Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Síða 23

Fréttatíminn - 25.01.2013, Síða 23
yfirleitt alltaf heima á sumrin sérstaklega eftir að krakkarnir voru komnir. Þá var líka svo heitt úti, lítið við að vera þannig að það er eiginlega hálf ólíft. Hann var meira úti og allan síðasta veturinn þá var hann meira og minna úti og ég meira og minna heima þannig að þá fórum við bara með fjarbúðina á nýtt stig,“ segir Þóra og svo fór að þau sögðu skilið við sólarparadísina og fluttu alfarin til Íslands. En hvers vegna í ósköpunum flytur fólk af ströndinni á Bahama í kuldann, grámann og nöldrið á Íslandi? „Hlutirnir eru kannski pínu skrýtnir hér en þeir eru ennþá skrýtnari þarna úti,“ svarar Þóra að bragði. „Maður verður þreytt- ur á ruglinu þar. Þetta er rosa falleg útópía að vera á ströndinni en þú ferð bara á ströndina einu sinni í viku og þú nennir ekki á hverjum einasta morgni að maka á þig endalaust af sólarvörn vegna þess að hvíta, íslenska húðin þín brennur bara. En þetta var náttúrlega alveg geðveikt. Við bjuggum þarna alveg við sjóinn og höfrungaskólinn var þarna beint á móti mér þannig að ég fór út með kaffibollann á morgnana veifaði og horfði á höfr- ungana stökkva. Og svo bara: „Ókei, þá er ég búin að sjá það í dag best að fara inn að vinna.“ Desperate Housewives-klúbburinn Þóra segir þó að þessi glansmynd endist ekki að eilífu og að samfélagið á Bahama sé stórskrýtið og alls ekki fjölskylduvænt. „Þótt þú sért í þessum hita þarna úti þá skilurðu ekkert krakkana eftir úti. Þau myndu bara skaðbrenna og væru bara í ruglinu. Maður er í raun miklu frjálsari á Íslandi.“ Og öruggari eins og Þóra bendir á: „Ef eitthvað kemur fyrir þarna þá er varla hægt að tala um að það sé spítali þarna. Eða hann er þarna en er þekktastur fyrir að fólk á til að koma verra þaðan út en þegar það lagðist inn. Þarna er fátt af því sem við tökum sem gefnu hérna. Skólakerfið er í mol- um, atvinnuleysi mikið og glæpatíðnin er ofboðs- lega há. Við vorum til dæmis með sex varðhunda. Fyrir mér var þetta samfélag stórskrýtið. Þeir eru mjög stífir á atvinnuleyfunum þannig að það er ofboðslega mikið af karlmönnum sem koma þarna inn á vegum einhverra fyrirtækja og fá vinnu. En konurnar fengu ekki atvinnuleyfi. Þarna voru kannski hámenntaðar konur sem allt í einu voru bara fastar í því að vera húsmæður. Þær voru við það að skera sig á púls. Þær mynduðu mjög fyndið samfélag og ég kallaði þetta alltaf Desperate Housewives-klúbbinn. Þær komu alltaf beint úr jóga, „lunch“ eða einhverju rugli að sækja börnin í hvíta einkaskólann en við tókum alveg meðvitaða ákvörðun um að setja strákinn okkar ekki í þann skóla. Hann fór í almenna skólann og var fyrir vikið eina hvíta barnið í bekknum.“ Bókarinn skaut eiginmanninn Þóra bendir á að álíka margir búi á Bahama og á Íslandi. „Íbúarnir þar eru eitthvað um 300.000 Ef ég ætla að búa hérna fyrir ofan með börnin mín þá gefur augaleið að ég er ekki að fara að reka neitt fyllirísbæli þarna. Framhald á næstu opnu Framkvæmdaglöð hjón, Þóra Sigurðardóttir og Völundur Snær Völundarson. Ljósmynd/Hari viðtal 23 Helgin 25.-27. janúar 2013 Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.