latte, einfaldan, og rúnstykki með skinku og osti.“ Í símanum sínum er hann með app sem kennir íslenskar fallbeygingar en ég held ég hafi aldrei hitt mann sem er jafn heillaður af fallbeygingum fyrir utan kannski íslenskukennarann minn í grunnskóla. John bjó sex ár í Þýskalandi og þegar hann flutti aftur heim til Bandaríkj- anna var hann rétt búinn að koma fram tvisvar og spila í einhverjum fíflaskap með vinum sínum. Hann var ekki orð- John Grant hefur komið sér vel fyrir á Íslandi. Ljósmyndir/Hari Strax og ég kom hingað fyrst fann ég fyrir ást. John ólst upp í Michigan og Colorado í Bandaríkjunum en býr nú á Íslandi. Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 22.-24. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.