Fréttatíminn - 06.01.2012, Síða 40
Margir hafa þann sið að strengja
áramótaheit sem þeim gengur mis-
jafnlega að efna. Ef rétt er skilið felast
þau yfirleitt í því að menn ætla að
éta minna á nýja árinu og hlaupa af
sér spikið og þeir sem reykja ætla að
hætta. Aðrir, sem hvorki þjást af offitu
né nikotínfíkn, stefna að því að verða
heldur skárri í umgengni á nýja árinu
en því gamla.
Þetta er að sjálfsögðu góðra gjalda
vert. Það er ekki eftirsóknarvert að
vera feitur, hvað þá spikfeitur. Sú
hefur þó verið þróunin í okkar samfé-
lagi. Það þarf ekki að fara annað en á
almenna samkomustaði fólks til að sjá
þessa þróun líkamnast. Reykingar eru
einnig ósiður sem skynsamlegt er að
venja sig af. Það viðurkenna allir, ekki
síst þeir sem reykja. Það nær auðvit-
að engri átt að skaða heilsu sína – og
annarra – með þessari áhættuhegðun
og ömurlegt hlýtur það hlutskipti að
vera að hrekjast út í hvaða veðri sem
er til þess að soga ofan í sig reykinn.
Reykingamenn eru nánast útlægir
orðnir. Langt er síðan bannað var að
reykja á vinnustöðum. Þeir sem muna
mökkinn á skrifstofum fyrri tíma
harma það ekki. Pistilskrifarinn hefur
aldrei reykt en í stétt blaðamanna
voru reykingar algengar þótt breyting
hafi orðið þar á, eins og víðar. Meðan
þær þóttu sjálfsagðar innan dyra sat
ég um hríð í herbergi með stórreyk-
ingamanni. Ekki er ofsagt að hann
hafi kveikt í nýrri sígarettu um leið og
drepið var í. Óbeinar reykingar voru
því hlutskipti mitt og varla þó. Segja
má að reykjarmökkurinn hafi farið
lóðbeint ofan í mig meðan á herberg-
isvistinni stóð. Heim kom ég á hverju
kvöldi reyktur eins og magáll.
Þróunin er samt í rétta átt hvað
reykingarnar varðar. Reykingamönn-
um fækkar öfugt við þá sem spikinu
safna. Fráleitt þykir nú að reykja
þar sem börn eru nærri en í mínu
ungdæmi og raunar lengur amaðist
enginn við reykingum fullorðinna
í framsæti bíla þótt börnin sætu í
aftursæti. Stofnanir hafa fyrir löngu
bannað reykingar og sama gildir um
veitingastaði og bari sem voru síðasta
vígi reykingamanna.
Það þykir ekki lengur töff að reykja
og því fækkar þeim sem það stunda.
Allir vita hversu hættulegar reyking-
arnar eru. Sama gildir um fituna. Fólk
veit að spikið er óhollt hverjum sem
með það burðast. Það þykir heldur
ekki töff að vera allt of feitur. Því er
furðulegt hve hressilega fjölgar í þeim
hópi.
Þeir sem hvorki telja sig of feita
né háða tóbaksfíkn þurfa þó að gæta
að heilsunni. Þótt menn strengi ekki
bein áramótaheit huga flestir að bættu
líferni í upphafi nýs árs, að lokinni
matarorgíu jóla og áramóta. Það á
til dæmis við um okkur hjónin. Þótt
göngustígar liggi nánast í allar áttir
frá húsi okkar höfum við verið allt of
löt að hreyfa okkur, að minnsta kosti
ég, þrátt fyrir fyrirætlanir í þá veru.
Nú erum við hins vegar ákveðin að
bæta úr þessu. Því voru gönguskór
reimaðir á fætur á nýársdegi, í kjölfar
þess að forsetinn tilkynnti að hann
byði sig ekki fram á sumri komanda.
Nýársdugnaður okkar tengdist þó á
engan hátt ákvörðun forsetans. Við
hefðum jafnt reimað á okkur skóna
þótt hugur hans hefði staðið til lengri
Bessastaðavistar.
Það var hressandi að ganga með-
fram sjónum og horfa yfir voginn
að nefndu forsetasetri. Við vorum
greinlega ekki þau einu sem ákváðu
að byrja nýja árið með þessum hætti.
Fjöldi fólks var á göngustígnum.
Frostið beit aðeins eins og vera ber
fyrsta dag janúarmánaðar. Innra
með okkur vitum við að hver dagur
lengist um hænufet. Þótt heitið hafi
ekki verið formlegt höfum við staðið
við daglega göngutúra það sem af er
vikunni. Hvort við höldum út er svo
önnur saga. Það er best að lofa engu.
Þetta verður varla verra hjá mér
en ágætum starfsbróður sem lengi
hefur glímt við níkótíndjöfulinn. Hann
hættir að reglulega að reykja, oft á
viljastyrknum einum en í öðrum til-
fellum með hjálpartækjum. Stundum
eru það nikótínstautar sem koma eiga
í stað sígarettunnar. Þá tottar hann
af samviskusemi um hríð þar til hann
fellur, eins og getur komið fyrir bestu
menn. Þá leitar hann aftur út á svalir
og hímir þar uns hann ákveður bind-
indi á ný. Á liðinni aðventu var splæst
í fínni staut en áður. Sá var í sígarettu-
líki og þeirrar náttúru að appelsínu-
gult ljós kviknaði á enda hans í hvert
sinn sem sogið var. Flott græja.
Appelsínugula ljósið var sem blikk-
ljós fyrsta daginn. Reykleysið gekk að
óskum. Í þessum efnum verða menn
hins vegar að láta hverjum degi nægja
sína þjáningu og kannski var hún
óbærileg því ljósið skæra logaði ekki
næsta dag. Svalavist var óhjákvæmi-
leg á ný, óháð veðri.
Kannski fer eins með göngutúrana
okkar. Það getur verið að við teljum
okkur trú um, þegar lengra kemur
fram á veturinn, að það sé of kalt,
of mikið rok, of mikil rigning eða
of mikil hálka. En er á meðan er og
gildir það jafnt um heilsubótargöngur
og tóbaksbindindi.
Bregðist hin góðu áform má alltaf
reyna aftur – og aftur.
Efnum heitin – aftur
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
M
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
49
77
9
frá kr. 89.900
með gistingu í 14 nætur.
Einstakt tækifæri!
17. janúarKanarí
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 17. janúar í 14 nætur á frábæru tilboði.
Í boði er m.a. frábær sértilboð á hinum vinsælu íbúðarhótelum Parque Sol og Los Tilos. Einnig
Eugenia Victiora hótelinu með öllu inniföldu ásamt öðrum hótelum. Ekki missa af þessu einstaka
tilboði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði. Verð getur hækkað án fyrirvara!
Kr. 89.900 – Parque Sol
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með
2 svefnherbergjum á Parque Sol í 14 nætur.
Verð m.v. 4 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum kr. 96.800 á mann.
Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð með 2 svefnherbergjum kr. 124.900 á mann.
Kr. 104.900 – Los Tilos
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í 14 nætur.
Kr. 164.900 – Eugenia Victoria með allt innifalið
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi á
Eugenia Victoria í 14 nætur.
Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 189.000.
Þetta eru asnar, Eiður!
Hverskonar bjálfagangur er það þegar
fjölmiðlar (Stöð tvö til dæmis) tala um
það sem „alvörufrétt“ hvort Jón Gnarr
borgarstjóri í Reykjavík muni bjóða
sig fram til embættis forseta Íslands?
Fréttastofan hefur greinilega ekki mikið
álit á okkur sem horfum á fréttirnar.
Sendiherrann fyrrverandi Eiður
Guðnason kann illa að meta matreiðslu
á órum og bulli í fréttalíki.
Þið eruð báðar æði
Mér fannst leikkonan
æðisleg. Hún er
mjög falleg svo
hún náði mér
nokkuð vel.
Þokkadísin
Hildur Líf brást
við Skaupinu
af mun meira
æðruleysi en margur
sjálfstæðismaðurinn og var
barasta hress með að hafa fengið að
vera með og svona líka vel leikin af
Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur.
Ætliði aldrei að gleyma?
Því miður sáum við ekki fyrir fjármála-
hrunið og því eru einhverjar
staðhæfingar okkar
rangar.
Ríkissjónvarpið gerði
Tryggva Þór Herberts-
syni, alþingismanni,
þann óleik að sýna
heimildarmyndina
Inside Job um banka-
hrunið á heimsvísu. Þar
var skýrslubróðir hans,
Frederic Mishkin, tekinn á beinið
en þeir Tryggvi eiga vafasaman heiður
af skýrslu um sterka stöðu íslenska
bankakerfisins.
Blaðamenn og textakonur
Starfsheiti þeirra sem færast til hefur ekki
verið ákveðið en ætli það verði ekki texta-
höfundur eða eitthvað slíkt.
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, útskýrir
brotthvarf 40 prósenta blaðakvenna af
ritstjórn Fréttablaðsins yfir á auglýsinga-
deild. Textahöfundar eru lausir undan
siðareglum blaðsins og geta því óhikað
skrifað kynningartexta í aukablöð án
þess að samviskan þvælist fyrir þei.
Varstu ekki fullfær um það
sjálfur?
Nú er ljóst að þessi veiðiferð var einungis
til að skaða einstaklinga og eyða þeirra fé.
Fjárfestirinn Jón Ásgeir Jóhannesson
bendir á að mál slitastjórnar Glitnis gegn
honum og fleirum hafi verið tilgangslaus
veiðiferð og sér fyrir sér skaðabætur.
MYND:1944 Jón Ásgeir
Ertu að bjóða fram aðstoð?
Þessi ríkisstjórn verður að fara að ráða
einhverja til að aðstoða sig í samskiptum
við erlenda fjölmiðla.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Framsóknarflokksins, fyllist skelf-
ingu þegar ráðherrar tjá sig á útlensku.
Nú síðast fékk hann hroll þegar glænýr
fjármálaráðherra, Oddný Harðardóttir,
talaði við Bloomberg.
Ha?
Með ráðningunni eru þeir fulltrúar
sveitarfélaga við Eyjafjörð sem mynda
stjórn AFE að gera lítið úr störfum
sérstaks saksóknara og ekki síður
úr ábyrgðinni sem við verðum að
horfast í augu við að menn beri vegna
bankahrunsins.
Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi
á Akureyri, er gáttuð á ráðningu
Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar, fyrr-
verandi forstjóra Saga Capital, í starf
framkvæmdastjóra Atvinnuþróunar-
félags Eyjafjarðar.
VIkAn SEm VAR
28 viðhorf Helgin 6.-8. janúar 2012