Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 06.01.2012, Blaðsíða 50
Fyrir tveimur árum kynnti leikstjórinn Guy Ritchie til sögunnar Sherlock Holmes, sem hafði verið uppfærður, poppaður upp og Ro- bert Downey Jr. lék með heilmiklum trúðs- látum og fjöri. Jude Law skilaði svo traust- um Watson sem var umtalsvert öflugri en sá sem Arthur Conan Doyle bauð upp á í sögum sínum um Holmes. Nú, tveimur árum síðar, er framhaldsmyndin A Game of Shadows komin þar sem Downey og Law endurtaka rullur sínar og Ritchie er enn við stjórnvöl- inn. Ekkert er verið að eyða púðri í að dýpka persónurnar eða vinna frekar með þær held- ur demba félagarnir sér beint í hasarinn og í raun er í engu yfir því að kvarta. Myndin er ríkulega skreytt stílfærðum slagsmálum og bardagasenum og Downey fer með gaman- mál og heldur fjörinu uppi þess á milli. Og þar með er það upptalið. Nokkrir nýliðar mæta til leiks að þessu sinni. Stephen Fry skemmtir bæði sér og áhorfendum í hlutverki Mycroft Holmes, stóra bróður Sherlocks. Sú undurfagra og frábæra leikkona Noomi Rapace lífgar einnig upp á samkvæmið en fær því miður úr allt of litlu að moða í hálf tilgangslausu hlutverki sí- gaunaspákonu. Þetta er auðvitað alger synd og sóun á hæfileikum Noomi en breytir engu um að hún er svo töff að maður missir úr slag í hvert skipti sem hún birtist. Eins og allar almennilegar hetjur á Hol- mes sinn erkifjanda og eins og allir sem eru sæmilega skólaðir í Holmes-fræðunum vita heitir sá James Moriarty og er, ef eitthvað er, ennþá klárari en Sherlock. Fjarvera Mori- arty í fyrstu myndinni var nokkuð áberandi en hann bætir heldur betur upp fyrir það núna. Jared Harris, sonur hinnar goðsagnar- kenndu fyllibyttu og leikara Richard Harr- is, leikur Moriarty af ískaldri yfirvegun og setur sterkan og bráðskemmtilegan svip á myndina. A Game of Shadows er kannski ekki mjög djúp en skemmtileg er hún og stendur því fyllilega fyrir sínu og maður tæki þeim Hol- mes og Watson nú alveg fagnandi ef þeir myndu banka upp á í þriðja sinn en Ritchie skilur auðvitað allt eftir galopið fyrir fram- hald. Þórarinn Þórarinsson 38 bíó Helgin 6.-8. janúar 2012 S káldsagan Tinker, Tailor, Soldier, Spy kom út árið 1974 og var fyrsta bókin í þríleik sem kenndur hefur verið við Karla, sovéskan andstæðing Smileys. Í kjöl- farið komu The Honourable Schoolboy árið 1977 og Smiley’s People 1979. BBC gerði sjónvarpsþáttaraðir eftir Tin- ker, Tailor, Soldier, Spy og Smiley’s People sem sýndar voru árin 1979 og 1981. Þar lék Alec Guinness Smiley og gerði njósnarann að sínum þannig að það þótti nokkuð djarft að kvikmynda Tinker, Tailor, Soldier, Spy nú, jafnvel þótt langt sé um liðið frá því Guinness lék Smiley. En Alec Guinness er að sjálfsögðu leikari sem varpar löngum skugga en eins og viðbrögð gagnrýnenda ytra hafa sýnt er Gary Oldman leikari sem stendur ekki í skugga neins. Hann þykir frábær í hlutverki Smileys og myndin hefur víðast hvar fengið mjög lofsamlega dóma. David John Moore Cornwell, sem tók upp höfundarnafnið John le Carré, stendur á átt- ræðu. Hann starfaði fyrir bresku leyniþjón- usturnar MI5 og MI6 þegar hann skrifaði sínar fyrstu bækur en í kjölfar vinsælda Njósnarans sem kom inn úr kuldanum sagði hann skilið við MI6 og helgaði sig alfarið ritstörfum þar sem hann hélt samt áfram að sækja í reynslu sína hjá leyniþjónustunni. Sögur le Carré hafa yfir sér raunsæislegan blæ og Smiley er eins ólíkur kollega sínum James Bond, sem einnig er í leyniþjónustu hennar hátignar, og hugsast getur. Smiley er rólyndismaður sem á ótrúa eiginkonu og notar fyrst og fremst höfuðið í viðureignum sínum við njósnara og svikara. Það fer því lít- ið fyrir byssum og flottum græjum í sögum le Carré þar sem tefldar eru vitsmunalegar refskákir. Sænski leikstórinn Tomas Alfredson, sem kom sér á heimskortið með hinni stórgóðu vampírumynd Låt den rätte komma in (Let the Right One In), stillir upp firnasterkum hópi leikara í Tinker, Tailor, Soldier, Spy. Gary Oldman fer þar fremstur í flokki, John Hurt leikur yfirmann hans hjá leyniþjónust- unni þar sem þeir Colin Firth, Ciarán Hinds, Mark Strong og Benedict Cumberbatch láta einnig til sín taka. Eftir að aðgerð leyniþjónustunnar í Bret- landi misheppnast, útsendari hennar er skotinn og þá handsamaður af sovéskum njósnurum eru Smiley og yfirmaður hans Control þvingaðir á eftirlaun. Smiley er síðan kippt aftur inn í hráskinnaleik kalda stríðs- ins þegar grunur vaknar um að njósnari Rússa gangi laus innan MI6. Control hafði sigtað út nokkra starfsmenn sem hann taldi líklegasta svikara og gefið þeim dulnefnin Tinker, Tailor, Soldier, Poor Man auk þess sem Smiley sjálfur er ekki laus við að vera grunaður og er nefndur Beggarman. Og svo hefst leikurinn þar sem Smiley reynir með hægð og útsjónarsemi að þrengja hringinn í kringum svikarann sem fóðrar Sovétmenn á upplýsingum úr innsta hring MI6. Aðrir miðlar: Imdb: 7.7, Rotten Tomatoes: 85%, Metacritic: 86%.  FrumSýnd Tinker Tailor Soldier Spy Breski rithöfundurinn John le Carré aflaði sér heimsfræðar árið 1963 með njósnasögu sinni Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum. Hann festi sig í framhaldinu tryggilega í sessi sem höfund- ur njósnasagna sem flestar eiga sér stað í kalda stríðinu. Breski leyniþjónustumaðurinn George Smiley er þekktasta sögupersóna hans og á sviðið í hinni stjörnum prýddu Tinker, Tailor, Soldier, Spy þar sem Gary Oldman túlkar njósnarann hægláta. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Kaldastríðsrefskák Smileys  FrumSýnd Bíómyndin My Week with Marilyn byggir á dag- bókum Colins nokkurs Clark sem þokkagyðjan Marilyn Monroe hallaði sér að á Englandi árið 1956 þegar stirð samvinna hennar við leik- listargoðsögnina Sir Laurence Olivier gekk nærri henni við gerð myndarinnar The Prince and the Showgirl. Monroe og Olivier léku aðalhlutverkin í myndinni auk þess sem Olivier leikstýrði en óstundvísi og sérþarfir Monroe fóru ósegjanlega í taugarnar á leikstjóranum sem varð sífellt skap- styggari eftir því sem á leið. Clark var þá nýútskrifaður frá Oxford og fékk starf sem aðstoðarmaður við gerð myndarinnar. Monroe leitaði til hans í einsemd sinni og óöryggi og sveinninn ungi var vitaskuld allur af vilja gerður til þess að sinna þessari fegurstu og frægustu kvikmyndastjörnu heims. Myndin er tilnefnd til 3 Golden Globe-verðlauna, sem besta mynd ársins í flokki gaman- og söng- mynda auk þess sem Michelle Williams og Kenneth Branagh eru tilnefnd sem bestu leikarar ársins en þau leika Monroe og Olivier. Aðrir miðlar: Imdb: 7.5, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 65% Smiley er eins ólíkur kollega sín- um James Bond, sem einnig er í leyniþjón- ustu hennar hátignar, og hugsast getur.  Bíódómur Sherlock holmeS: a Game oF ShadowS Sprellfjörug refskák snillinga Vika með kynbombu Gary Oldman þykir sýna lágstemmdan stórleik í hlutverki George Smiley í Tinker, Tailor, Soldier, Spy sem gerð er eftir sam- nefndri skáldsögu John le Carré sem þykir enn þann dag í dag ein besta njósnasaga sem skrifuð hefur verið. Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugardaga 11.00-14.00 ÚTSALA ALLT AÐ 60 % AFSLÁTTUR SOO.DK BARNAFÖTIN SELD MEÐ 40%N Ú E R B A R A H Æ G T A Ð G ER A G Ó Ð K A U P Millenium-óvissan Þótt Sony hafi fullyrt að The Girl Who Played With Fire, framhaldið af The Girl with the Dragon Tattoo, verði gert og að handritsvinna sé í fullum gangi, ríkir enn óvissa um hvort David Fincher muni halda áfram með verkefnið. Hann hefur að vísu sjálfur sagst vilja taka næstu tvær myndir í einum rykk. Sony hefur hins vegar ekki enn staðfest að Fincher muni leikstýra næstu mynd og þykir þessi þögn til marks um að enn sá með öllu óráðið hvort Fincher muni klára dæmið. Áframhaldandi yfir- skilvitlegar ógnir Hin hræódýra hryllingsmynd Paranormal Activity sló óvænt í gegn árið 2009 og var þeim vinsældum umsvifalaust fylgt eftir með Paranormal Activity 2 ári síðar. Sú mynd halaði inn nógu mikið fé til þess að full ástæða þótti til þess að rusla upp þriðju myndinni í fyrra. Sú mynd er að vísu enn ókomin til Íslands en þar sem myndirnar þrjár hafa skilað 300 milljónum dollara á heimsvísu hefur verið ákveðið að gera fjórðu myndina. Enda varla ástæða til þess að slátra þessari gullgæs á meðan hún verpir.  Moriarty sparar hvorki sprengiefni né skotfæri í tilraunum sínum til þess að koma Holmes, Watson og spákonunni fögru fyrir kattarnef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.