Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Page 26

Fréttatíminn - 17.02.2012, Page 26
vinnu eins og til dæmis í sjónvarpi á þeim forsendum að það þurfi að koma sér og sinni tónlist á framfæri og þurfi ekki aðra greiðslu en að fá slík tæki- færi. Það er að sjálfsögðu undir okkur tónlistarfólkinu komið að standa saman og koma þessum málum í lag. Ragnhildi þykir heldur mikið af hinu góða hvað varðar keppnir í öllum list- greinunum. „Það er alveg fínt að fólk keppi í hverju sem það vill en að það sé svo til eingöngu í því formi sem listamenn veki athygli á sínum störfum og sýn- ingum er nett fáránlegt. Ég sé fyrir mér eins konar uppskeruhátíðir þar sem all- ir fái að koma sínu efni að og fjölmiðlar, blöð, útvarp og sjónvarp fjalli um það á alla kanta, hátíðirnar séu svo sýndar í nokkrum hlutum í sjónvarpinu og það fari ekki fram hjá neinum hvað sé um að vera í allri flóru íslenskra lista og menn- ingar. Þannig kæmust allir listamenn að, hvatningin og fjölbreytnin yrði svo miklu meiri. Íslendingar eru nefnilega svo menningarlega þenkjandi og taka mikinn þátt í listageiranum, sækja leik- hús, kvikmyndir og tónleika í stórum stíl. Þjóðin er dómhörð Fjármálahrunið hefur ekki farið framhjá tónlistarmönnum á Íslandi frekar en öðrum. Sumir hafa talað um að íslenskir menningarviðburðir hafi blómstrað eftir hrun, enda sæki fólk síð- ur langt yfir skammt núorðið. Ragnhild- ur tekur ekki afstöðu til þess, en hún segir mikil tækifæri geti falist í hruni. „Ég lít á hrun sem möguleika á upp- byggilegri og nýrri hugsun og ég vil frekar kalla þetta endurskipulagningu en hrun. Í fámennu samfélagi er ekki svo auðvelt að vera prívat með eitt eða neitt og því eðlileg krafa að hlutirnir í rekstri þjóðarinnar séu á hreinu og uppi á borði. Það eru hópar í samfélaginu sem nota ástandið sem nú ríkir til að dæma og jafnvel afsaka alla mögulega og ómögulega hluti. Það eru kannski einmitt þeir sem átta sig ekki á því að hver og einn verður að bera ábyrgð á því sem hann segir og gerir. Það vill gjarn- an gleymast hjá okkur Íslendingum um þessar mundir. En það má ekki gleyma því heldur að Íslendingar eru í hópi fárra „hrunþjóða“ sem sýna burði til að taka til hjá sér. Svo erum við dálítið ýkt í eðli okkar og það skapast ákveðin hætta á að við förum of geyst á skrúbbn- um og skröpum okkur til blóðs með of mikilli tortryggni og dómhörku að óat- huguðu máli. Að skoða hlutina ofan í kjölinn sýnir bara styrk og á það við um flest í lífinu. Það er veikleikamerki að dæma án ábyrgðar og athugunar. Það getur verið erfitt að muna þetta í dag- lega lífinu og við stöndum okkur að því að dæma hvert annað fram og til baka, í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum. Við lifum í veröld þar sem við stöndum okkur stöðugt að því að meta hvað sé rétt og hvað rangt, eitt- hvað sem hverju okkar þykir liggja beint við. Ef hver og einn legði sig fram við að finna hvar hans ástríða liggur og fylgdi henni svo í sannleika, yrði við- fangsefnið spennandi, skemmtilegt og Gagntekin af tónlistarskynjun heyrnarlausra „Ég er alveg gagntekin af rannsóknarritgerðinni minni, en hún fjallar um það hvernig heyrnarlausir skynja tónlist. Þar er ég að fara aðeins dýpra í málið en ég gerði í B.A. ritgerð- inni. Heyrnarlausir hlusta með hjartanu og eru einstak- lega tilfinninganæmir. Þegar þeir hlusta sjá þeir stundum myndir, liti og alls konar sögur. Ég segi „hlusta” því að þeir átta sig á því að við hlustum ekki bara með eyrunum heldur öllum líkamanum. Meðvitund okkar er í öllum líkamanum og hún kveikir á undirmeðvitundinni og við finnum til, grátum, fáum gæsahúð, verðum reið eða glöð og svo fram- vegis. Heyrnarlausir upplifa orkuna frá tónlistinni á mjög svipaðan hátt og þeir sem heyra og eru með opinn huga og hjarta. Við sem höfum heyrn erum „menguð“ af lærdómi, okkur er kennt að upplifa og meta tónlist. Heyrnarlausir kenna okkur að vera ekki með fyrirfram gefnar skoðanir þegar við hlustum á tónlist heldur hlusta bara á sannleik- ann í sjálfum okkur,“ segir þessi litríka listakona. Ragnhildur lítur sátt yfir farinn veg. „Það virkar kanski eins og forréttindi að vinna við eitthvað sem manni finnst svona skemmtilegt en eins og ég segi þá gæti það verið þannig hjá öllum.“ 26 viðtal Helgin 17.-19. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.