Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 52
Þorbjörg flýgur til Bandaríkjanna í dag, föstudag, þar sem Retro
Stefson treður upp í Kennedy Center með FM Belfast og Sóleyju.
Í lok mars fer sveitin svo á mánaðartúr um Evrópu. Ljósmynd/Hari
Touch sem er góður á ferðalögum
því þar er bæði tónlistin og svo
kemst ég á netið. Svo stefni ég á
að kaupa mér Macbook í Banda-
ríkjunum og hlakka mikið til. Ég
eignaðist reyndar iPhone 4 en
var með hann óopnaðan í einn
eða tvo mánuði og endaði á að
selja hann. Ég sé svolítið eftir því
en mér fannst óþægilegt að vera
með svona dýran síma, ég var
svo hrædd um að týna honum.
Nýjasta æðið mitt er Snapchat
sem mér finnst rosa skemmtilegt.
Ég fer voða mikið á Facebook en
ég tjái mig ekki mikið þar. Ég fer
líka oft á Instagram. Ég spila ekki
mikið tölvuleiki en um daginn
kom bróðir minn gömlu Nin-
tendo-tölvunni sinni aftur í gang.
Það var frábært að spila aftur
Super Mario Bros og Megaman.
Aukabúnaður
Ég kann voða lítið að elda en ég
fer stundum út að borða. Oftast
bara á staði eins og Eldsmiðjuna
eða eitthvað þannig. Ég hef samt
nokkrum sinnum farið á Sus-
hisamba sem er meganæs. Og ég
elska líka Argentínu. Það getur
stundum verið erfitt þegar á að
redda mat á tónleikaferðalögum
því ég er dálítið matvönd og er oft
með sérþarfir. Ég borða til dæmis
ekkert með mæjónesi í eða
súrar gúrkur. Ég á mjög mikið
af snyrtivörum en ég kann ekki
mikið að nota þær. Stundum er ég
ekki með neitt og stundum smá
púður. Þegar ég vil vera fín er ég
oft með línu yfir auganu. En ef ég
vil vera sérstaklega fín læt ég vin-
konu mína mála mig. Mér finnst
mjög gaman að prjóna, það er
voða fínt að prjóna á ferðalögum.
Mér finnst einmitt rosa gaman að
ferðast innanlands en ég hef alltof
lítinn tíma til þess og er ekki
með bílpróf. Einn af uppáhalds
stöðunum mínum er Hraunkot í
Borgarfirðinum. Það er lítið hús
sem systur afa míns áttu og ég
fór alltaf þangað þegar ég var lítil.
Þetta er rétt hjá Hraunfossunum,
mjög næs svæði.
Staðalbúnaður
Fatastíllinn minn er mjög stelpu-
legur, ég klæðist eiginlega bara
kjólum og pilsum. Ég reyni að hafa
þægindin í fyrirrúmi og vil helst
hafa fötin litrík. Ef ég er ekki í lit-
ríkum kjól þá á ég endalaust af lit-
ríkum sokkabuxum í staðinn. Ég
kaupi föt aðallega í útlöndum, ég
nota tækifærið þegar við erum á
tónleikaferðum þó það sé reyndar
mjög erfitt að versla með strák-
unum. Ég versla mikið í H&M
og þannig búðum. En nú er ég að
fara til Bandaríkjanna og hlakka
til að komast í Urban Outfitters,
American Apparel og Forever 21.
Ég geng oftast í flatbotna, léttum
skóm. Ég geng eiginlega aldrei á
háhæluðum skóm. Það kemur al-
veg fyrir að ég kaupi mér hælaskó
eða gelluföt en ég nota þau eigin-
lega aldrei.
Hugbúnaður
Núna finnst mér skemmtilegast
að fara á Harlem eða Dollý þegar
ég fer að skemmta mér. Á barnum
kaupi ég oftast Crabbies sem
er ógeðslega frískandi engifer-
bjór. Uppáhalds skotið mitt er
svo grænt Gajol. Ég fer ekki oft á
kaffihús en þegar það gerist fer ég
á Súfistann eða Hemma & Valda.
Mér finnst gaman að fara í sund og
ég er með kort í Baðhúsinu en aðal
líkamsræktin er að ég labba mjög
mikið. Ég horfi svolítið á þætti, ég
var að horfa á Twin Peaks og svo
var Forbrydelsen að byrja sem er
mjög skemmtilegt.
Vélbúnaður
Tölvan mín er búin að vera biluð
í eitt og hálft ár og ég tala í þrjú
þúsund króna Samsung-síma
þannig að ég gæti verið betur sett
í tæknimálum. En ég er með iPod
Í takt við tÍmann Þorbjörg roach gunnarsdóttir
Þorði ekki að eiga iPhone
Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir er 22 ára hljómborðsleikari í hinni
vinsælu hljómsveit Retro Stefson. Meðfram tónleikahaldi með
hljómsveitinni vinnur hún á frístundaheimilinu Skýjaborgum
og nemur klassískan píanóleik. Þorbjörg er með kort í Baðhúsinu
og borðar ekki súrar gúrkur.
Lið MK.
Frá
vinstri
eru
Lárus,
Darri og
Guð-
mundur.
Átta liða úrslit gettu betur
Kvennó gegn MK í kvöld
Átta liða úrslit Gettu betur halda
áfram í Sjónvarpinu í kvöld,
föstudagskvöld, klukkan 20. Að
þessu sinni mætast lið Kvennó
og Menntaskólans í Kópavogi.
Lið MH og MR eru þegar komin í
undanúrslit.
Höfundar spurninga og dóm-
arar eru Þórhildur Ólafsdóttir og
Atli Freyr Steinþórsson. Spyrill er
Edda Hermannsdóttir.
Fréttatíminn tók púlsinn á kepp-
endum liðanna í vikunni. Spurn-
ingaljónin voru beðin að nefna það
lag sem kemur þeim í rétta gírinn
fyrir keppnina í kvöld.
Lið Kvennó
Hrafnhildur Hallgrímsdóttir: Þú vilt ganga þinn veg – Einar áttavillti.
Daníel Freyr Birkisson: Kiss from a Rose – Seal.
Skúli Arnarsson: Hopeless Wanderer – Mumford & Sons.
Lið MK
Lárus Guðmundsson: Ride Of The Valkyries – Wagner.
Darri Egilsson: Sound Of Silence – Simon & Garfunkel.
Guðmundur Hákon Hermannsson: Room Service – Pitbull.
Lið
Kvennó.
Frá
vinstri
eru
Hrafn-
hildur,
Daníel
Freyr og
Skúli.
52 dægurmál Helgin 22.-24. febrúar 2013