Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Síða 20

Fréttatíminn - 17.02.2012, Síða 20
H ann er sigurvegari. Hann þolir ekki að tapa og stígur stundum yfir línuna vegna þess.“ Svona lýsir Rob Jans úrúgvæska framherjanum Luis Suarez en Jans er maðurinn sem ber ábyrgð á því að Suarez kom til Evrópu á sínum tíma. Jans þjálfaði Groningen árið 2006 þegar Suarez var keyptur frá Nacional í heimalandinu. Og eins og Jans bendir rétti- lega á þá stígur Suarez „stundum“ yfir línunni í viðleitni sinni til að vinna fótboltaleiki. Hann er þekktur fyrir detta við minnstu snertingu andstæðingana. Hann varði boltann á línu með hendi á lokasekúndum í leik Úrúgvæ og Gana í 8 liða úrslitum HM í Suður Afríku árið 2010, fékk rautt spjald og fagnaði síðan eins og heimsmeistari þegar Asamoah Gyan brenndi af í vítaspyrnunni. Nokkrum mánuðum síðar fékk hann, sem leikmaður Ajax, sjö leikja bann í Hollandi fyrir að klína kanínutönn- unum í axlarblað Otmans Bakkal leikmanns PSV. Viðurnefnið „Mannætan í Ajax“ fæddist á forsíðu stærsta dagblaðs Hollands. Æskan enginn dans á rósum Hann var fundinn sekur um kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra í leik Liverpool og Manchester United síðastliðið haust og uppskar átta leikja bann fyrir vikið. Í fyrsta leiknum eftir bannið steig hann, að því að virtist viljandi, á Scott Parker, leikmann Tottenham, eftir að hafa reynt að ná vinstra auganu úr augnstæði hans. Lokakaflinn var síðan skrifaður um síðustu helgi þegar hann neitaði að taka í höndina á áðurnefndum Evra fyrir leik Manchester United og Liverpool. Fyrir það uppskar hann reiði allra. Afsökunarbeiðni daginn eftir lægði aðeins öldurnar en ein- hvern veginn er það svo að menn bíða eftir næsta útspili hans. Þegar Suarez er annars vegar er orðið umdeildur vægt til orða tekið. Hjá honum eru engin mörk – þorstinn virðist bera alla skynsemi ofurliði. Æska Suarez var ekki dans á rósum. Hann er fæddur í bænum Salto við landamæri Úrúgvæ og Argentínu en flutti með foreldrum sínum til höfuðborgarinnar Montevideo þegar hann var sex ára. Þremur árum síðar var hann byrjaður að æfa með stærsta félagsliði landsins, Nacional. Maðurinn sem fann hann, njósnarinn Wilson Pirez, var aldrei í vafa um að Suarez yrði góður. „Hann var með ótrúlega hæfileika miðað við aldur. Hann var yndislegur, vel uppalinn drengur. Það mátti sjá strax þá að hann yrði frábær leikmaður,“ segir Pirez í samtali við Daily Mail. Elti ástina til Evrópu En draumurinn í Nacional var fljótur að breytast í martröð. Faðir hans yfirgaf fjöl- Sigurviljinn ber skynsemina ofurliði NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI 20 fótbolti Helgin 17.-19. febrúar 2012 Úrúgvæinn Lúis Suarez er umdeildasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Sá stimpill er ekki nýr fyrir hann en allur hans ferill litast af atvikum sem ættu vart að vera vera á færi venjulegs manns að framkvæma. Fréttatíminn skoðaði sögu þessa frábæra leikmanns sem gerir allt til sigra – allt. Nafn: Luis Suarez Fæðingarstaður: Salto í Úrúgvæ Aldur: 25 ára Hæð: 1,81 m Félag: Liverpool Ferill – leikir/mörk: Nacional (Úrúgvæ) 27/10 (2005-2006) Groningen (Hollandi) 29/10 (2006-2007) Ajax (Hollandi) 110/81 (2007-2011) Liverpool (Englandi) 33/10 (2011-) Landsleikir/mörk: 52/26 skylduna og í kjölfarið hætti Suarez að æfa fótbolta. Að lokum byrjaði hann aftur að æfa og þegar hann var fimmtán ára kynntist hann hinni þrettán ára gömlu Sofiu Balbi. Hann varð fyrir sig ástfanginn og safnaði meðal annars smápeningum til að eiga fyrir mat fyrir þau tvö. Það var mikið áfall fyrir hann þegar hún flutti með fjölskyldu sinni til Barcelona ári seinna. „Þegar Sofia fór til Spánar þá hætti ég aftur í fótbolta. Það sem skiptir máli er að ég uppgötvaði, áður en það var of seint, að ég varð að helga mig þessari yndislegu íþrótt,“ sagði Suarez í viðtali. Og nú hafði hann mark- mið. Spila nógu vel til að komast til Evrópu og þar með nær Sofiu. Suarez varð óstöðvandi og þótt tilviljun ein réði því að Groningen keypti hann, þeir voru skoða annan leikmann. komst hann til Evrópu. Og sameinaðist Sofiu sinni. Þau giftu sig árið 2009 og eiga eina dóttur. Þeir sem þekkja til fjölskyldunnar segja að hún sé sú eina sem geti talaði hann til þegar á þarf að halda. Eftir eins árs dvöl hjá Groningen fór hann til Ajax þar sem hann fetaði í fótspor manna eins og Marco Van Basten, Patrick Kluivert og Zlatan Ibrahimovic – í hinni goðsagnakenndu treyju númer níu. Áttatíu og átta mörk í hundrð og tíu leikjum segja sína sögu og hann varð einn af eftir- sóttustu framherjum heims. Eftir heimsmeistarakeppnina í Suður-Afríku vissu allir hver hann var og í janúar á síðasta ári borgaði Liverpool tæpa fimm milljarða fyrir hann. Hæfileikarnir eru ótvíræðir en brestirnir líka. Tíminn á eftir að leiða í ljós fyrir hvað hans verður minnst: Mörk og titla eða blindan sigurþorsta og óheiðarleika. Luis Suarez stendur á krossgöt- um. Hann þarf að endurbyggja ónýtt mannorð. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images Slangur og svartir menn í Úrúgvæ Samkvæmt Tim Vickery, sérfræðingi BBC í suður- amerísku knattspyrnunni, geta Úrúgvæar ekki talist til kynþáttahatara og segir hann að fáir í landinu skilji lætin vegna þessa að Suarez kallaði Evra „Negrito“ eða „litla svertingjann. Hann bendir á að fá lið hafi tekið svört- um mönnum jafn opnum örmum og Úrúgvæ. Þrátt fyrir mótmæli andstæð- inganna þá var svartur leikmaður í liði Úrúgvæ í fyrstu Copa America árið 1916. Obdulio Varela, fyrirliði heimsmeistara Úrúgvæ árið 1950, gekk undir viðurnefninu „El Negro Jefe“ eða „svarti stjórinn“. Maxi Pereira, félagi Suarez í úrúgvæska landsliðinu, er kallaður „El Mono“ eða „apinn“. Það er viðurnefni sem hann fékk án þess að nein móðgun taldist fylgja. Það er því kannski ekki nema von að Úrúgvæar skilji lítið í látunum vegna orða Suarez. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.