Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 25.01.2013, Blaðsíða 47
 tíska 47Helgin 25.-27. janúar 2013 ENN MEIRI AFSLÁTTUR 50% 30 - 60% afsláttur af völdum vörum Útsalan í fullum gangi H errafatahönnuðurinn Sruli Recht fer heldur ótroðnar slóðir þegar kemur að hönnun. Í nýjustu lín- unni fyrir 2013 er hringur sem kostar um 60 milljónir íslenskra króna. Hringurinn er ekki unn- inn úr hefðbundnum efniviði en hann er meðal annars gerður úr mannshúð. Húðina fékk Sruli af maga sínum en til þess fór hann í sérstaka skurðaðgerð þar sem hann lét fjarlægja úr sér 110mm x 10mm stykki. Húðina tók Sruli og handskóf burt alla fitu og vef og sútaði síðan. Hann strekkti því næst mannsleðrið utan um tuttugu og fjögurra karata gullhring. Að- eins einn hringur verður gerður í þessari óvanalegu skartgripal- ínu og með honum fylgir DNA- vottun og heimildamynd með ferlinu og viðtölum við hlutað- eigandi. Sruli opnaði verslun sína í Bergstaðastræti fyrir jól þar sem hægt er að kaupa vörur hans en einnig er í húsnæðinu listagallerí og „lounge“ bar fyrir viðskiptavini sem vilja máta og skoða í rólegheitum. Vörur Sruli hafa hlotið heimsathygli en hann er þekktur fyrir að notast við efnivið úr náttúrunni sem er allajafna ekki notast við annars. Þar má nefna sem dæmi skó sem hann gerði úr hvalaforhúð, flík- ur úr andvana fæddum lömbum og svartþrastavængjum. Í haust- og vetrarlínu þessa árs eru fyrir utan hringinn frá- brugðna, jakki unninn úr ull og valhnetuviði, ýmiskonar ullar- vörur og skór úr gleri. Línuna kynnti Sruli á herratískuviku 19. janúar síðastliðinn í París. Vörur Sruli Recht er hægt að nálgast á vefsíðu hans srulirecht.com eða í versluninni við Bergstaða- stræti. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Fer ótroðnar slóðir í hönnun sinni.  Herratíska Vinnur með mannsleður Sruli Recht fór í skurð- aðgerð fyrir efnivið Herrafatahönnuðurinn Sruli Recht notast við óhefðbundinn efnivið í sköpun sinni. Hann hefur hlotið mikla athygli fyrir föt sín en ekki ómerkari menn innan tískuheimsins en Karl Lager- feld og stórsöngvarinn Lenny Krawitz eru á meðal aðdáenda hans. Sruli býr og starfar á Íslandi og hefur búið hér í áraraðir, en hann á hér fjölskyldu. Sruli fer ótroðnar slóðir í hönnun nýjustu herrafatalínu sinnar og notar mannshúð úr sjálfum sér, sem tekin var burt með skurðaðgerð. ÚTSALA Glæsileg borðstofuborð, borðstofustólar, sófaborð, útihúsgögn o.m.. með allt að 70% afslætti! Xenia Boston Paris Celeste Meiri verðlækkun Nú allar haustvörur og skór á HÁLFVIRÐI Einnig LAGERSALA í fullum gangi. 60% afsláttur af fatnaði og skóm! Engjateigur 5 Sími 581 2141 www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.