Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 6
Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: 1 6“ á lfl eg ur , þ ok ul jó s Volkswagen Polo Sparar sig vel Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo 1.2 bensín kostar aðeins: 2.550.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn ÍsafirðiKomdu og reynsluaktu Volkswagen Polo Á hverjum tíma er að minnsta kosti eitt barn á aldrinum 15-18 ára í fangelsi hér á landi því eng- in önnur úrræði eru tiltæk fyrir barnið. Vistun barna í fangelsum er brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er vistun barna í fangels- um hér á landi ein helsta ástæða þess að lögfesting sáttmálans dróst hér á landi en hann var loks staðfestur í þessari viku. Í gildi er samningur milli Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um vistun fanga yngri en 18 ára. Barnið þarf hins vegar að samþykkja að vistast á meðferðarstofn- un og ennfremur getur Barnaverndarstofa neitað að taka við sakhæfum börnum eða vísað þeim úr meðferð vegna agabrota. Í þeim tilfellum neyðist Fangelsismálastofnun til að taka við þeim svo fullnusta megi refsingu. Börn verða sakhæf 15 ára. Þegar barn er dæmt til fangavistar óskar Fangelsismálastofnun eftir því við Barnaverndarstofu að hún sjái um afplánun barns á meðferðarheimili því stefna Fangelsismálastofnunar er sú að vista ekki börn í fangelsi, að sögn Erlu Kristínar Árnadótt- ur, staðgengils forstjóra Fangelsismálastofnunar. Að jafnaði er um eitt barn í fangelsi á Íslandi hverju sinni af þessum sökum. Í skýrslu vinnuhóps um afplánun sakhæfra barna sem unnin var á vegum þáverandi dómsmálaráð- herra árið 2010 er lagt til að rýmum á neyðarvistun á einu af meðferðarheim- ilum Barnaverndarstofu verði fjölgað svo að vista megi þar þau börn sem hljóta fangelsis- dóm og ekki er unnt að vista á með- ferðarstofnun. Fangelsismálastofnun og Barnaverndarstofa unnu í framhaldinu skýrslu þar sem lagt er til að komið yrði á fót nýrri meðferðarstofnun sem meðal annars hefði það hlutverk að sinna af- plánun barna, að sögn Halldórs Hauks- sonar, sviðsstjóra meðferðar- og fóstur- sviðs Barnaverndarstofu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að réttarkerfið bjóði fjölmörg úrræði til að reyna að hjálpa börnum sem lenda á rangri braut. Hann nefnir sáttamiðlun í vægari afbrotum á borð við þjófnaði og eignaspjöll og ákærufrestun. „Við erum að nýta þessi úrræði með býsna góðum árangri og að auki erum við að færa forvarnarstarf okkar frá því að vera almennt forvarnarstarf í mun ein- staklingsbundnari forvarnir í því skyni að taka á vanda þeirra einstaklinga sem eru í miklum vanda. Í þeim tilfellum erum við í samvinnu við skóla, barna- verndaryfirvöld, foreldra og alla þá sem að málum koma,“ segir Stefán.  SamStarf ÍSlandS og færeyja Í atvinnu- og nýSköpunarmÁlum Færeyingum þakkað í verki Færeysk-íslenska viðskipta- ráðið og ráðuneyti fjármála og atvinnu- og nýsköpunarmála standa fyrir ráðstefnu í sam- vinnu við færeysk stjórnvöld fyr- ir ráðstefnu um samstarfsmögu- leika þjóðanna í framtíðinni þriðjudaginn 5. mars næstkom- andi. Ráðstefnan fer fram í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn frá klukkan 10.30 - 16.30. Yfirskrift hennar er: Samstarfsmöguleikar í atvinnu- og nýsköpunarmálum, að því er fram kemur í tilkynn- ingu Viðskiptaráðs. „Eins og flestum er í fersku minni voru Færeyingar fyrsta þjóðin sem bauðst til að lána Ís- landi fé eftir hrunið í október 2008. Íslensk stjórnvöld vilja með ráðstefnunni stíga mikil- vægt skref til frekari eflingar samstarfs ríkjanna og sýna með því þakklæti í verki,“ segir enn fremur. Frá Íslandi flytja erindi: Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkj- unar, Hilmar Veigar Péturs- son, forstjóri CCP og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Fulltrúar úr fær- eysku stjórnmála-, efnahags- og atvinnulífi ávarpa ráðstefnuna. Í lok hennar fara fram umræð- ur með þátttöku ráðherra og fulltrúum heimamanna. Móttaka verður í embættisbú- stað aðalræðismanns Íslands í Færeyjum að ráðstefnunni lok- inni og stendur hún frá klukkan 17-19. Brottför til Íslands er klukkan 20. Flogið verður til Færeyja mánudaginn 4. mars með vél Flugfélags Íslands frá Reykja- víkurflugvelli klukkan 11.45 og lent í Færeyjum klukkan 13.15. Verð fyrir flugið, báðar leiðir, er 90 þúsund krónur. Ráðstefnan fer fram í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Ljósmynd/Wikipedia/Arne List Týndu Börnin 3. hluti Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Börn eru vistuð í fangelsum Á hverjum tíma er að minnsta kosti eitt barn vistað í fangelsi hér á landi og brjótum við með því gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skortur er á úrræðum fyrir afplánun dóma barna sem ekki er hægt að vista á með- ferðarstofnun Barnaverndar- stofu. Flestir ungir afbrota- menn hljóta skilorðs- bundna refsingu en ekki fangelsisdóm. Á árunum 2009-11 voru að meðal- tali um 20 börn dæmd til skilorðsbundinnar refs- ingar en að meðaltali tvö í fangelsi á hverju ári. Að auki eru börn dæmd til annarra refsinga, svo sem sektargreiðslna. N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es 6 fréttir Helgin 22.-24. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.