Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Síða 8

Fréttatíminn - 25.01.2013, Síða 8
• • Trefjaríkt 10 g trefjar í 100 g Inniheldur náttúruleg trefjaefni sem viðhalda heilbrigðri meltingu. ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringar- ríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi. PIPA R\TBW A • SÍA • 120578  Heilbrigðismál skortur á plássi á HjúkrunarHeimilum Tugir aldraðra bíða mán- uðum saman á Landspítala eftir hjúkrunarheimili Allt að 55 aldraðir hafa legið mánuðum saman á Landspítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunar- heimili. Á meðan getur spítalinn ekki nýtt rúmin fyrir sjúklinga á biðlistum. Velferðarráðherra segir 50 ný pláss koma í notkun í vor. Forstjóri spítalans segir að vandann eigi eftir að aukast með fjölgun aldraðra. a llt að 55 manns liggja hverju sinni á Landspítalanum og bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili. Sumir hafa legið mánuðum saman eftir að vistunar- og færnis- mat liggur fyrir og hefur þá verið í töluverð- an tíma á spítalanum í meðferð og í bið eftir að komast í matsferli. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, staðfestir að með þessu sé verið að taka allt að 55 pláss sem nýst gætu undir aðra sjúklinga. „Við sækjum um vistun- ar- og færnismat þegar fullreynt er með með- ferð og endurhæfingu sjúklings sem hefur þá oft verið töluverðan tíma hjá okkur. Svo tekur tíma að fá matið en að auki þurfa sjúklingar að bíða mánuðum saman hjá okkur eftir plássi á hjúkrunar- heimili eftir að matið hefur farið fram,“ segir Björn. „Þetta er val þeirra sem stjórna heilbrigðiskerfinu, að geyma þetta fólk hjá okkur í stað þess að byggja upp hjúkrunar- heimilisþjónustuna,“ segir Björn. Aðspurður segir hann þetta aldrað fólk sem dvelji því mán- uðum saman á fjölbýli. Það eigi oft maka sem eðli málsins sam- kvæmt geti ekki dvalið hjá því eins mikið og það vildi. „Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar mun öldruðum fjölga á næstu árum og mun þeim því fjölga hér á spítalanum nema hjúkrunarþjónustan verði byggð upp,“ segir Björn. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir það slæmt allra hluta vegna þegar aldr- aðir sem lokið hafa meðferð á Landspítala og þurfa að komast í hjúkrunarrými teppast inni á Landspítala. „Þetta dregur úr getu sjúkrahússins til að sinna þeim verkefnum sem því eru ætluð. Þetta er líka slæmt fyrir fólkið sem á í hlut því að á sjúkrahúsinu eru aðstæður engan veginn eins og best verður á kosið miðað við að dvelja þar lengi,“ segir hann. Guðbjartur bendir á að framkvæmdir standi yfir við byggingu nýrra hjúkrunar- heimila og í vor verða tekin í notkun tvö ný hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og muni þar með bætast við fimmtíu ný rými sem tvímælalaust mun draga úr vandanum á Landspítala, að sögn Guðbjarts. Hann bendir á að fólk hafi val um að fá tímabundna dvöl á hjúkrunarheimili meðan það bíður eftir að rými losni á því heimili sem viðkomandi ætlaði sér að búa og sótti um. Nokkuð sé hins vegar um að aldraðir á Landspítalanum hafni þessum kosti. „Ef til vill hefur þetta ekki verið kynnt nógu vel fyrir fólki, eða þá að það treystir því ekki að það haldi óskertum möguleikum á að komast í það hjúkrunarrými sem það hefur óskað eftir. Ég vil því taka það skýrt fram að fólk getur fullkomlega reitt sig á þessa leið og engin ástæða til að efast um það,“ segir hann. „Alla jafna eru ekki mörg laus rými á hjúkrunarheimilum og það eru þá helst tví- býli sem fólk hafnar sem varanlegu úrræði. Það er hins vegar álitaefni hvort að fólk eigi að hafa val um að dvelja á sjúkra- húsi að lokinni meðferð ef hjúkrunarrými á búsetu- svæði viðkomandi standa til boða sem tímabundin lausn eins og hér hef- ur verið lýst, enda er það örugglega ekki síðri kostur en að dvelja á sjúkradeild á Landspítala þar sem yfirleitt eru nokkrir saman á stofu,“ segir Guðbjartur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans Allt að 55 aldr- aðir liggja hverju sinni inni á Land- spítala og bíða eftir plássi á hjúkrunarheim- ili. Björn Zoëga, forstjóri Land- spítalans, segir þennan vanda aðeins koma til með að aukast með fjölgun aldraðra í þjóðfélag- inu. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, vildi ekki tjá sig en í fyrra fékk kvikmyndahátíðin níu milljónir frá Reykjavíkur- borg en í ár fékk hátíðin ekki krónu.  Hátíð í fyrra fékk Hátíðin níu milljónir Kvikmyndahátíð sótti ekki um styrk Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, Riff, sótti ekki um styrk til Menningar- og ferða- málaráðs Reykjavíkurborgar en í ár var úthlutað rúmum 40 milljónum til hátíðar- og menningarviðburða í borg- inni. Samkvæmt heimildum Fréttatímans kom þetta nefndarfólki mjög á óvart en í fyrra fékk Riff níu milljónir í styrk. Hrönn Marinósdóttir, stjór- nandi Riff, vildi ekki tjá sig um málið við Fréttatímann en sagði „málið í vinnslu“ og vísaði á Menningar- og ferða- málaráð Reykjavíkurborgar. Í Menningar- og ferðamála- ráði fengust þau svör að eng- inn nefndarmanna viti neitt um stöðu og framtíðarhorfur kvikmyndahátíðarinnar vegna þess að ekki barst um- sókn um styrk frá hátíðinni. Að sögn kvikmyndagerðar- fólks er mikill kurr í fólki og spurt er hvað verði um kvik- myndahátíðina og hvort hún verði yfir höfuð haldin. Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% ÞORRINN 2 013 Þorrahlaðborð – fyrir 10 eða fleiri – 2.398 kr. á mann Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is 8 fréttir Helgin 25.-27. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.