Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 42
42 skák og bridge Helgin 22.-24. febrúar 2013
Skákakademían
Frábær skákveisla í Hörpu
n 1 Reykjavíkurskákmótið í Hörpu fór af stað með glæsibrag á þriðjudaginn.
Mótið var fyrst haldið árið 1964
og því verður hálfrar aldar afmæli
fagnað á næsta ári. Aldrei hafa
fleiri keppendur mætt til leiks,
230, þar af um 170 útlendingar frá
næstum 40 löndum. Aldrei hafa
heldur svo margir stórmeistarar
keppt á skákmóti á Íslandi. Fleiri
met? Óskar Víkingur Davíðsson
– sjö ára – er yngsti keppandinn í
sögu Reykjavíkurskákmótanna og
Friðrik Ólafsson – sjötíu og átta
ára – er elsti stórmeistari sem teflt
hefur á mótinu. Friðrik var með
á fyrsta mótinu fyrir 49 árum og
sigraði árin 1966, 1972 og 1976.
Þátttaka Friðriks setur mikinn
svip á mótið og skákáhugamenn
flykkjast í Hörpu til að sjá þessa
goðsögn íslenskrar skáksögu að
tafli. Skák Friðriks við ofurstór-
meistarann David Navara frá
Tékklandi í 3. umferð verður lengi
í minnum höfð. Barátta þeirra var
æsispennandi, og var Navara stál-
heppinn að sleppa með jafntefli.
Margir Íslendingar fóru vel
af stað á mótinu. Hjörvar Steinn
Grétarsson var með fullt hús
eftir þrjár umferðir og Íslands-
meistarinn Þröstur Þórhallsson
var skammt undan, eftir að hafa
þjarmað að ofurmeistaranum Bu
Xiangzhi sem náði að halda jöfnu.
Ungu íslensku skákmennirnir
hafa líka náð mörgum góðum úr-
slitum, og ljóst að N1 Reykjavíkur-
mótið veitir efnisfólkinu okkar
ómetanlega reynslu.
Það eru einmitt ungir snill-
ingar úr öllum áttum sem setja
mikinn svip á stórmótið í Hörpu.
skákþrautin
Svartur leikur
og vinnur
Ris hafði svart og átti leik
gegn Rogers, og galdraði
fram tvöfalda hótun sem
varð til þess að ástralski
stórmeistarinn gafst
strax upp. Hvað gerir
svartur?
Landmark leiðir þig heim!
* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum!
100% þjónusta = árangur*
Sími 512 4900
landmark.is
Magnús
Einarsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 897 8266
Sigurður
Samúelsson
Löggiltur
fasteignasali
Sími 896 2312
Sveinn
Eyland
Löggiltur
fasteignasali
Sími 690 0820
Íris Hall
Löggiltur
fasteignasali
Þórarinn
Thorarensen
Sölustjóri
Sími 770 0309
Kristberg
Snjólfsson
Sölufulltrúi
Sími 892 1931
Eggert
Maríuson
Sölufulltrúi
Sími 690 1472
Haraldur
Ómarsson
sölufulltrúi
sími 845 8286
Sigurður Fannar
Guðmundsson
Sölufulltrúi
Sími 897 5930
k eppnin er hörð í Argentínu steikhús tvímennings-keppni Bridgefélags Reykjavíkur. Keppnin er nú rúmlega hálfnuð, en búið er að spila 3 kvöld af
5. Mótinu lýkur n.k. þriðjudag, 26. febrúar. Gunnlaugur
Karlsson og Kjartan Ingvarsson héldu forystunni fyrstu
tvö kvöldin en frændurnir og læknarnir, Helgi Sigurðsson
og Helgi Jónsson, hafa nú tyllt sér á toppinn. Staða efstu
para er nú þannig:
1. Helgi Sigurðsson – Helgi Jónsson 58,8 %
2. Hrólfur Hjaltason – Oddur Hjaltason 58,2 %
3. Guðmundur Snorrason – Sveinn Rúnar Eiríksson 57,4 %
4. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 56,4 %
5. Stefán Jóhannsson – Kjartan Ásmundsson 55,7 %
♠D10754
♥G
♦D10865
♣85
♠KG83
♥D6
♦943
♣D1064
♠ Á92
♥ Á98754
♦ K2
♣ K9
♠ 6
♥ K1032
♦ ÁG7
♣ ÁG732
n
s
V a
Eitt af forvitnilegri spilum þriðja kvöldsins er alslemma í
hjarta á AV hendurnar.
Dæmigerð sagnröð væri:
1 ♥ – 3 ♠ stuttlitur
4 ♣ – 4 ♦ fyrirstöðusagnir
4 G – 5 ♣ RKCB 0 eða 3 ásar
7 ♥ getur talið uppí 13 slagi eða 1 á spaða, 6 + trompa 2
spaða 2 slagir á lauf og tígul.
Það voru ekki allir með tækni til að ná alslemmunni í
sögnum og það gaf 22 stig af 26 mögulegum að ná henni (5
borð af 14). Þeir sem spiluðu hálfslemmu fengu ekki harða
refsingu, 10 stig en 6 hjörtu voru spiluð á 7 borðum. Tvö
pör voru svo „óheppin“ að spila hjartageim og fengu 1 stig
fyrir það. Slemman ætti að nást auðveldlega í sögnum.
Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í parasveita-
keppni. Þátttaka var með minna móti en 22 pör tóku þátt í
mótinu. Eftir miklu baráttu varð lokastaðan þessi:
1. Svala Pálsdóttir – Karl G. Karlsson 55,8 %
2. Erla Sigurjónsdóttir – Þórður Sigurðsson 54,0 %
3. Arngunnur Jónsdóttir – Steinberg Ríkharðsson 53,6 %
4. Hrund Einarsdóttir – Hrólfur Hjaltason 53,2 %
Til hamingju Svala og Karl!
Vert er að minna á að nú styttist í undanúrslit Íslands-
mótsins í sveitakeppni en úrslitin fara fram helgina 8. – 10.
mars næstkomandi. Nú er öllum svæðamótum að verða
lokið og styttist í að dregið verður í riðla. Drátturinn verð-
ur birtur inn á www.bridge.is þegar nær dregur. Helgina
á eftir verður spilað úrtökumót fyrir Norðurlandamótið
í Bridge sem verður haldið á Íslandi og þá kemur í ljós
hverjir munu spila fyrir Íslands hönd í maí.
að lokum kemur hérna sagnþraut.
Þú átt: ♠- - - ♥AKQ ♦KJ64 ♣KJ6543 og opnar á laufi.
sagnir ganga: 1 ♣– 1 ♦ – 1 ♠ – P
? Hvað viltu segja ?
Áhugasamir geta farið inn á slóðina <http://bridge.is/spjall/
tm.asp?m=12051> en þar má finna svarið við lausninni ásamt nokkrum
öðrum þrautum ef menn vilja spreyta sig í samanburði við meistarana.
TvímenningSkeppni BridgefélagS reykjavíkur
Auðveld alslemma í BR
Friðrik Ólafsson
fyrsti stórmeist-
ari Íslendinga
yljar áhorfendum
með leiftrandi
taflmennsku. Hér
glímir hann við
Ólaf Gísla Jóns-
son barnalækni í
1. umferð.
Jón Gnarr borgarstjóri lék fyrsta leikinn á N1 Reykjavíkurskákmótinu fyrir hollenska
snillinginn Anish Giri. Gunnar Björnsson forseti SÍ fylgist með.
Lausn: 1... Dc6!! 0-1.
(Svartur hótar að drepa
biskupinn á e1 og máta á
g2. Drepi hvítur drottn-
inguna verður hann mát
á e1.)
Svala Pálsdóttir og Karl G. Karlsson urðu efst í Íslandsmótinu í
parakeppni sem fór fram um síðustu helgi.