Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 30
Ófeigur gengur aftur Leikstjóri Ágúst Guðmundsson Frumsýnd í mars Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Unga parið ætlar að selja hús hins látna, en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Ókunn- ugleiki unga mannsins á þessu sviði verður þó einungis til þess að hann vekur upp annan draug, smáklikkaða fyrrum ástkonu Ófeigs, og við það magnast reimleikar í húsinu um allan helming. Laddi leikur Ófeig og Ilmur Kristjánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson leika parið sem situr uppi með afturgönguna. Fjörugt íslenskt bíóár framundan Í slensk kvikmyndagerð fékk á sig þungt högg eftir bankahrunið 2008 og aðeins hægði á vel smurðum hjólum bransans. Áhyggjur af skertum styrkjum og fjársvelti greinarinnar settu sitt mark á framleiðsluna miss- erin eftir hrun en nú virðist allt vera komið á fleygiferð á ný og árið 2013 verður blómlegt. Í fyrra voru aðeins fjórar íslenskar bíómyndir frumsýndar, Svartur á leik, Djúpið, Frost og svo Blóðhefnd sem náði engu flugi og hvarf úr bíó eftir nokkra daga. Í ár kveður við allt annan tón og í kringum páskana verður búið að frumsýna fjórar íslenskar myndir auk þess sem ýmis spennandi verk- efni eru að fara í gang og lofa góðu fyrir næsta ár en framundan eru tökur á Vonarstræti sem Baldur Z leikstýrir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson er í startholunum með mynd sína Kalt vor. Þá hafa Baltasar Kormákur og Dagur Kári tekið höndum saman og ætla að vinna saman að næstu mynd Dags Kára, Rocket Man, sem er fyrsta myndin sem hann gerir á íslensku frá því hann steig fram með Nóa albínóa. Þá er Sigurjón Sighvatsson með tilbúið handrit eftir Ottó Geir Borg að mynd eftir draugasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, þannig að óneitanlega eru bjartari tímar framundan en á síðustu árum. XL Leikstjóri Marteinn Thorsson Frumsýnd í janúar Fyrsta frumsýningarmynd ársins skartar Ólafi Darra Ólafssyni í hlutverki þingmannsins Leifs Sigurðarsonar. Sá er fullkominn egóisti og í meira lagi drykkfelldur. Eftir að hann skandaliserar þannig að eftir er tekið opinberlega skikkar forsætisráðherra hann í áfengis- meðferð en áður en Leifur hefur þá þrautagöngu ákveður hann að slá í eitt almennilegt partí sem á eftir að draga dilk á eftir sér. Falskur Fugl Leikstjóri Þór Ómar Jónsson Frumsýnd í febrúar Falskur Fugl er gerð eftir samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar frá árinu 1997. Myndin segir frá sextán ára vandræðagemlingnum Arnaldi sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Þegar eldri bróðir hans sviptir sig lífi hrynur veröld Arnaldar sem leiðist inn á rangar brautir og verður sjálfum sér verstur þótt hann sé gæddur góðum gáfum og skorti fátt. Hinn nítján ára gamli Styr Júlíusson leikur Arnald en Alexía Björg Jó- hannesdóttir og Davíð Guðbrandsson leika foreldra hans. Þetta reddast Leikstjóri Börkur Gunnarsson Frumsýnd í mars Nokkuð er liðið síðan Börkur Gunnarsson kláraði tökur á Þetta reddast sem kemur loks fyrir sjónir áhorfenda á þessu ári. Í myndinni leikur Björn Thors blaðamann sem er með allt niður um sig, bæði í vinnunni og einkalífinu. Hann ákveður að reyna að bjarga sambandinu sínu með því að bjóða kærustunni á Hótel Búðir þar sem friður og ró svæðisins muni leggjast yfir dömuna og hann geti dekrað við hana. En það vill svo óheppilega til ritstjórinn hans setur honum úrslitakosti þessa sömu helgi og hann verður að fara upp á Búrfells- virkjun og gera úttekt á svæðinu. Málmhaus Leikstjóri Ragnar Bragason Frumsýnd í október Árið 1970, á sama tíma og Black Sabbath tekur upp sína fyrstu plötu, fæðist Hera Karlsdóttir á fjósgólfi á Svarthamri, litlu kúabúi úti á landi. Í æsku er Hera uppátækjasöm og lífið í sveitinni áhyggjulaust þangað til hræðilegur harmleikur dynur á fjölskyldunni. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og kennir Hera sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún huggun í myrkri tónlistarstefnu og elur með sér draum um að verða þungarokkstjarna. Árin líða undir svörtum hamrinum sem gnæfir yfir bænum. Hera æfir sig út í eitt á gítarinn, stofnar hljómsveit og er saga hennar samofin sögu þunga- rokksins. Hera er uppreisnagjarn, óþreyjufullur og miskilinn vandræðaunglingur á þrítugsaldri sem dreymir um hinn stóra heim og er sífellt á leiðinni í burtu en er föst á æskuslóðunum. Með aðalhlutverk fara Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðsdóttir. Arnaldur missir tökin á tilverunni með skelfilegum afleiðingum í Fölskum Fugli. Ólafur Darri leikur drykkjusjúkan þing- mann sem rótar sér í vandræði í XL. Þungarokkið litar tilveru Heru í kvikmyndinni Málmhaus. Ágúst Guðmundsson með afturgengn- um Ladda í Ófeigur gengur aftur. Björn Thors leikur lánlausan blaðamann sem treystir á að hlutirnir reddist. Styrkir Barnavinafélagið Sumargjöf Auglýsir styrki til rannsókna, lista og þróunarverkefna, sem geta nýst börnum á leik- og grunnskólaaldri. Umsókn, ásamt greinargerð um verkefnið, skal senda fyrir 17. febrúar 2013 Stjórn Barnavinafélagins Sumargjafar áskilur sér rétt til að óska eftir nánari upplýsingum um verkefnið og ármögnun þess og leita umsagnar fagaðila Reykjavík 18. janúar 2013 Barnavinafélagið Sumargjöf Pósthólf 5423, 125 Reykjavík Netf: sumargjof@simnet.is Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is 30 bíó Helgin 25.-27. janúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.