Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 30

Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 30
„Við stefnum hátt og gerum úr þessu stórglæsilega sýningu,“ sagði Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar Mary Poppins, í viðtali við Fréttatímann í janúar. Nú er komið að frumsýningu þessa stærsta verks sem ráðist hefur verið í á íslensku sviði.  Leikhús krakkarnir í Mary PoPPins Við erum Jane og Mikael Kvikmyndina um Mary Poppins þekkja flest en hún sló rækilega í gegn um allan heim þegar hún var frumsýnd árið 1964 og er fyrir löngu orðin sígild. Árið 2004 var svo var gerður söngleikur og hlaut verkið sjö Tony verðlaun, meðal annars sem besti söngleikurinn. Í kvöld verður söng- leikurinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu en þess hefur verið beðið með eftirvæntingu og alls hafa selst um tíu þúsund miðar. í verkinu leika fjórir hressir krakkar sem Fréttatíminn fékk að hitta í stund milli stríða. Börnin hafa verið önnum kafin við æfingar um mánaðarskeið en það var ekki að sjá að álagið væri farið að segja til sín því þau voru hin rólegustu yfir látunum í kring. Öll tóku þau vel á móti blaðakonu og Hara ljósmyndara og voru samstíga í því að leik- húsið yrði fyrir valinu sem starf framtíðar- innar. Öll hafa þau viðamikla reynslu af lífi leik- hússins þrátt fyrir unga aldur og hafa þau sín á milli leikið í uppfærslum á borð við Galdra- karlinn í Oz, Dýrunum í Hálsaskógi, Enron og Óliver Twist. Einnig hafa sum þeirra tengingu við leik- húsið í gegnum foreldra sína. „Krakkar sem fara í leikhús með foreldrum sínum verða oft forvitnir um leikarana og geta fengið að spjalla við þá, stundum baksviðs. Þannig læra þeir af þeim sem eldri eru,“ útskýrir Patrekur. María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is Voltaren Dolo 25 mg húðaðar töflur. Inniheldur 25 mg kalíumdíklófenak. Er notað við vægum verkjum eins og höfuðverk, tannverk, tíðaverk, gigt- og bakverk. Skammtar fyrir fullorðna og börn 14 ára og eldri: Upphafsskammtur er 1 tafla, en síðan 1 tafla á 4-6 klukkustunda fresti, þó mest 3 töflur (75 mg) á sólarhring og lengst í 3 sólarhringa. Meðhöndla á í eins skamman tíma og í eins litlum skömmtum og mögulegt er. Töfluna á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni, helst fyrir máltíð. Ekki má taka Voltaren Dolo ef þú ert: yngri en 14 ára, með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, acetýlsalicýlsýru eða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum, með sár eða blæðingu í meltingarvegi, hjartabilun, skerta lifrar eða nýrnastarfsemi, mikla blóðflagnafæð, á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú tekur lyfið ef þú: ert með astma, hjartasjúkdóm, sjúkdóm í meltingarvegi, notar önnur lyf, notar verkjastillandi lyf við höfuðverk í langan tíma, ert næmur fyrir vökvaskorti, ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorku, ert að fara í aðgerð, ert eða ætlar að verða þunguð eða ert með barn á brjósti. Gæta skal þess að lyfið getur dulið einkenni sýkingar. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleið- beiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í baki? Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í baki! V O L1 30 10 2 Rán Ragnarsdóttir er fjórtán ára nemandi við Langholtsskóla. Hún leggur einnig stund á píanónám við Tónskóla Sigursveins. Rán hefur í gegnum árin sótt fjölmörg námskeið í leiklist og söng. Þar ber helst að nefna skapandi námskeið hjá Sönglist, Leynileikhúsinu, Kram- húsinu og svo einnig hjá Stúlknakór Reykjavíkur. Hæfileikar Ránar liggja þó einnig á sviði íþróttanna en hún æfir líka handbolta hjá íþróttafélaginu Þrótti. Rán er ekki ókunn leik- húslífinu en hún hefur áður leikið á stóra sviði Borgarleikhússins í upp- færslunni um Galdrakarl- innn í Oz. Foreldrar Ránar eru þau Ragnar og Halla. þau eru sálfræðingur og bankastarfsmaður. „Ég ætla að vera leikkona. Mér finnst auðvitað smá mál að standa á sviðinu en samt mjög gaman.“ Rán leikur Jane. Áslaug Lárusdóttir er 13 ára í 7. bekk í Vestur- bæjarskóla. Foreldrar eru Edda og Lárus, kennari og tónlistarmaður. Áslaug hefur lengi ætlað að verða leikkona. „Ég hef allavega haft áhuga á því lengi. Hún leikur, líkt og Rán, stúlkuna Jane. „Hún er svolítið lík mér,” segir Áslaug sem er þó ekki alveg til í að samþykkja orð meðleikara sinna um að þær séu ef til vill jafnmiklir prakkarar, ,,Það er kannski bara smá prakkari í mér,”segir Áslaug og hlær. Áslaug steig fyrst á svið Borgarleikhússins átta ára gömul í sýningunni Söngvaseið síðan þá hefur hún leikið í uppfærlsum á borð við Enron og Galdra- karlinn í Oz. Núna leikur hún einnig í Dýrunum í Hálsaskógi. Áslaug syngur mikið, stundaði dansnám og nám í þver- flautuleik í 6 ár. Þegar tími til gefst spilar hún einnig körfubolta með KR. Grettir Valsson er að verða ellefu ára. Foreldrar hans eru þau Ilmur og Valur og þau eru bæði leikarar. „Ég held að ég verði leikari, en ég á samt eftir að fara í menntaskóla svo það gæti breyst,“ segir Grettir. Í sýningunni leikur Grettir, Mikael, bróður Jane. „Hann er ekki mjög líkur mér. en það er auðvelt að leika hann. Það er nefnilega auðveldast að leika þá sem eru ólíkir manni.“ Grettir hefur leikið í fjölda verka en hann hóf leikferil sinn í Oliver Twist á stóra sviði Þjóð- leikhússins. Árið 2010 lék hann í Allir synir mínir. Hann lék bæjarstjóra Pinklaborgar ásamt fleiru í Galdrakarlinum í Oz í og leikur um þessar mundir Pétur íkorna- dreng í Þjóðleikhúsinu. Grettir hefur talað inn á fjölda teiknimynda og hefur sótt fjölda leik- listarnámskeiða. Patrekur Thor Herbertsson er í 4.bekk í Vestur- bæjarskóla. Hann hefur haft áhuga á leiklist og söng síðan hann var lítill og hefur síðustu ár tekið þátt í starfi Leynileik- hússins. Mary Poppins er fyrsta verkefni Patreks í atvinnuleikhúsi. Patreki finnst ekkert skemmtilegra en heimur leikhússins. „Nei maður verður ekkert svo stress- aður, ég er orðin vanur,“ segir hann aðspurður um hvort að leikhúsið reyni ekki á taugarnar. Foreldrar hans eru Ásrún, Guðmundur og Herbert. „Þau eru öll leikhúsfólk. Krakkar læra mikið af því að fara með foreldrum sínum í leikhúsið. Þau eru forvitin um leikarana og geta spjallað við þau og svoleiðis.“ Hann, eins og Grettir, leikur Mikael sem ku vera örlítið líkur honum sjálfum. 30 leiklist Helgin 22.-24. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.