Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 34

Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 34
34 vetrarfjör Helgin 25.-27. janúar 2013  Ferðir Guide to iceland Gera gagnagrunn fyrir ferðafólk Frábærir viðburðir! Skoðaðu viðburðina á: Lj ós m yn d: © E in ar G uð m an n /eljagangur 2013 www.eljagangur.is Vetrar- og útivistarhátíð á Akureyri 14.-17. febrúar Éljagangur verður á N4 dagana 11.-17. febrúar Fylgist með!Sjónvarp m.a. snjóbrettakeppni og -sýning vélsleðaferðir íscross gönguskíði fjallaskíði þyrluskíði sleðaspyrna Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is Fóru nýja leið í markaðs- setningu og gáfu til góðgerða- mála. Guide to Iceland er hugarfóstur vinanna Ingólfs Shahin og Elmars Johnsons. Þeir starfrækja gagnvirka heimasíðu fyrir fólk sem langar að ferðast um Ísland en veit ekki hvert það á að snúa sér. Síðan nýtur þegar nokkurra vinsælda meðal erlendra ferðamanna, sem þar fá tækifæri til þess að setja sig í samband við ólíka, ferðaglaða Íslendinga og fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar. V inirnir Elmar Johnson og Ingólfur Shahin standa, ásamt öðrum, að baki heimasíðunnar Guide to Ice- land. Síðan er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á að ferðast um landið, fara í framandi ævintýra- ferðir og vita ekki alveg hvert á að snúa sér. Síðan er sniðin að þörfum erlendra ferðamanna, en samkvæmt strákunum geta þó allir ferðalangar nýtt sér hana til hliðsjónar. „Þetta er svona samansafn af upplýsingum um ferðir og Guide to Iceland er hugsað sem aðstoð við ferðamenn á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Mynd Getty staði en á síðunni hjá okkur eru líka nokkrir hressir bloggarar, sem setja inn sínar persónulegu færslur. Okkur langar með því að hjálpa erlendum ferðamönnum að ná sambandi við „lókals“ kannski með svipuð áhugamál sem geta „tourað“ með þeim eða leiðbeint þeim frekar,“ segir Ingólfur. Elmar segir að bloggararnir fari svo í ferðir á vegum þjón- ustuaðila í gegnum síðuna, án endurgjalds og gefi þeim síðan einkunn. Þannig skapist grund- völlur fyrir samvinnu auglýs- enda, íslensku bloggaranna og síðunnar, þessi samvinna kemur svo ferðalöngum til góða. Markaðssetning fyrirtækis- ins hefur verið ögn frábrugðin því sem þekkist. Fyrirtækið hóf svokallaðan „like–leik“ á Facebook en í stað þess að útbýta vinningum til þeirra einstak- linga sem „líkuðu“ við síðuna, ákváðu þeir að safna ákveðinni upphæð við hvert „like“ og gefa svo summuna að endingu til góðgerðarmála. Rúmlega tvö þúsund manns tóku þannig þátt í að styrkja Maríusjóðinn sem er stuðningssjóður kvenna og barnaverndarsamtaka. Alls voru gefnar 300.000 krónur í nafni aðdáenda síðunnar. „Við vildum fara nýja leið í markaðssetningu, það þýðir ekk- ert að fara í felur með að þetta var meðal annars gert til þess að vekja athygli á okkur sjálfum. Með því að gera það svona, ögn manneskjulegra en þekkist unn- um við okkur svo inn gott karma til að byrja með,“ segir Elmar og Ingólfur bætir við, „við vildum ekki vera í sama bullinu og allir hinir, en þurftum samt að verða sýnileg á einhvern hátt.“ Fyrir áhugasöm er slóð síðunn- ar guidetoiceland.is, þar er hægt að fylgjast með bloggurunum og fréttum af ferðum eða hafa sam- band hafir þú áhuga á að blogga á svæðinu. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum Facebook. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.