Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 17.02.2012, Qupperneq 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is FELLSMÚLI • SKÚLAGATA • GARÐABÆR • MJÓDD Skipulagning og breyttar áherslur hafa orðið til þess að fyrirtæki geta haldið árshátíðir í Hörpunni. Um næstu helgi verður þar til að mynda árshátíð stjórnarráðsins og treður poppgoðið Páll Óskar Hjálmtýsson upp. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður rekstrarfélags Hörp- unnar, segir að árshátíðir hafi ekki endanlega verið afskrifaðar í húsinu eftir að ljóst varð að þær trufluðu aðra starfsemi í því. Greint var frá því í nóvember að hætt hafi verið að bóka árshátíðir þar. Þórunn segir að nú þegar starfsmenn séu að kynnast húsinu betur gangi vel að halda þar árshátíðir. „Við erum alltaf að prófa okkur áfram og höfum náð góðum tökum á því að keyra veislur með tónlistarvið- burðunum.“ - gag Óttast að sitja eftir í launum Það er ósæmandi fyrir Hafnarfjörð að laun starfs- manna bæjarins séu lægri en laun starfsmanna nágrannasveitarfélaga, segir meðal annars í bréfi sem Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmanna- félags Hafnarfjarðar, sendi bæjarstjórninni. „Við erum að reyna að tryggja að við sitjum ekki eftir. Þessu bréfið var vísað til bæjarstjóra og við eigum von á að heyra frá honum fljótlega,“ segir Karl sem bendir á í bréfinu að nú þegar laun bæjarfulltrúa og ríkisstjórnarinnar hafi verið hækkuð sé rétt að hefjast þegar handa við að leiðrétta einnig laun bæjarstarfs- manna. Það hafi verið gert í Kópavogi. - gag Bauð rúmar átján milljónir í byggingarlóð Rétt rúmlega þrí- tugur karlmaður átti hæsta tilboð í staka lóð af fimm sem buðust í grónum hverfum Hafnarfjarðar. Tilboðið hljóðaði upp á 18,3 milljónir króna. Lóðin stendur að Arnar- hrauni 50 og seldist á 17,5 milljónir króna í góðærinu en var skilað aftur til bæjarins. „Lóðin er mjög stór eða 721 fermetrar á besta stað í bænum. Þar var áður gamall róluvöllur,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar: „Við fengum verðmat á lóðina í desember upp á 11,5 milljonir króna. Þetta var eina tilboðið.“ Bæjarstjóra hefur verið falið að semja við þá sem áttu hæstu tilboðin í hverja lóð fyrir sig. - gag Á sama tíma og umræðan um fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlegðarskatt á sjávarútvegs- fyrirtæki stendur sem hæst í þjóð- félaginu hafa tveir stórir hluthafar í sjávarútvegsrisum keypt glæsihallir í miðbænum. Samanlagt verð húsanna tveggja er hátt í þrjú hundruð milljónir króna. Guðmundur Kristjánsson, stærsti eigandi Brims, keypti villuna Fjölnis- veg 11 af þrotabúi félagsins Fjölnisvegs 9 ehf, sem var áður í eigu Hannesar Smárasonar. Eftir því sem heimildir Fréttatímans herma staðgreiddi Guð- mundur húsið en ásett verð var 190 milljónir króna. Þetta er í annað sinn sem Guðmundur eignast húsið en hann átti það um nokkurra mánaða skeið árið 2005 áður en hann seldi Fjölnis- vegi 9 ehf það. Villan á Fjölnisvegi er 433 fermetrar að stærð á þremur hæðum og er hin glæsilegasta. Hannes átti sjálfur húsið við hliðina og hugðist tengja húsin saman. Ekki fékkst þó leyfi fyrir því hjá borgaryfirvöldum.  Tíska andliTshÁr „Bartana burt“ voru skilaboðin frá Valhöll Flestir tóku eftir því að Ármann Kr. Ólafs- son, nýskipaður bæjarstjóri í Kópavogi, skartaði forláta börtum á blaðamannafundi í síðustu viku þegar nýr meirihluti Sjálfstæðis- manna, Framsóknar og Y-lista Kópavogsbúa var kynntur til sögunnar. Nú eru bartarnir farnir og segir Ármann í samtali við Frétta- tímann að þetta hafi verið svokallaðir meiri- hlutabartar. „Ég byrjaði að safna þeim þegar meirihlutinn féll og lofaði sjálfum sér með að þeir myndu vera þar til nýr meirihluti yrði myndaður,“ segir Ármann. Þetta uppátæki hans vakti mismikla lukku. „Konan tók þessu með stóískri ró en börnin mín tvö báðu mig á hverjum degi að raka bartana af. Verst lét þó Guðlaugur Þór Þórð- arson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann sagðist hafa fengið það verkefni frá Valhöll að losa mig við bartana. Það væri hreinlega skipun frá æðstu stöðum,“ segir Ármann og bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Guðlaugur Þór gerist tískulögga: „Hann skammaði mig mjög þegar ég var í lopapeys- unni fyrir alþingiskosningarnar árið 2009. Hann hefur sennilega haft rétt fyrir sér því ég fauk út af þingi í þeim kosningum,“ segir Ármann hlæjandi. Ármann minnti óneitanlega á poppgoðið Elvis Presley þegar bartarnir voru hvað þéttastir. Fjöldi árshátíða haldinn í Hörpu Hér má sjá lóðina með aðstoð Google Earth.  FasTeignir lúxusvillur Kvótaeigendur kaupa lúxusvillur í miðbænum Tvö glæsileg einbýlishús hafa selst í miðbænum undanfarnar vikur. Kaupendurnir eru báðir stórir hluthafar í sjávarútvegsfyrirtækjum. Guðmundur, sem er einatt kenndur við Brim, hefur verið stórtækur í fasteignakaupum á undanförnum árum í gegnum félag sitt B-16 fasteigna- félag. Hann býr á Nesvegi í ævintýralega stóri villu sem hann reisti á rústum hússins Marbakka sem hann lét rífa árið 2006. Mönnum ber ekki saman um hvort húsið sé átta hundruð eða tólf hundruð fer- metrar að stærð en hann rauf meðal annars skarð í sjógarð við fjöruna við litla hrifningu yfirvalda á Seltjarnarnesi. Þá á Guðmundur Bræðraborgarstíg 16, Iðunnarhúsið svokallað, sem er rúmlega þúsund fer- metrar að stærð. Brim skilaði 2,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2010. Á sama tíma keypti Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrver- andi eiginkona Þorsteins Más Baldvinssonar, 327 fermetra einbýlishús á Laufásvegi 66. Ásett verð á eignina var 89 milljónir. Helga á rétt tæplega helmingshlut í eignarhalds- félaginu Steini, sem er stærsti hluthafinn í Samherja, stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, með tæplega fjörutíu pró- sent hlut þegar með er talin helmingseign í Fjárfestinga- félaginu Firði sem á rúmlega tíu prósent hlut í Samherja. Helga á fyrir hús á Nesbala á Seltjarnarnesi. Samherji hagnaðist um átta milljarða á árinu 2010. Eignarhaldsfélagið Steinn fékk sem nemur 470 milljónir í arðgreiðslu frá Sam- herja árin 2009 og 2010. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Fjölnisvegur 11. Ein villan enn í eignasafn Guðmundar Kristjáns- sonar. Helga S. Guðmundsdóttir á nú einbýlishús á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Ögmundur af- salar sér hálfri milljón á mánuði Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra þiggur ekki ráðherra- laun heldur aðeins þing- fararkaup. Ögmundur fær því greiddar 589.559 krónur í laun á mánuði. Auk þess fær hann greiddan síma- og tölvukostnað og 22.737 krónur mánaðarlega vegna aksturs. Þetta upplýsir ráðherrann á heimasíðu vinstri grænna sem og á sinni eigin. Ögmundur ákvað að afsala sér ráðherralaunum þegar hann varð heilbrigðisráðherra á árinu 2009 til þess að geta farið fram á þann niðurskurð sem hann taldi þurfa í þeim geira. Hann hefur heldur ekki þegið ráðherralaun síðan hann settist aftur í ráðherrastól. Miðað við þetta fer hann á mis við rúma hálfa milljón króna á mánuði, sem greitt er fyrir störf ráðherra. Fréttatíminn reiknaði upp launin hans í síðustu viku miðað við þau lög sem gilda í landinu. - gag 2 fréttir Helgin 17.-19. febrúar 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.