Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 24

Fréttatíminn - 22.02.2013, Síða 24
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 03 87 Drífandi vinnufélagi ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Þú færð Mercedes-Benz Citan fyrir aðeins 830 kr. á dag* Mercedes-Benz Citan er kröftugur vinnubíll með allt að 800 kg burðargetu. Hann er líka sérlega sparneytinn, eyðir aðeins frá 4,6 l/100 km í blönduðum akstri. Komdu í Öskju og kynntu þér þennan spennandi valkost fyrir vinnandi fólk. * Citan 109 KA, kaupverð 2.844.622 kr. (án VSK). Afborgun á mánuði 24.867 kr. m.v. 50% innborgun og bílasamning ERGO í 84 mánuði. 9,70% óverðtryggðir vextir. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,98%. Þróar hlýhæðni Saga hefur getið sér gott orð sem uppistandsdramatíker og þrátt fyrir annir í leiklist- inni hefur hún hug á að feta nýjar brautir í uppistandinu þegar tími gefst til. „Ég byrjaði í uppistandinu með uppistandsstelpunum sem Þórdís Nadía, Ugla Egils og fleiri klárar stelpur stóðu fyrir. Ég flæktist í þetta með þeim,“ segir Saga og talið berst síðan að meintum dónaskap sem oft þykir loða við uppistandsgrínara og þá ekki síður konurnar en karlana. „Mér finnst ég aldrei dónaleg en ég hef samt fengið þrenn kvörtunar- bréf. Það voru foreldrar sem höfðu áhyggjur af börnunum sínum. Allt svona bygg- ist samt lukkulega oftast á misskilningi. Eitt atvikið til dæmis útskýrðist þegar mér var sagt að bæjarhá- tíðin hefði viljað fá trúð en gleymdi að gera greinarmun á trúð og uppistandara. Mér finnst ég oftast frekar settleg og passa að fyndnin réttlæti þann groddaskap sem ég viðhef. Strákarnir hafa meira að segja sagt að þeim finnist við stelpurnar vera miklu dónalegri og ég held að það sé stundum rétt hjá þeim,“ segir Saga og áréttar að dónaskapurinn sé aldrei markmið í sjálfum sér. „Ég skrifa aldrei uppistand til þess að vera dónaleg. Ég er ekki að reyna að vera Saga Garð- arsdóttir Saga útskrifaðist úr leiklistardeild Listahá- skóla Íslands vorið 2012. Útskriftarverkefni hennar í Nemenda- leikhúsi LHÍ voru Á botninum, Jarðskjálftar í London og Óraland. Saga hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Steindinn okkar og Hæ Gosi. Hún er sögumaður í heimildarþáttunum Ferðalok sem Vestur- port framleiddi. Saga fékk styrk hjá Rannís til að gera, í samstarfi við myndlistakonuna Sigrúnu Hlín Sigurðar- dóttur, rannsókn á heila mannsins og flytja með henni listrænan fyrirlestur; Heilinn – hjarta sálarinnar. Saga lék á liðnu hausti með Alþýðuóperunni í La Serva Padrona eða Ráðskonuríki. Saga hefur troðið víða upp sem uppistandari og verið með grínþætti í útvarpi og sjónvarpi. Um Uppistöðufélagið, uppistandsfélag stelpna, var gerð heim- ildarmynd árið 2010. Saga hefur jafnframt lesið upp í útvarpi og inn á ýmsar heimildar- myndir. dónaleg, heldur miklu frekar að reyna að vera fyndin og dónaskapurinn er þá kannski frekar lítið tæki sem ég gríp til. Mér finnst langbestu brandararnir þeir sem bitna ekki á neinum og eru ekki á kostnað neins. Ég er að reyna að vinna með nýtt hugtak sem er svokölluð hlýhæðni. Svona kærleiks- ríkt og súrrealískt háð sem er einmitt minna á kostnað einhvers, nema kannski einræðis- herra og sjálfstæðismanna.“ Eignaðist grínfjölskyldu Saga átti öfluga innkomu í síðasta þætti Hæ Gosa á Skjá einum í hlutverki Valbrár, ansi hreint ágengrar og ástleitinnar kærustu Víðis sem Kjartan Guðjónsson leikur. „Ég kem þarna ansi fáklædd inn,“ segir Saga og hlær. Þetta er þriðja þáttaröðin um lánlausu bræð- urna Börk og Víði en Saga kemur hér ný inn í hlutverki persónu sem líkleg er til þess að valda nokkrum vandræðum. „Þetta var algjörlega frábært,“ segir hún um vinnuna við þættina. „Þetta er náttúrlega þriðja serían þeirra og þetta er mjög þéttur og skemmtilegur hópur. Þetta var bara algjör snilld. Daddi [Kjartan Guðjónsson] var algjör- lega frábær. Og þau öll. Árni [Guðjónsson], Helga Braga og Arnór leikstjóri. Þetta var bara eins og að vera ættleidd inn í einhverja grínfjölskyldu. Bókstaflega. Þarna eignaðist ég grínmömmu í Helgu, grínpabba í Árna og grínbróður í Dadda. Þetta var svaka næs.“ Spennandi byrjendahlutverk Saga var á fullu með uppistandsstelpunum þar til á lokaári hennar í leiklistarnáminu. „Þá ákvað ég að einbeita mér að skólanum og fara svolítið almennilega í gegnum síðasta árið svo ég gæti skapað mér tækifæri og það hefur gengið ágætlega eftir,“ segir Saga sem var í tökum á Hæ Gosa í sumar, hefur nýlokið leik í Macbeth í Þjóðleikhúsinu og verður einnig á sama sviði í Fyrirheitna landinu sem er frum- sýnt á laugardagskvöld. „Ég er aðallega að vinna í Þjóðleikhúsinu núna en vil ekki segja að ég sé beinlínis hætt í uppistandinu. Ég er þannig að ég vil alltaf vera að segja nýja brandara og hef bara minni tíma núna til þess að semja nýtt efni.“ Saga er hæst ánægð með dvöl sína í Þjóðleikhúsinu. „Það er rosalega lærdómsríkt að vera í hlutverki nýliðans sem hefur ekkert gert og kann ekkert.“ Hilmir Snær Guðnason fer með aðalhlutverkið í Fyrir- heitna landinu og Saga sparar ekki lofið þegar hún talar um mótleikara sinn. „Ég er þarna að skoppa í kringum Hilmi Snæ á sviðinu. Hann er ótrú- lega flottur í þessari sýningu. Það er búið að vera algerlega frábært að vera uppi í Þjóð- leikhúsi því þar er svo mikið af flottum leikkonum og leik- urum sem ég get litið upp til og hafa algerlega tekið manni opnum örmum og leitt mann í gegnum þetta. Það hefur verið ótrúlega gaman að fá að fylgjast með þeim. Það er ekkert grín hvað Hilmir Snær er flottur og duglegur. Eða Margrét Vilhjálms og Bjössi Thors í Macbeth.“ Eftir frumsýninguna á Fyr- irheitna landinu byrjar Saga í æfingum á Englum alheims- ins í Þjóðleikhúsinu. „Ég veit svo í raun ekkert hvað tekur við eftir það en mig langar að skrifa nýtt uppistand og þætti gaman að fá að leika eitthvað fleira skemmtilegt og fallegt.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is 24 viðtal Helgin 22.-24. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.