Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 22.02.2013, Blaðsíða 18
Ég bý rétt hjá Hljóm- skálagarð- inum og það er varla hræða þar. Í alvöru. Samt er þetta falleg- ur staður. Í Fyrirheitna landinu leikstýrir Guðjón Pedersen Hilmi Snæ Guðnasyni í hlutverki utangarðs- mannsins og fyllibyttunar Johnny Byron. Sjálfur hefur Guðjón snúið baki við Bakkusi en segir það síður en svo trufla sig að fást edrú við þetta alkóhólíseraða verk. „Það er nú lítið mál. Þetta er bara svona „been there, done that.“ Í gamla daga talaði maður um að sumir hafi farið á Woodstock og komu aldrei til baka. Festust bara einhvers staðar enda fylgir þessu stöðnun. Það harm- ræna við Johnny er að hann er fastur og það er ekkert gaman nema það sé vín eða dóp með.“ Guðjón segir pælingarnar í Fyrir- heitna landinu skemmtilegar og sjálf- um finnst honum áhugaverðast að horfa á stöðu utangarðsfólks í samfé- laginu. „Það er mjög áhugavert hvern- ig öll samfélög þrá skrýtna karla eða skrýtnar kerlingar. Fólk sem stendur svolítið fyrir utan samfélagið. Við löð- umst einhvern veginn að þessu fólki en um leið er alltaf þessi hugsun um að eyða því. Tortíma þeim. Stundum er þetta sekúnduspursmál um hvenær okkur finnst einhver svona manneskja eiga að hverfa. Þetta er svolítið eins og með Grýlu. Hún er hræðileg og spenn- andi en við viljum drepa hana. Ég held að öllum samfélögum sé nauðsynlegt að eiga fólk sem er algerlega á skjön við allt og standa utan við lög og regl- ur. Eða virða þetta á sinn hátt. Að því leytinu finnst mér þetta mjög áhuga- vert. Þetta er náttúrlega nútímalegra að því leytinu að það er áfengi og dóp í þessu og allt þetta ólöglega. Hvort er betra að hafa krakkana dópaða í Hjartagarðinum eða inni í Kringlu? Hver er munurinn?“ Missti af hruninu Þegar Guðjón hætti í Borgarleik- húsinu fékk hann tækifæri til þess að horfa á íslenskt samfélag úr fjarlægð. „Ég var það lukkulegur að mér tókst eiginlega að vinna bara erlendis og fékk aðeins fjarlægð frá Íslandi. Mér fannst þetta rosalega gott. Bæði að fara en svo var gaman að koma aftur en það var hollt og gott að sjá þetta úr fjarlægð.“ Efnahagshrunið fór meira að segja hálfpartinn fram hjá Guðjóni. „Ég var nú svo lánsamur að vera að leikstýra í Prag þegar hrunið varð og ég komst nú ekki að þessu fyrr en ég gat ekki tekið út pening og hringdi heim og bað konuna mína um að athuga hvort það væri eitthvað að og hún sagði mér að það væri allt hrunið hérna. Daginn eftir vildu leikararnir endilega gefa mér mat og lána mér pening eftir að þetta hafði verið á forsíðum blað- anna. Þeir héldu að þetta væri bara alveg búið. Það var sérkennilegt. Ég hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast.“ Samfélagið fór á hliðina og reiði- öldurnar sem gengu yfir í kjölfar hrunsins eru enn ekki gengnar yfir en Guðjón sér ekki fyrir sér að leikhúsið sem slíkt hafi brugðist sérstaklega við ástandinu. „Nei, ég held nú að við verðum síðust til þess. Eða jú. Við gerum það með því að bregðast við alveg eins og samfélagið. Með reiði og öskrum en það er engin krufning í gangi. Leikhúsið er svo íhaldssamt í eðli sínu að í raun verður það kannski síðast til þess að gera eitthvað.“ Betra líf í þéttari byggð Skipulagsmál Reykjavíkurborgar eru Guðjóni mjög hugleikin og leik- stjórinn tekur flugið þegar talið berst að því hvernig samfélag við byggjum. „Ég er svo sammála bæði hægri- og vinstrimönnum sem vilja þétta byggð. Besti flokkurinn er líka á þessum slóðum en mér finnst allt þetta fólk vera svo ósýnilegt með það sem þau eru að hugsa. Þau eru allt of spör á bæði hugmyndir sínar og að benda á hvað við myndum fá út úr þessu. Ég held að við fáum ekki aðeins kjara- bætur með þéttari byggð heldur fylgir því að reyna að verða borg líka svo Sumir festast á Woodstock Guðjón Pedersen stjórnaði Borgarleikhúsinu í átta ár frá síðustu aldamótum en starfaði síðan í útlöndum um árabil. Hann sneri aftur í íslenskt leikhús í fyrra þegar hann leikstýrði Afmælisveislu Pinters í Þjóð- leikhúsinu. Hann leikstýrir í sama húsi Fyrirheitna landinu-Jerúsalem sem verður frumsýnt á laugardags- kvöld. Drykkja og dóp eru áberandi í verkinu en það truflar Guðjón ekkert að hrærast í slíku á sviðinu þótt hann sé sjálfur hættur að drekka. „Been there, done that,“ segir hann þegar hann afgreiðir drykkjuna enda kominn aftur frá Woodstock. margt félagslegt. Meiri nálægð og val um lífsstíl. Ég á tvö börn og ég hef í raun og veru aldrei getað sent þau út í búð vegna þess að við þurfum eiginlega að fara í lág- vöruverslun úti á Eiðisgranda. Þannig að það er að vaxa upp heil kynslóð sem hefur aldrei hlaupið út í búð. Jújú. Þau geta farið út í 10/11 en fyrir mér er það sjoppa. Það er svo margt sem ég held að við getum grætt á því ef við þéttum þessa byggð og förum að lifa eins og við séum í borg. Hér er allt of langt á milli staða á ekki stærra svæði og þar af leiðandi er einhvern veginn ekkert nýtt við grænu svæðin. Ég bý rétt hjá Hljóm- skálagarðinum og það er varla hræða þar. Í alvöru. Samt er þetta fallegur staður.“ Enginn til í að gera eitt né neitt Guðjón segist ekki fá betur séð en að pólitískir andstæðingar eins og borgar- fulltrúarnir Gísli Marteinn Baldurs- son og Hjálmar Sveinsson gangi alveg í takt í skipulagsmálum. „Þetta er svo skrýtið. Maður heyrir það þegar maður hlustar á þá að þeir eru á sama máli. Og ég er viss um að þeir tali mikið saman og séu sammála um þetta í 90% tilfella. En einhvern veginn koma þeir þessu ekki út. Við eigum að hafa skoðanir á þessu. Arkitektúr og öllu þessu sem við höfum fyrir augunum á hverjum degi. Það er fáránlegt að ungt fólk geti ekki tekið ákvörðun um að það vilji ekki eiga bíl, eiga bara einn bíl eða leigja bara bíl þegar á honum þarf að halda. Strætó- kerfið myndi líka fara að virka með þétt- ari byggð.“ Guðjón bendir á að ef til vill þýði lítið að ræða á þessum nótum í ástandinu eins og það er. „Það er kannski ekki Guðjón Pedersen segist ekki hafa fundið kjarkinn til þess að breyta lífi sínu algerlega en unir sér vel í leikhúsinu, æðrulaus og pollrólegur. Ljósmynd/Hari 18 viðtal Helgin 22.-24. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.