Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 26

Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 26
Verðum að liði, vinnum gegn atvinnuleysi. Liðsstyrkur er nýtt átak til að berjast gegn atvinnuleysi og auka verðmætasköpun um leið. Þessi fjárhæð nemur grunnfjárhæð atvinnuleysisbóta að viðbættu 8% framlagi í lífeyrissjóð - en fer lækkandi eftir því sem líður á árið. Skráning og nánari upplýsingar á www.lidsstyrkur.is F ÍT O N / S ÍA Nýtum tækifærið! Atvinnurekendur sem grípa tækifærið strax og ráða í ný störf úr hópi þeirra sem lengst hafa leitað að vinnu, fá 186.418 kr. mánaðarlegt mótframlag fyrstu sex mánuðina. S á vaski og óþreytandi bar-áttumaður Ómar Ragn-arsson segir á bloggi sínu að sprenging stíf lunnar í Miðkvísl, efst í Laxá 1970, hafi verið „tímamótagerningur í nátt- úruverndarbaráttunni í Evrópu og er enn einstakur viðburður í sögu hennar.“ Ómar lýsir síðan óaftur- kræfum umhverf isspjöllunum sem hefðu orðið ef „menn ætluðu í fúlustu alvöru að framkvæma svo- nefnda Gljúfurversvirkjun, sökkva Laxárdal, taka Skjálfandafljót úr far- vegi sínum, drepa fossana í fljótinu, þar með Aldeyjarfoss og Goðafoss, og veita því um miðlunarlón, sem yrði stærra en Mývatn, í Kráká og Laxá, trúa þeir þessu ekki, svo fá- ránlegt sýnist þetta núna.“ Hermóður Guðmundsson bóndi í Árnesi beitti sér fyrir stofnun verndarsamtaka Laxár og Mývatns og hlaut félagið síðar nafnið Land- eigendafélag Laxár og Mývatns. Fólkið á bökkum Laxár og Mývatns sameinaðist undir merkjum félags- ins í baráttunni gegn virkjuninni. Hermóður var formaður félagsins frá stofnun og þar til hann lést, árið 1977. Hildur, dóttir Hermóðs, var um tvítugt þegar sprengjan sprakk og tók virkan þátt í mótmælunum. Hún segir föður sinn þó hafa haldið sig heima þegar farið var í sprengju- leiðangurinn. „Hann var ekki á staðnum vegna þess að það var ekki talið skynsam- legt að hann væri á svæðinu vegna þess að hann var formaður Land- eigendafélags Laxár og Mývatns. Þannig að hann sat heima og leið ekki vel, held ég,“ sagði Hildur þeg- ar Fréttatíminn fékk hana til þess að rifja upp stemninguna í sveitinni í ágúst 1970. „Það var mikill hiti í liðinu, mikil stemning auðvitað og samstaðan í hópnum sterk.“ Eldmóður og baráttuandi „Ég var náttúrlega hálfgerður ung- lingur þarna. Rétt um tvítugt, full af eldmóði náttúrlega og baráttuanda. Ég hafði fylgst með þessu máli al- veg frá því ég var krakki. Þetta byrjaði náttúrlega dálítið snemma og ég bara tók þátt í þessu,“ segir Hildur. „Ég fór ofan í ána og mokaði upp grjóti með höndunum og svona. Svo skalf maður vitaskuld aðeins á beinunum þegar maður þurfti að mæta fyrir dómarann. Eins og allir gerðu nú.“ Framkvæmdir við fyrsta áfanga virkjunarinnar hófust 1970. Þing- eyingar fóru í mótmælaferð til Ak- ureyrar og er talið að þar hafi 500 manns látið til sín taka. Deilan harðnaði svo þangað til Miðkvíslar- stífla var rofin með dínamítspreng- ingu, dráttarvélum og handverk- færum. Sprengjumálið upplýstist þannig að 113 Þingeyingar lýstu Tímamótagerningur í náttúruverndarbaráttunni Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Sprengingin var þrautalending bændanna í deilu sem var í hnút og markar að margra mati upphaf náttúruverndarbaráttu á Ís- landi. Kvikmyndagerðarmaðurinn Grímur Hákonarson frumsýndi í miðri vikunni heimildarmyndina Hvellur sem fjallar um þennan sögulega atburð sem hefur þó ekki farið hátt hin síðari ár. Hildur Hermóðsdóttir var um tvítugt þegar stíflan var sprengd, dóttir Hermóðs Guðmundssonar bónda í Árnesi sem var í fylkingar- brjósti bændanna. Hún segir hitann í mannskapnum hafa verið mikinn og samstöðuna einstaka en á sínum tíma lýstu 113 manns verkinu á hendur sér. verknaðinum strax á hendur sér. 65 voru síðan ákærðir og fengu skil- orðsbundna dóma. Þrír menn sprengdu stífluna og í myndinni Hvellur, eftir Grím Há- konarson, kemur fram að þeir voru Guðmundur Jónsson á Hofsstöðum, Sigurgeir Pétursson á Gautlöndum og Arngrímur Geirsson í Álftagerði sem er sá eini þeirra sem enn er á lífi. Neyðarúrræði „Þetta var náttúrlega mjög rót- tækt en það var náttúrlega lengi búið að reyna samningaleiðina en alltaf komið að lokuðum dyrum,“ segir Hildur og bætir við að engin hreyfing hafi komist á málið fyrr en eftir sprenginguna. „Það var nú eiginlega fyrst eftir að þetta gerð- ist sem reynt var að setjast niður og semja af einhverri alvöru. Ætli samningar hafi ekki náðst þremur Áin sem ekki tókst að stífla. 26 viðtal Helgin 25.-27. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.