Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 14
Börn vistuð í fangelsum
Við brjótum gegn börnunum okkar
H vernig stendur á því að ein ríkasta þjóð heims, við Íslendingar, vistum börnin okkar í fangelsum og erum
þar af leiðandi að brjóta gegn réttindum þeirra
samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna sem var lögfestur á Alþingi fyrr
í vikunni.
Við erum að tala um örfá börn á ári
sem af einhverjum sökum geta ekki
nýtt meðferðarúrræði Barnaverndar-
stofu og þurfa því að vistast meðal
fullorðinna fanga – sem er skýrt brot
á barnasáttmálanum. Í grein sem ég
skrifa hér í blaðinu og er þriðja grein-
in í greinaflokki um Týndu börnin
svokölluðu, börn í neyslu, kemur fram
að á hverjum tíma er að minnsta kosti
eitt barn í fangelsi hér á landi því við
höfum engin önnur úrræði. Barnið
rekst til að mynda illa á þeim með-
ferðarstofnunum sem í boði eru eða
neitar sjálft að vistast þar. Í samningi
Fangelsismálastofnunar og Barnaverndarstofu
kemur fram að barn getur neitað því að af-
plána dóm á meðferðarstofnun og eru þá engin
önnur úrræði en að það sitji í fangelsi með full-
orðnum föngum.
Árum saman hafa barnaverndaryfirvöld,
sem og fangelsismálayfirvöld, bent stjórnvöld-
um á að nauðsynlegt sé að finna lausn á þess-
um málum því algerlega óhæft sé að málum sé
þannig fyrir komið að börn þurfi að vista með
fullorðnum föngum af ýmsum sökum.
Sökum þess hve börnin eru fá ætti ekki að
þurfa að kosta miklu til. Barnaverndarstofa
og Fangelsismálastofnun hafa lögðu til árið
2011 við velferðarráðherra að sett yrði á stofn
nýtt meðferðarúrræði fyrir unglinga þar sem
hægt væri að uppfylla öll skilyrði til vistunar
fanga á barnsaldri. Ekki eru áform uppi um að
bregðast við þeim tillögum á næstunni og fyrir
vikið dróst lögfesting Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna þar til nú – sem var okkur til
skammar. „Hér varð náttúrulega hrun“ er ekki
lengur afsökun fyrir öllu.
Mér er óskiljanlegt hvers vegna við getum
ekki gert meira fyrir þau börn sem eiga hvað
erfiðast. Þetta eru ekki svo mörg börn, eins og
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri
á höfuðborgarsvæðinu, benti á hér í blaðinu
fyrir hálfum mánuði.
Snemmtæk íhlutun er mikið tískuorð í vel-
ferðargeiranum og snýst um það að grípa inn
í vanda barna og fjölskyldna eins snemma
og hægt er, helst um leið og vart verður við
vandamál. Fjölmargir sem ég hef rætt við í
meðferðargeiranum við vinnslu þessa greina
halda því hins vegar fram að barnaverndaryf-
irvöld, kennarar, skólastjórnendur og félags-
málayfirvöld grípi allt of seint inn í þegar barn
er komið í vanda. Það sé ekki fyrr en vandi
barnsins sé orðinn svo alvarlegur að barnið sé
sjálft komið í neyslu að eitthvað sé að gert. Þá
er oft orðið of seint að grípa inn í – og vandinn
er að minnsta kosti mun erfiðari viðfangs en ef
gripið hefði verið inn í fyrr. Ekki er nægilega
vel tekið á vanda barna sem verða fyrir einelti
þrátt fyrir að mikil umræða hafi verið um það
í skólakerfinu undanfarin ár. Börn sem leiðast
út í neyslu eiga það sameiginlegt að þau hafa
orðið fyrir einelti – en ekki fengið viðhlítandi
aðstoð við að vinna úr þeirri hörmulegu lífs-
reynslu. Fjöldi dæma er jafnframt um að börn
frá heimilum þar sem félagslegar aðstæður
eru erfiðar leiðist út í neyslu fíkniefna. Félags-
lega kerfið réttir þessum börnum oft ekki
hjálparhönd fyrr en þau eru sjálf komin í mik-
inn vanda. Ég talaði nýverið við dreng sem ólst
upp hjá móður sem var fíkill og lést nýverið af
of stórum skammti. Hann var ekki tekinn af
heimilinu og settur í fóstur fyrr en hann var
sjálfur farinn að neyta fíkniefna, 11 ára gamall.
Hefði ekki mátt bregðast við fyrr? Hefði verið
hægt að bjarga þessum dreng? Hvað brást?
Brugðumst við honum kannski, sem samfé-
lag? Hvernig getum við komið í veg fyrir að við
bregðumst fleiri börnum?
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
sjónarHóll
17
flugfélög munu halda uppi áætl-
unar- eða leiguflugi á Kefla-
víkurflugvelli í sumar. Spænska
flugfélagið Vueling Airlines mun
fljúga til Íslands frá Barcelona.
VikAn í tölum
26
strengir eru á rafstrokinni
hörpu Úlfs Hansson ar sem
hlaut í vikunni Nýsköpunar-
verðlaun forseta Íslands.
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir
til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri
en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni
skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti
þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk.
smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi
ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að
hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan
skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni
er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Nicotinell Fruit 2 mg 24 608 25.33 507 -56%
Nicotinell Fruit 2 mg 96 2.437 25.39 508 -55%
Nicotinell Fruit 2 mg 204 4.511 22.11 442 -61%
Nicotinell Fruit 4 mg 96 3.491 36.36 727 -35%
Nicotinell Fruit 4 mg 204 6.280 30.78 616 -46%
Tegund Bragð Styrkleiki Pakkning Meðalverð Meðalverð Meðalverð Sparnaður
pr. pakka** pr. tyggjó x20
* Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 10-11, Stöðinni, N1, Olís, Hagkaup, Krónan, Samkaup og Nóatún.
** Verðkönnun framkvæmd af MMR, 29. janúar 2013 í 16 apótekum.
***Í estum tilfellum nægir að nota á bilinu 8-12 tyggjó á dag. Mest skal nota 25 stk. af 2 mg og 15 stk. af 4 mg
Í þessum samanburði er gert ráð fyrir því að einstaklingurinn tyggi eitt tyggjó fyrir
hverja sígarettu sem hann reykti***
Verðsamanburður á Nicotinell Fruit og þremur vinsælustu tegundum sígaretta
Það er ódýrara að nota
Nicotinell Fruit heldur
en að reykja!61%SPARNAÐUR!
46%
SPARNA
ÐUR!
3 vinsælar tegundir 200 11.407 57.04 1.141
Tegund Fjöldi í Meðalverð Meðalverð Meðalverð
kartoni pr. karton* pr. sígarettu pr. pakka
20
13
N
CH
0
07
N
ic
ot
in
el
l
3
verðlaun hlaut hljómsveitin Retro Stefson
á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hún
var Tónlistarflytjandi ársins, Glow var lag
ársins og myndband við lagið, sem Magnús
Leifsson gerði, myndband ársins.
18
íslenskar knatt-
spyrnukonur
munu spila
í þremur
sterkum
deild-
um í
ár, í
Sví-
þjóð,
Noregi og
á Englandi.
10.188
ferðamenn komu hingað til lands
frá Bretlandi í janúar, 30 prósent
allra ferðamanna í mánuðinum.
Erlendir gestir í janúar hafa
aldrei verið fleiri en nú, um 34
þúsund talsins.
14 fréttir Helgin 22.-24. febrúar 2013 vikunnar