Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 20
sig til mastersnáms. „Ég hélt að ég ætti ekki aftur-
kvæmt í útvarpið eftir orlofið og varð því mjög hissa
þegar ég fékk símhringingu frá Einari Bárðarsyni
með boð um starf á nýrri útvarpsstöð sem hann var að
henda í gang í Keflavík, Kananum.“ Gunna Dís flutti
því til Keflavíkur ásamt manninum sínum og dóttur en
þar hugðist hann vinna að doktorsverkefni sínu. Hún
útskýrir að þeim hafi fundist sem þar yrði rólegra yfir
og bæði fengju meira út úr tímanum með barninu sem
þá var eins árs.
Kynntist engum í Keflavík
„Keflavík er ágætis staður, þannig, og við fengum
vissulega meiri tíma með barninu þar sem við kynnt-
umst alls engum á meðan við bjuggum þar,“ segir
Gunna Dís og hlær. „Ég skil samt alveg
að fólk vilji búa þar ef allt baklandið er þar
fyrir. Það var samt ekkert sem hélt í okkur
þar.“ Þau fluttu því burt rúmu hálfu ári síðar
og Gunna Dís sótti um starf á RÚV, sem
hún var þó ekki vongóð um að fá. Hún var
ákveðin að ef það gengi ekki upp þá ætlaði
hún snúa sér að öðru.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var
ég eiginlega alveg búin að gefast upp á
útvarpinu. Fjölmiðlaheimurinn er mikill
karlaheimur, ég viðurkenni það alveg, og ég
upplifði það sterkt á þeim fjölmörgu miðlum
sem ég hef starfað við að vera kannski eina
konan, eða ein af fáum og við stelpurnar
fengum sjaldnar sömu tækifæri og strák-
arnir. Hvort það hafi svo eitthvað að gera
með kyn, eða bara skort á tækifærum innan
geirans get ég samt ekki fullyrt um. Þetta
er auðvitað harður heimur og það eru fáar
stöður í boði. Það var samt mjög gremjulegt
að vera stöðugt boðið að vera „sidekick“ fyr-
ir einhvern annan og fá aldrei að sanna sig.
Ég varð oft pirruð yfir því að verða hafnað.“
Vinnuna á RÚV fékk hún svo, líkt og
alþjóð ætti að vera kunnugt. Hefur Gunna
Dís nú starfað á Rás tvö í tvö og hálft ár.
Þar kveður við kveði við allt annan tón en
annars staðar, að hennar sögn. „Ég fæ endalaust að
þroskast og vaxa í starfi. Það er alveg ótrúlega gott að
vinna á RÚV. Þar er svo mikil virðing borin fyrir fólki.“
Sjaldan kjaftstopp en óöruggari með íslenskuna
Morgunþátturinn þeirra Gunnu Dísar og Andra
Freys er með þeim vinsælli á Íslandi og hefur að sögn
Gunnu Dísar gengið vonum framar. Þau voru í upp-
hafi sett saman fyrir tilviljun og þekktust ekki mikið
til að byrja með. Nú eru þau hins vegar bestu vinir og
afskaplega tengd, en það sannast kannski best af því
að Gunna Dís ber barn undir belti og ber settan dag
fæðingarinnar upp á afmælisdag Andra Freys.
„Ég lít á samband okkar svona eins og farsælt hjóna-
band. Við vöxum bara nær hvort öðru og þroskumst
saman og döfnum vel,“ útskýrir hún. Þátturinn, Virkir
morgnar, hefur þrátt fyrir sigurgönguna ekki farið
varhluta af gagnrýni og hefur hún iðulega snúið að
gáfnafari þeirra Andra og málfræðikunnáttu.
„Við tölum vitlaust það fer ekki á milli mála,“ segir
hún og hlær. „Ég taldi mig vera rosalega vel máli farna
áður en ég byrjaði á RÚV. Ég fékk verðlaun fyrir ís-
lensku í grunnskóla og hef alltaf staðið mig í henni.
Það var því smá sjokk að komast að því að ég þyki ekki
talandi að mati sumra, það er frekar skrítið,“ segir
Gunna Dís kímin. En segir jafnframt að gagnrýnin
hafi haft einhver áhrif.
„Ég finn samt hve ég er orðin hryllilega óörugg með
íslenskuna mína eftir að ég byrjaði að vinna þarna. Ég
er til dæmis hætt að þora að beygja orð
og sum nöfn, frekar sleppi ég því ef ég er
ekki viss. Ég er samt alls ekki að segja
að við þolum ekki gagnrýni. Við fögnum
því auðvitað að fólk skuli hafa áhuga á
okkur. Við segjum oft bölvaða vitleysu en
við erum líka í beinni útsendingu í þrjá
tíma á dag svo það er ekkert smá magn af
orðum sem frá okkur vellur.“
Þau hafa tekið þann pólinn að vera auð-
mjúk og opin fyrir því að mistakast eða
vita ekki allt og það er óhætt að segja að
einlægni Gunnu Dísar spili stóran þátt í
velgengni hennar.
„Ég er ekki hrædd við að viðurkenna
að vita ekki eitthvað. Ég opinbera eigin
vanþekkingu oft á dag og það á við í
hverju sem er. Sjálfri finnst mér óþægi-
legt að skoða miðla eða hlusta á fólk sem
gefur sér fyrirfram að allt fólk hafi þekk-
ingu á öllum málum.
Það er ekkert alltaf þannig. Venjulegt
fólk hefur ekki grunnþekkingu í öllum
málum en er oft hrætt við að spyrja því
það vill ekki líta út eins og asnar. Það er
allt í lagi að vita ekki allt, enginn veit allt.“
Gunna Dís verður, líkt og áður sagði,
móðir í annað sinn. Barnið er væntanlegt
í maí og segist hún öllu rólegri nú en við fyrsta barn.
„Ég held að þegar kona verður móðir í fyrsta
skipti þá er allt svo óvænt og nýtt og upplifunin er
mikil kúvending. Ég reikna samt með því að þetta
verði svipuð kúvending núna, 5 árum síðar, það
er svo langt síðan ég gerði þetta síðast. Ég hlakka
samt óneitanlega mikið til sumarsins með fjölskyld-
unni. Ég er á þeim stað í lífinu þar sem ég nákvæm-
lega vil vera og er því svo ótrúlega sátt með mitt,“
segir hún og bætir kímin við, „vá, hvað ég hljóma
klisjukennt.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Ég finn
samt hve
ég er orðin
hryllilega
óörugg með
íslenskuna
mína eftir að
ég byrjaði
að vinna
þarna.
mmtudaginn 28. febrúar
klukkan 17-19
Ingólfsstræti 3, 2. hæð
S
em krakki ætlaði ég að verða
forseti. Svo hef ég alltaf verið
metnaðarfull,“ segir útvarps-
konan Gunna Dís sem stendur
vaktina alla virka morgna á Rás
2. Þessi landsbyggðarstelpa er úr Vopnafirði
og hún hefur komið víða við á fjölmiðlaferli
sínum hér í Reykjavík. Meðal annars hefur
hún tekið þátt í að byggja upp nýjar útvarps-
stöðvar. Hún segir þó að aðeins tilviljun hafi
ráðið því að hún hafi fetað braut fjölmiðl-
unar.
„Ég hef samt alla tíð verið mjög opin og
tala frekar mikið. Það var því kannski ekki
úr vegi að starfa við fjölmiðla þó það hafi
alls ekki verið stefnan frá upphafi. Ég hafði
alltaf augastað á einhverju tengdu ferðalög-
um, leiðsögumennsku eða flugi jafnvel.“
Gunna Dís lauk BA prófi í stjórnmála-
og fjölmiðlafræði. Hún segir að fjölmiðla-
fræðin hafi átt betur við sig, en hún starfaði
að hluta við útvarp með náminu. Árið 2006
fluttist Gunna Dís svo til Chile í eitt ár.
„Mér tókst ágætlega að vera bóhem í Chile
í eitt ár. En þegar ég kom til baka var ég
algjörlega í lausu lofti og vissi ekkert hvað
ég vildi.“
Hún varð fljótlega barnshafandi eftir að
heim kom og í fæðingarorlofinu skráði hún
Barnið væntanlegt á afmælisdegi Andra Freys
Fjölmiðlakonan Guð-
rún Dís Emilsdóttir
ætti að vera flestum
kunn. Hún stjórnar,
ásamt Andra Frey
Viðarssyni, vinsælum
morgunþætti á Rás
tvö. Hún var kynnir
á nýafstaðinni
söngvakeppni Sjón-
varpsins og hefur
einnig stýrt sínum
eigin raunveru-
leikaþætti á RÚV.
Gunna Dís, eins og
hún er jafnan kölluð,
er þekkt fyrir hress-
andi og alþýðlegt
viðmót. Fréttatíminn
skyggndist aðeins inn
í veröld þessar ungu,
hressu og verðandi
tveggja barna móður.
Gunna Dís er ein
vinsælasta útvarps-
kona á Íslandi. Hún
er ótrúlega opin
og hress. Hún er
hamingjusöm í lífinu
og eigin skinni og
hlakkar til að takast á
við móðurhlutverkið á
annan hátt með komu
nýs barns í heiminn.
Ljósmynd/Hari
20 viðtal Helgin 22.-24. febrúar 2013