Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Side 29

Fréttatíminn - 06.01.2012, Side 29
Helgin 6.-8. janúar 2012 heilsa 5 ÍS LE N SK A S IA .I S N AT 5 78 38 0 1. 20 12 Fitness morgunkornflögurnar innihalda 41% minna af sykri, meira af trefjum og færri kaloríur en sambærilegar heilsukornflögur á markaðnum. Láttu skynsemina ráða og byrjaðu daginn á bragð góðum og miklu hollari morgunverði. Miklu meiri hollusta 41% minni sykur Á rni Friðleifsson, varðstjóri í umferðadeild lögreglunnar, spilaði handbolta með meistaraflokki Víkings á yngri árum og var þá í toppformi. En svo kom að þeim degi að hann hætti í boltanum og allri reglubundinni hreyfingu og safnaði aukakílóum. „Ég var kom- inn í þessa leiðinlegu þriggja stafa tölu í þyngd,“ segir hann. Afleiðing hreyfingarleysisins var svo að hann fékk verki í bak og hnén voru ekki nógu góð. „Þá fór ég að hugsa: Þetta gengur ekki lengur,“ segir Árni.  LífstíLL Aldrei of seint Að byrjA Lögreglumaður breytti um lífstíl Minnir á gamla tíma þegar Árni var á fullu í hópíþróttum Um þarsíðustu áramót fór hann á námskeið hjá Hreyfingu sem heitir „Fanta gott form“, er þar enn og ber því vel söguna. Árni fór þó ekki strax á námskeiðið, eftir að hann tók ákvörðunina um að rækta betur líkamann, heldur fór þá sjálfur að stunda hlaup. „Það gekk ekki nógu vel; ég var alltof góður við sjálfan mig,“ segir Árni. Og þá dreif hann sig á námskeiðið hjá Hreyfingu. Það á mjög vel við hann því þarna er hann aftur kominn í hóp, eins og gamla daga þegar hann var á fullu í hópíþróttum. „Þarna er fjöldinn allur af skemmtilegu fólki sem mörg hver hafa verið í hópíþrótt- um og fyrir okkur er þetta eina vitið að mæta reglulega með sínu fólki og taka vel á því. Nú er ég líka löngu hættur að sjá þriggja stafa tölu á vigtinni,“ segir hann og nefnir að heilsan sé mun betri: Hann hefur ekki þurft að missa úr vinnu vegna bakverkja eins og áður og hnén eru góð. Árni er veiðimaður og stund- ar mikla útiveru. „Að stunda útiveru er orðið mun skemmti- legra eftir að ég komst í betra form,“ segir hann. Mataræði Árna hefur líka batnað til muna. „Ég breytti mataræðinu ósjálf- rátt, hætti að borða jafn mikinn skyndibita og fór að borða holl- ari mat, og meira grænmeti með. En ég hef ekki breytt mat- arræðinu neitt öfgafullt, þetta gerðist bara ósjálfrátt. Líkam- inn kallar einfaldlega á hollara matarræði,“ segir Árni. Að endingu kemur Árni með eitt heilræði: „Það er aldrei of seint að byrja í líkamsrækt.“ Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bækl- ingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bækl- ingum og fylgiblöðum með Fréttatímanu er hagkv ur kostur.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.