Fréttatíminn - 06.01.2012, Side 58
Þórunn Erna ClausEn FEr mEð tvö hlutvErk í GullEyjunni
Íslenski úraframleiðandinn JS Watch co.
Reykjavik stendur fyrir uppoði á tveimur úrum
skreyttum verkum eftir listamennina Erró og
Eggert Pétursson. Hugmyndin að uppboðinu
kviknaði hjá JS Watch árið 2010 til þess að afla
fjár fyrir Kraft, stuðningsfélag ungs fólks sem
greinst hefur með krabbamein og
aðstandendur þess.
Úraframleiðandinn fékk
listamennina til liðs við sig
og hvor þeirra um sig hefur
skapað einstakt listaverk úr
úrunum. „Ég var nú bara
beðinn um þetta og það var
einhvern veginn svo sjálfsagt
að verða við þessu enda er Kraftur mikilvægt
félag þar sem mikilvæg starfsemi fer fram,“
segir Eggert.
„Mér fannst þetta líka spennandi og gaman
að fá tækifæri til að gera eitthvað óvenjulegt.“
Steindepla prýðir skífu úrsins en Eggert málaði
einnig öskjuna utan um úrið og segja má að
saman myndi kassinn og úrið
eitt verk. Á öskjunni sést stein-
deplan innan um ljónslappa og
smjörlauf, líka kallað grasvíðir.
„Ég hef undanfarin
ár mikið málað
plöntur sem vaxa í
snjódældum upp til
fjalla. Snjórinn skýlir þar viðkvæmum gróðrin-
um yfir veturinn. Plönturnar sem eru á öskjunni
vaxa í snjódældum.“
Skífa Errós er með afriti af málverkinu Faces-
cape, sem hann málaði árið 1992, en þar ber
mest á aukapersónum í amerískum teikni-
myndasögum. Erró vann árið 1999 hringlaga
mynd upp úr verkinu og sú mynd prýðir skífuna
en sjálft Facescape málverkið er á öskjunni.
Uppboðið fer fram á vefjunum www.gilbert.is
og www.jswatch.com/auction og stendur til 20.
janúar. Sem stendur hafa 725.000 krónur verið
boðnar í úr Errós og 555.000 krónur í úr Egg-
erts.
kraFtur styrktur mEð handmáluðum úrum
Ofurhetjur og fögur blóm í takt við tímann
Smekkfullt var á árlegu nýársteiti
Gullu, sem kennd er við MáMíMó, á
Hótel Borg. Meðal gesta voru Eiður
Smári Guðjohnsen og Ragnhildur
Sveinsdóttir eiginkona hans. Knatt-
spyrnumaðurinn skartaði forláta rauðum
flauelssmóking sem tryggði honum
titilinn best klæddi maður kvöldsins.
Harpa Arnardóttir leikkona var valin
best klædda konan, en hún var elegant
í bláum ermalausum kjól. Jón Ólafsson
vatnskóngur var í miklu stuði og lýsti í
skálarræðu yfir forsetaframboði, sem
hann reyndar dró til baka daginn eftir. Á
Borginni voru líka Friðrik Ómar söngv-
ari og Draupnir Rúnar Draupnisson
Júróvisjónsérfræðingur, Birkir Krist-
insson fyrrverandi knattspyrnumaður
og Ragnhildur Gísladóttir söngkona
sem einmitt tók lagið með hljómsveit
kvöldsins.
Eiður Smári best klæddur á Borginni
Hífð inn
á topp 10
Verkfræðingurinn og rithöf-
undurinn Yrsa Sigurðardóttir
er ókrýndur
sigurvegari
síðasta árs
sé litið til
bóksölu.
Nýjasta
bók hennar
Brakið
var sú
söluhæsta
á árinu og jafnframt söluhæsta
bókin allar fjórar vikur
desembermánuðar. Bókin Ég
man þig, sem kom út í nóvem-
ber 2010, var síðan í 10. sæti
yfir söluhæstu bækur ársins
og tók mikinn kipp í vikunni
milli jóla og nýárs. Það hjálpar
líklega að bókin var á sérstöku
tilboðsverði alla síðustu viku í
bókabúðum Eymundsson – með
30 prósenta afslætti.
Leikkonan Þórunn Erna
Clausen bregður sér í hlut-
verk sjóræningjakonu í
Gulleyjunni sem Leikfélag
Akureyrar frumsýnir í í sam-
starfi við Borgarleikhúsið lok
mánaðarins. Synir hennar
bíða spenntir eftir því að sjá
mömmu á sviði með sjóræn-
ingjahatt á höfði.
Sjóræningjamamma
á sjóræningjaheimili
s trákarnir eru eiginlega bara búnir að breytast í litla sjóræningja á öllu þessu.
Við erum búin að hlusta svo mikið
saman á tónlistina hans Þorvaldar
Bjarna úr sýningunni. Hún er
mjög skemmtileg og heimili mitt er
eiginlega sjóræningjaheimili þessa
dagana og ríkir mikil gleði með
það,“ segir Þórunn Erna.
„Sonur minn, sem er sex ára,
neitaði að fara í jólaklippingu vegna
þess að hann vildi hafa sítt hár eins
og Jack Sparrow og ætlaði svo að
lita það svart. Hann varð líka mjög
glaður þegar hann missti báðar
framtennurnar fyrir jólin því þá
varð hann ennþá líkari sjóræningja.
Þeir fengu líka sjóræningjaskip í
jólagjöf,“ segir Þórunn sem stefnir
að því að koma strákunum til
Akureyrar að sjá sýninguna þegar
þar að kemur. „Ég ætla nú að reyna
að græja það að þeir mæti hér á
einhverja sýningu og þá örugglega
bara í sjóræningjabúningi. Mér
finnst það nú alveg tilvalið að þeir
komi í búningum sem við eiga og
að leikhúsinu verði bara breytt í eitt
allsherjar sjóræningjabæli.“
Sigurður Sigurjónsson og Karl
Ágúst Úlfsson skrifuðu handritið
saman upp úr sígildri sjóræningja-
sögu Roberts Louis Stevenson
en Sigurður er einnig leikstjóri.
Þórunn Erna leikur tvö hlutverk í
sýningunni; móður hins unga Jim
Hawkins sem lendir í slagtogi með
sjóræningjum og svo Svartleggju.
„Hún talar nú ekki mikið hún Svart-
leggja mín en hrækir þeim mun
meira,“ segir Þórunn aðspurð hvort
hún láti öllum illum sjóræningjalát-
um á sviðinu.
Andi sjóræningja á borð við
Langa Jón Silfra og Jack Sparrow
úr Pirates of the Carribean hefur
svifið nokkuð lengi yfir vötnum á
heimili Þórunnar þótt það sé fyrst
núna sem heimilishaldið er beinlín-
is í hershöndum ribbalda hafsins.
„Ég hélt sjóræningjaafmæli árið
2010 þegar ég bakaði sjóræningja-
skip og gulleyju í strákaafmæli.
Það er síðan bara skemmtilegt
tilviljun að lífið leiði mann norður
til að leika í Gulleyjunni,“ segir
Þórunn sem leggur mikinn metnað
í kökuskreytingar fyrir syni sína.
„Ég er hvorki mikill bakari eða
kokkur í mér en finnst mjög gaman
að gera hluti í höndunum og þetta
árið varð sjóræningjaþema fyrir
valinu. Þetta er svo auðvelt. Ég er
ekkert góð í þessu þannig að þetta
er eitthvað sem allir geta gert.
Það er hægt að nota bara hvaða
súkkulaðikökuuppskrift sem er. Ég
persónulega er svo upptekin móðir
að mér finnst rosalega gott að grípa
í Betty Crocker og eyði meiri tíma
í að skreyta kökurnar þótt það sé
nú alls ekki mjög tímafrekt. Þegar
maður tekur botnana úr kökuform-
unum sker maður þá bara í skips-
form og raðar þessu saman. Svo
setur maður bara súkkulaðikrem á,
leggur þilfarið með súkkulaði-
fingrum og gerir möstrin með
grillpinnum. Síðan prentaði ég út
fána sem ég fann á Netinu. Álpappír
á bakka er sjórinn og svo er skreytt
með hlaup-hákörlum og beinum.
Svo setti ég bara Playmo-karla hér
og þar.“
Og svo er alls staðar hægt að fá
svona sjóræningjadiska og sjóræn-
ingjaservíettur. Þannig að það er
mjög auðvelt að búa til sjóræningja-
afmæli þessa dagana.“
toti@frettatiminn.is
Þórunn Erna í ham í hlutverki Svartleggju sem á spennta stráka heima í Reykjavík sem bíða eftir því að sjá sjóræningja-
mömmu sína á sviði.
Sjóræningjskipið sem Þórunn Erna
snaraði fram með smá aðstoð frá Betty
Crocker:
„Hún
talar nú ekki
mikið hún
Svartleggja
mín en
hrækir þeim
mun meira.
Frístundakor t
Tónheimar - Síðumúla 8 - tonheimar@tonheimar.is
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima
Upplýsingar og skráning á tonheimar.is
og í síma 846 8888
Láttu drauminn rætast og lærðu að
spila þín uppáhaldslög eftir eyranu
á píanó, gítar eða ukulele.
Allir aldurshópar, byrjendur sem
lengra komnir.
Tónlistarnám fyrir þig
blús djass sönglögpopp
Eggert Pétursson hefur sérhæft sig í að mála blóm
og kom einu slíku fyrir á skífu úrs sem var mikið
nákvæmnisverk og meira mál en hann ætlaði í
upphafi.
Fagurlega
skreytt úr Errós
og Eggerts í
öskjum sínum.
Þjóðin beið spennt yfir
Ólafi Ragnari – eða ekki
Ekki er hægt að segja
að þjóðin hafi beðið
með öndina í háls-
inum eftir sextánda
nýársávarpi Ólafs
Ragnars Grímssonar
á Ríkisútvarpinu
á nýársdag því
aðeins horfði rúmt 21
prósent þjóðarinnar á
Ólaf Ragnar tilkynna,
á loðinn hátt þó, að
hann hyggðist ekki
bjóða sig fram á
nýjan leik. Ólafur Ragnar var þó vinsælli en Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
því innan við
tíu prósent
þjóðarinnar voru
við skjáinn á gaml-
árskvöld þegar
landsfrúin flutti
innblásið ávarp sitt
til þjóðarinnar.
46 dægurmál Helgin 6.-8. janúar 2012