Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 50

Fréttatíminn - 25.01.2013, Page 50
50 skák Helgin 25.-27. janúar 2013  Skákakademían Skákdagurinn: Friðrik Ólafsson hylltur S kákdagur Íslands verður haldinn hátíðlegur á morgun, laugardaginn 26. janúar, á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara okkar. Undanfarna daga hefur verið efnt til fjölda viðburða víðsvegar um landið í tilefni af Skákdeginum og er gleðilegt að sjá hversu öflugt grasrótarstarf er unnið af taflfélögum, skólum og einstaklingum. Friðrik Ólafsson fæddist 1935 og verður því 78 ára á morgun. Hann skipaði sér í hóp bestu skákmanna Íslands strax á táningsaldri og varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti 1952. Á næstu árum stakk hann aðra ís- lenska skákmenn af, og tók að skylmast við þá bestu í heiminum. Sjötti áratugurinn var nánast samfelld sigurganga, sem náði hámarki 1958 þegar Friðrik var útnefndur stórmeistari eftir frábæra frammistöðu á millisvæðamóti í Portoroz. Á löngum ferli sigraði Friðrik á stórmótum á borð við Hastings, Reykjavíkurmótið og Wijk aan Zee, og lagði fleiri heimsmeistara en nokkur annar Íslend- ingur. Sjálfur Bobby Fischer mátti tvisvar játa sig sigraðan gegn Friðriki og sama máli gegndi um töfra- manninn frá Riga, Mikail Tal. Þá vann Friðrik sögu- legan sigur á Anatoly Karpov, þegar sá rússneski jöfur var nánast ósigrandi. Vakti skákbylgju um land allt Afrek Friðriks vöktu skákbylgju um allt land. Og Ísland hefði aldrei komið til álita sem einvígisstaður Spasskys og Fischers 1972 ef Friðrik hefði ekki komið okkur á landakort skákheimsins. Upp úr einvíginu eignuðumst við svo sterkasta landslið sem við höfum nokkru sinni teflt fram. Friðrik er þannig faðir skák- landsins Íslands í margvíslegum skilningi. Friðrik er hvergi nærri hættur að tefla, og var reynd- ar meðal okkar virkustu stórmeistara á síðasta ári, einsog lesendur Fréttatímans þekkja. Á mánudaginn var haldið mót til heiðurs Friðriki í Vin, athvarfi Rauða krossins við Hverfisgötu, en þar hefur á síðustu 10 árum verið byggt upp öflugt og blómlegt skáklíf. Helgi hampaði Friðriksbikarnum Keppt var um Friðriksbikarinn og var Friðrik sjálfur meðal keppenda. Það var þó Helgi Ólafsson stórmeist- ari og skólastjóri Skákskóla Íslands sem hafði sigur, fékk 5,5 vinning af 6 mögulegum. Róbert Lagerman, sem heldur utan um skáklífið í Vin, hreppti silfrið og Friðrik bronsið. Keppendur voru 24 og komu úr öllum áttum. Þannig sýndi Vignir Vatnar Stefánsson, nýbakaður Íslandsmeistari barna, mjög góða takta en senuþjófurinn var þó Haukur Halldórsson, liðsmaður Skákfélags Vinjar, sem náði einu af efstu sætum og gerði m.a. jafntefli við sjálfan Friðrik. Fylgist með fréttum af Skákdeginum á www.skak. is <http://www.skak.is/> eða Facebook-síðunni Skák- dagur Íslands. Á morgun laugardag mætir Friðrik á barna- og unglingaæfingu hjá TR, svo þar er hægt að heyra og sjá meistarann í eigin persónu. Og umfram allt: Dragið fram settið í tilefni dagsins! skákþrautin Svartur leikur og mátar. Árið er 1947. Friðrik Ólafsson er 12 ára og hefur svart og á leik gegn Jóni Böðvarssyni sem var snjall skákmaður. En hér hafði hvítur leikið hroðalega af sér strax í 5. leik og það nýtti svartur sér auðvitað. Friðrik Ólafsson leikur listir sínar í Vin, sl. mánudag. Efstu menn á Friðriksmótinu í Vin: Friðrik, Helgi, Róbert. Lausn: 1... Bg3 mát! RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Mesta úrval landsins af heilsudýnum. Heilsudýnur í öllum stærðum - úr öllum efnum. Eini aðilinn á íslandi sem býður uppá legugreiningu DR AU M AR ÚM 30 -50 % AF SL ÁT TU R A F Ö LLU M RÚ MU M Rafmagnsrúm á verði frá 190.049 TRYGGIR ÞÉR GÓÐAN SVEFN Tvíbreið heilsurúm á verði frá 129.360 12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 16.732 12 mánaða vaxtalaus greiðsludrei ng 11.497 JANÚARTILBOÐ: Tökum gamla rúmið uppí nýtt! Janúartilboð á arineldstæðum 20-65% afsláttur – Mikið úrval af eldstæðum – Á Skíðasvæðunum er nú fullt af nýjum snjó og von- andi styttist í almennilega opnunardaga. Horfur fyrir næstu viku eru fínar og því ætti skíða- og bretta- áhugafólk að fara að gera græjurnar klárar, sam- kvæmt upplýsingum frá starfsfólki í Bláfjöllum. Á undanförnum dögum hafa starfsmenn Skíða- svæðanna verið að undirbúa opnun Skálafells, en Skálafell mun verða opið um helgar frá og með helginni 2.-3. febrúar næstkomandi. Nú hefur vefmyndavél fyrir Skálafell verið sett upp á heimasíðu Skíðasvæðanna www.skidasvaedi.is. Stjórnendur Skíðasvæðanna vilja minna fólk á að skrá sig eða börnin sín í Brettaskóla Bláfjalla á midar@skidasvaedi.is en skólinn er starfræktur allar helgar í vetur í Bláfjöllum kl. 10.30-14.30 með matar- pásu í hádegi.  Skíði StyttiSt í opnun í Skálafelli Fullt af nýjum snjó í fjöllunum Nú er nægur snjór á Skíða- svæðunum og tímabært að drífa sig upp í fjall.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.