Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 32

Fréttatíminn - 25.01.2013, Side 32
Valhopp hálfberra S Sennilega gefa margar konur bónda sín­ um blóm í dag, á bóndadegi, fyrsta degi þorra. Það er fallegur siður þótt hann sé ekki gamall. Litskrúðug blóm gleðja og minna okkur á vorið og sumarið sem í vændum er nú þegar veturinn hefur náð hámarki sínu. Blómasölum veitir heldur ekki af. Það þarf að styrkja þann göfuga atvinnuveg eins og hvern annan. Það kom fram í fræðsluþætti um jarðar­ kringluna okkar í Sjónvarpinu í viku­ byrjun að 19. janúar er að jafnaði kaldasti dagurinn á norðurhveli jarðar. Samt er mánuður liðinn frá vetrarsólstöðum og dagurinn þegar orðinn tveimur klukku­ stundum lengri en var þegar skammdeg­ ið náði hámarki sínu, 21. desember. Fullt tilefni er því til að fagna því að kaldasti dagur vetrarins – að meðaltali – sé að baki, hvort heldur við gerum það með blómagjöfum eða viðhöfn í mat og drykk, nema hvort tveggja sé. Annars hefur veturinn verið svo mildur, að minnsta kosti sunnan heiða, að 19. janúar rann sitt skeið án þess að sérstaklega væri eftir honum tekið. Mér dettur í hug, þótt ég styðjist ekki við neinar rannsóknir, að konur kaupi bóndadagsblómin ekki síður fyrir sig sjálfar en bændurna – og breytir það að sjálfsögðu engu. Tilefni er gefið til að skreyta heimilið með fallegum vendi. Mín ágæta kona tók forskot á sæluna og gaf mér bóndadagstúlipana fyrir réttri viku. Þeir opnuðust fallega og hafa prýtt borðstofuborðið síðan. Ég þakkaði gjöfina að vonum en þóttist vita að konuna hefði einfaldlega langað í blóm. Hvort hún kaupir nýjan vönd í dag skal ósagt látið. Ég er ánægður með vikugömlu túlipan­ ana, sem enn standa með prýði, en þakka auðvitað fyrir nýjan bóndadagsvönd – ef konuna langar í ný blóm. Meiri líkur eru á því að ég splæsi í þorrabjór í tilefni þess kalda vetrarmán­ aðar sem nú er í garð genginn. Það hlýtur að vera hollt að skola þorramatnum niður með miði sem hæfir árstíðinni. Bruggar­ ar eru ekki síður sniðugir en blómasalar. Nú bíða menn spenntir eftir árstíðar­ bjórum, hvort heldur er fyrir jól, þorra eða páska. Það er gaman að smakka mis­ munandi tegundir, í öllu hófi þó. Þjóðlegu réttirnir smakkast betur, hangikjötið, sviðasultan, magállinn og hrútspung­ arnir, ef mjöðurinn er góður. Ég viður­ kenni að vísu, þegar að þorramatnum kemur, að vera ekki sérstaklega sterkur í pungunum. Ekki af því að um mig fari hrollur við það að éta æxlunarfæri annarrar spendýrategudar heldur hitt að margt annað í þorrabakkanum finnst mér bragðbetra en hrútseistu. Mörgum þykir það hins vegar karlmennskutákn að úða í sig pungum og fylgja því eftir með vel kæstum hákarli. Ég hef þroskast svo með árunum að mér dettur ekki hug að fylla þann hóp. Hákarlinn er náttúrlega hálf­ gert ógeð. Smekkur manna er hins vegar misjafn, sem betur fer, og ágæta og prúða einstaklinga þekki ég sem sækja í hákarl á þessum árstíma. Ég virði það. Þjóðlegri lygasögu sem safnarinn Jón Árnason kom á framfæri fylgi ég heldur ekki. Samkvæmt henni var það skylda bænda að fagna þorra með því að fara fyrstir á fætur þann morgun sem þorri gekk í garð. Þeir áttu að fara út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti. Léti ég þessa hegðun eftir mér þykir mér trúlegt að betri helming­ urinn léti þar til bæra sérfræðinga kanna andlegt heilsufar bóndans. Fræðimenn sjá þó ákveðna líkingu með þessu valhoppi hálfberra karla til forna á bóndadagsmorgni og gufubaðsæði Finna samtímans. Þeir orna sér í sánum sínum milli þess sem þeir hlaupa ber­ strípaðir út til að kæla sig, í snjó að vetri en vötn að sumri. Nóg er af vötnunum þar í landi. Gufuböð þekktust nefnilega á Íslandi á miðöldum og voru stunduð meðan eldiviður var nægur. Þau lögðust síðan af þegar hríslur voru upp urnar. Meðan á þessum sældartíma stóð þykir sennilegt að fólk hafi víða í heimahúsum fagnað þorra þótt það væri strangt til tekið óheimilt af trúarlegum ástæðum. Þá er vel líklegt að menn hafi kneyfað öl í baðstofu og hlaupið út fáklæddir öðru hverju til að fá sér frískt loft. Þetta hafði samt enginn íslenskur bóndi stundað um aldir, vegna trjáskorts og kulda, þegar Jón Árnason sendi frá sér þjóðsöguna um stripl forfeðranna. Ég hef nokkurn skilning á kælingu Finna að sumarlagi, þegar bærilega heitt er úti, en skilningurinn er minni á strípi­ hlaupum þeirra þegar snjór er á jörð og vötn lögð. Hjarðeðlið er samt það mikið að ég skoraðist ekki undan slíkri baðferð eftir sánusetu í Finnlandsheimsókn okkar hjóna á sínum tíma. Karlar sátu þá sér í gufubaði og konur í öðru við hliðina. Vel heitur hljóp karlaskarinn berrass­ aður – og tiltölulega lítt fyrir augað – út í nálægt vatn en konurnar voru prúðari og sátu sem fastast á heitum bekkjum. Vera kann að nokkur vodkastaup, sem fulltrúar frændþjóðarinnar báru í gesti sína, hafi ýtt undir gönuhlaupið. Meiri vissa er hins vegar fyrir skelmsku glotti kvenþjóðarinnar þegar sami hópur steig á land úr köldu vatninu. Líkaminn bregst við slíku áreiti með sínum hætti, óháð hugmyndum þeirra sem þarna óðu á land haldandi, með hjálp vodkastaupanna, að þar færu grískir guðir. Það er því kannski jafn gott að strípi­ hlaup íslenskra bænda á fyrsta degi þorra hafi ekki náð fótfestu. Það gæti sært feg­ urðarsmekk margs túlipanagjafans. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingran- na. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þun- guð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, er- fiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. 32 viðhorf Helgin 25.-27. janúar 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.