Fréttatíminn - 06.01.2012, Síða 18
B
reiðan af svart hvítum
myndum þekur vegg í
fundarherbergi í fjár-
málaráðuneytinu. Vel til
hafðir hvítir karlar. Svart
hvítir karlar. 33 karlmenn hafa setið í
stóli fjármálaráðherra frá árinu 1917 – í
95 ár. Enn vantar mynd af Steingrími
J. Sigfússyni, sem steig úr stólnum á
síðasta degi ársins. Verður hún svart
hvít? Vonandi verður myndin af Odd-
nýju G. Harðardóttur í lit. Lit sem
undirstrikar að hún er fyrst kvenna til
að gegna starfi fjármálaráðherra á Ís-
landi. Brotið hefur verið blað í íslenskri
stjórnmálasögu.
„Ég var viss um að sá tími væri ekki
kominn þar sem við gætum séð fyrir
okkur konu í þessu starfi. Það var
rangt. Já, tóm vitleysa,“ segir Oddný
þar sem hún situr í virðulegu fundar-
herberginu. Við kaffivélina heilsaði
hún starfsmönnum sínum – sumum í
fyrsta sinn. Oddný er ekki óvön því að
vera yfirmaður. Hún var bæjarstjóri í
Garði á árunum 2006 til 2009. Hún var
aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurnesja um níu ára skeið frá 1994
og gegndi starfi skólameistara í eitt ár.
Spurð hvort starfsmenn ráðuneytisins
geti fagnað nýjum ráðherra, gefur hún
það diplómatíska svar að gott sé að
vinna með Steingrími. „En mér hefur
gengið vel að vinna með fólki og ekki
átt í vandræðum í samskiptum við
fólk,“ svarar hún svo.
Segja má að Oddný hafi farið
hljóðum skrefum um Alþingi frá því
að hún settist á þing fyrir Samfylk-
inguna vorið 2009. En það þýðir ekki
að hún hafi setið auðum höndum. Hún
tók strax við formennsku í mennta-
málanefnd, sat í samgöngunefnd
og umdeildri þingmannanefnd sem
fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis á bankahruninu, svokallaðri
Atla Gíslasonar-nefnd. Hún tók einnig
sæti í fjárlaganefnd – nefndinni sem
margar konur forðast – og svo við for-
mennsku nefndarinnar 2010.
Ráðherra eftir tæp þrjú ár á þingi
Framgangur Oddnýjar í íslenskum
stjórnmálum er undraverður og óvenju-
legur. Hún er orðinn ráðherra eftir tæp
þrjú ár í landspólitíkinni. „Ég gekk nú
ekki í Samfylkinguna fyrr en í febrúar
2009. Þá var ég bæjarstjóri í Garðinum.
Þegar farið var að hugsa til kosninga
eftir hrun fékk ég símhringingar og
heimsóknir á bæjarskrifstofuna þar
sem samfylkingarfólk bað mig um að
taka þátt í prófkjöri. Ég sagði fyrst að
það væri af og frá. Enda eitt ár eftir af
kjörtímabilinu,“ segir hún.
„Smám saman fór ég að sættast við
þessa hugmynd og ákvað á endanum
að taka þátt í prófkjörinu. En á meðan á
prófkjörsbaráttunni stóð var ég reynd-
ar í útlöndum. Við hjónin vorum búin
að ákveða að fara í hálfsmánaðar frí,
þannig að ég tók ekki þátt í baráttunni
nema í svona fjóra til fimm daga.“
Oddný segir að hún hafi búið að
því að Suðurnesjamenn þekktu hana.
Hins vegar þekkti hún ekki fólkið
sem hún keppti á móti. „Nei, nei, nei,
ekki neitt,“ segir hún og hlær. „Ég
hafði sem bæjarstjóri hitt Björgvin
[G. Sigurðsson] þegar hann var við-
skiptaráðherra.“ Hún var þó ekki alveg
blaut á bakvið eyrun þegar kom að
stjórn málaþátttöku því í Garðinum var
hún oddviti lista Nýrra tíma, sem var
þverpólitískur. Hún vann með tveimur
sjálfstæðismönnum og einum úr vinstri
grænum. Sjálf var hún óflokksbundin.
Ein af óþekktu þingmönnunum
Þrátt fyrir þessa sigurgöngu á
Suðurnesjum hefur Oddný fallið í hóp
óþekktra þingmanna. „Stundum hef
ég hugsað: Af hverju ætli fjölmiðlarnir
hringi ekki í mig? Ég hef nú stundum
verið skúffuð yfir því. En ég tel að það
snúi að því hvernig ég vinn. Ég sekk
mér ofan í vinnuna. Ég er varkár og
orðvör og ég veit ekki hvort fjölmiðla-
mönnum finnst það nægilega spenn-
andi og vilji því heldur tala við þann
sem er meira afgerandi og til í „fight-
ing“. En ég hef heldur reynt að vinna að
sameiningu og sáttum.“ Oddný bætir
því við að hún geri sér grein fyrir því að
ætli hún að halda áfram í stjórnmálum
verði hún að breyta þeim vinnubrögð-
um sínum:
„Það tekur heilmikinn tíma að vera í
viðtölum og eiga í samskiptum við fjöl-
miðla, en það er nauðsynlegt. Stjórn-
málamaður þarf að finna leið til þess
að koma upplýsingum á framfæri og
taka þátt í umræðunni.“ Sem dæmi um
áhugaleysi á störfum hennar nefnir
hún að sér hafi aðeins einu sinni verið
boðið í umræðuþátt Sjónvarpsins á
sunnudögum, Silfur Egils.
„Það var á fyrsta degi, strax eftir
kosningar. En þá átti fyrsti þingflokks-
fundurinn að vera – á þessum sama
tíma. Egill hringdi í mig og spurði
hvort ég gæti komið sem fulltrúi nýrra
þingmanna. Ég valdi fundinn. Síðan
hefur hann ekki hringt. Og ekki hef
ég hringt til að spyrja hann hvort það
sé ekki komið að mér. Mér finnst þetta
vera vísbending um að fjölmiðlamenn
telji að ég hafi ekki það fram að færa
sem þeir sækjast eftir.“
Móðir hennar ruddi
menntaveginn
Oddný á sér sögu stúlku úr sjávar-
plássi sem barðist til mennta á tímum
þegar mörgum þar þótti slíkt óþarfi.
Fjármálaráðherra eftir tæp þrjú ár á þingi
Oddný G. Harðardóttir virðist hafa sveipað sig hulinshjálmi á þingi og komist óséð í stól fjármálaráðherra
– öllum að óvörum, fyrst kvenna. Hún var óflokksbundin þar til í febrúar 2009 og þekkti ekki keppinauta
sína í prófkjöri Samfylkingarinnar á Suðurnesjum fyrir kosningarnar. Hún fékk frábæra kosningu, þótt hún
hefði varið mestum tíma prófkjörsbaráttunnar í útlöndum. Hún ætlar að vinna hratt og vel, enda útlit fyrir
að henni verði skipt út strax á haustmánuðum. Hún segir þó sjálf að um það hafi ekki verið samið.
Árni Páll
jafnar sig
Oddnýju G. Harðardóttur
finnst ekki sem hún hafi velt
Árna Páli Árnasyni, fyrrum
efnahags- og viðskipta-
ráðherra, úr sessi þegar
hann var settur af og hún
tekin ný inn í ríkisstjórn-
ina. „Ég lít svona á þetta:
Þarna er metnaðarfullur og
hæfileikaríkur efnahags- og
viðskiptaráðherra. Hann
hugsar með sér að hann
hafi svo margt fram að færa
og vill gjarna að við fáum
að njóta krafta hans. Hins
vegar var ákveðið að fækka
ráðherrum og hafa kynja-
hlutföll sem jöfnust; sem
mér finnst mjög gott. En
ég skil vel að hann sé von-
svikinn að stíga út úr ríkis-
stjórninni, því hann langaði
að koma málum í gegn sem
að hann hefur trú að sé
auðveldara fyrir sig að gera
í gegnum ráðherrastólinn
en sem þingmaður. En hann
er ennþá jafnaðarmaður. Ég
hef ekki trú á því að þessi
breytta staða hafi þau áhrif
að hann hætti að vinna fyrir
hugsjón jafnaðarmanna.
Það fyndist mér mjög
skrýtið. Ég held að hann
muni jafna sig,“ segir hún.
„Svo er líka annað. Það
er svo mikil áhersla lögð
á ráðherrastólana. Störf
þingmanna og þingið skiptir
öllu máli. Þar er löggjafar-
valdið og þar er mörkuð
stefnan fyrir ráðherrana
til að vinna eftir. Umræðan
og athyglin er svo mikil á
framkvæmdavaldinu en
minni á þeim sem í rauninni
leggja línurnar.“ - gag
Hún er önnur í röð þriggja systra,
fædd 1957. Hún er dóttir Agnesar
Ástu Guðmundsdóttur og Harðar
Sumarliðasonar. Þau skildu þegar
Oddný var aðeins tólf ára gömul.
Það kom ekki í veg fyrir að móðir
hennar sendi dæturnar þrjár burt úr
Garði og sótti Oddný meðal annars
nám á Núpi í Dýrafirði fyrir vestan
þar sem hún tók landspróf: „Ég
var þó ekkert til vandræða,“ segir
hún sposk. Síðan var hún í námi í
borginni.
Hún býr enn í Garðinum á
Suðurnesjum, í húsinu sem for-
eldrar hennar byggðu. „Ég erfði
húsið ásamt systrum mínum þegar
mamma dó fyrir aldur fram 49 ára
gömul. Þá var ég tuttugu og fimm
ára. Þetta var erfiður tími. Mamma
var stoð okkar systra og stytta.
Hörkukerling. Hún vann í frystihús-
inu og djöflaðist áfram. Á þessum
tíma voru fáir í Garðinum sem fóru í
nám. Til hvers? En hjá okkur systr-
unum kom ekkert annað til greina.
Við fórum því allar þá leið. Þá var
Fjölbrautaskóli Suðurnesja ekki
kominn til sögunnar og ég var send
sextán ára að heiman.“ Fyrsta árið
bjó hún hjá vinafólki en leigði svo
næstu ár herbergi á Skeggjagötu í
Reykjavík.
„Það var svo lítið að mamma
flautaði fyrir utan þegar hún mætti
á bílnum að sækja mig. Hún fékk
innilokunarkennd í herberginu.
Enginn sími, engin tölva. Staðan
var allt önnur en hjá krökkum núna.
Mér fannst erfitt að vera þarna. Ég
var myrkfælin og ein. Þess vegna
skil ég að fólki finnist mikilvægt að
hafa framhaldsskóla nálægt heima-
högunum. Á þessum tíma þurftum
við sextán ára að spjara okkur ein.
Þetta var svolítið harður heimur.“
Hitti Suðurnesjamanninn sinn í
borginni
Oddný er gift Keflvíkingnum
Eiríki Hermannssyni, fræðslu-
Framhald á næstu opnu
Oddný G. Harðardóttir er fyrst íslenskra kvenna til að gegna embætti fjármálaráðherra á landinu. Ljósmyndir/Hari
18 viðtal Helgin 6.-8. janúar 2012