Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Qupperneq 37

Fréttatíminn - 17.02.2012, Qupperneq 37
Með aldri og þroska, og heim- sóknum í borgir heimsins, hef ég auðvitað séð að virkar almenn- ingssamgöngur eru ein af grunn- stoðum nútíma borgarsamfélags og það þykir sjálfsagt og eðlilegt að nýta sér þær á degi hverjum. É g sat í strætis-vagni í vik-unni. Tilefnið var skemmtilegt; nemendahópur var að skila verkefni sem tengdist starfsemi Strætó og þau voru svo uppátækjasöm að fá lánaðan vagn og bílstjóra og kynna verkefni sitt á rúnt- inum í 101 Reykjavík. Ég rifjaði upp að það eru líklega kom- in fjögur ár síðan ég tók strætó. Strætó tók ég síðast að staðaldri þegar ég sótti tónlistar- skóla úr Árbænum í Þingholtin á unglingsárunum. Þetta þótti óhentugur ferðamáti og allt ann- að en svalur. Strætó var síðasta örþrifaráðið á þessum árum og eftir að félagarnir fengu bílpróf höfðum við enga þörf lengur fyrir að nota þá stóru grænu – þeir voru grænir í þá daga en ekki gulir. Fordómar Auðvitað voru þetta fordómar. Þeir virðast ganga kynslóð fram af kynslóð og sjálfur var ég oft í bílstjórahlutverki fyrir son minn á unglingsárum hans því hann og hans vinir höfðu sömu við- horf til strætó og ég hafði á hans aldri. Til varnar vil ég segja að mér þótti ekki sérlega praktískt að taka strætó. Ferðir voru strjálar og ekki alltaf áreiðanlegar. Það var ekkert gaman að norpa í kulda og trekki úti á stoppu- stöð og bíða. Það var hundfúlt að skrölta með vagninum milli bæjarhluta, þurfa að skipta einu sinni eða tvisvar og ná áfanga- stað á klukkutíma. Með aldri og þroska, og heimsóknum í borgir heimsins, hef ég auðvitað séð að virkar al- menningssamgöngur eru ein af grunnstoðum nútíma borgar- samfélags og það þykir sjálfsagt og eðlilegt að nýta sér þær á degi hverjum. Samanburður stórborgarsamfélaga við okkar er ekki alveg sanngjarn. Ég held samt að það sé nauðsynlegt að auka verulega hlut almenn- ingssamgangna á höfuðborgar- svæðinu og draga úr notkun einkabíla. Fyrir þessu liggja meðal annars umhverfisástæður og hrein þjóðhagsleg hag- kvæmni. Jafnljóst þykir mér að þessi breyting mun taka langan tíma og færa verður töluverðar fórnir til að hún megi eiga sér stað. Það er full seint að breyta hegðun og neyslumynstri þeirra sem þegar hafa vanist þeim lúxus að aka um á einkabíl. Það er hins vegar tækifæri til að móta hegðun og venjur þeirra sem erfa munu landið. Viðhorfsbreyting tímafrek Fyrsta skrefið er að viðurkenna að viðhorfsbreytingin mun taka mörg ár. Næsta skref er að horfast í augu við að á þeim tíma þarf að lækka fargjöld og bæta þjónustuna á sama tíma. Ég held að Strætó sé svo sannarlega að reyna að bæta þjónustuna. Það er frábært fram- tak að taka tæknina í sína þjónustu, til dæmis með GPS kerfinu sem gerir okkur notendum mögulegt að fylgjast með vagninum okkar á korti í netvafra á tölvunni og sjá nákvæmlega hvenær ganga þarf út á stoppustöð til að ná vagninum. Ég held samt að það þurfi að gera svo miklu meira. Það þarf að fjölga ferðum og gera endurbætur á leiðum til að stytta ferðatíma. Þetta kallar á fleiri vagna og vagnstjóra. Engar tekjur munu koma á móti kostnaði við þetta fyrst um sinn. Nokkur ár munu því líða í stórfelldum taprekstri Strætó og ekki mun tjóa að fara á líming- unum út af því. Þessi herkostn- aður mun skila þeim árangri að smátt og smátt mun unga fólkið læra að meta Strætó, vegna þess að það er öruggur, skjótur og ódýr ferðamáti. Þeir sem eldri eru munu einnig átta sig á þessu með tíð og tíma. Þannig mun farþegum með Strætó fjölga jafnt og þétt og ég held jafn- vel að á fimm árum tækist að gera strætó að sjálfsögðum og eðlilegum samgöngukosti á höfuðborgarsvæðinu og stilla reksturinn af þannig að ásætt- anlegur þætti. Og við megum ekki horfa á rekstrarreikning Strætó sem einangrað fyrirbæri og gera til hans arðsemikröfur. Það sem mestu skiptir er hin þjóðhagslega hagkvæmni sem liggur meðal annars í því að draga úr innflutningi jarðefna- eldsneytis og spara gjaldeyri því vitaskuld knýjum við Strætó með metangasi úr Álfsnesi eða með rafmagni. Umhverf- isáhrifin eru víðtæk því með þessu drögum við mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig liggur veruleg hagræðing í því að hætta að hugsa um að auka flutningsgetu umferðarmann- virkja á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan og rannsóknir sýna að slíkar aðgerðir skila litlu. Með þess háttar framkvæmdum er nefnilega oftast verið að takast á við einkenni vandamálsins en horfa framhjá sjálfu vanda- málinu, sumsé neysluvenjum okkar og hugsanahætti. Almenningssamgöngur Ég tók strætó í vikunni Helgi Þór Ingason dósent við tækni- og verk- fræðideild HR Laaaaaaaaaangbestar? Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna! Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Gæðum tilveruna góðu ljósi Glæsilegir lampar á tilboði og eldri gerðir lampa á rýmingarverði. TILBOÐS- & RÝMINGARVERÐ í febrúar. Rombi ljósakróna Rýmingarverð: 8.900 kr. (Fullt verð: 15.900 kr.) Cars loftljós Tilboðsverð: 7.900 kr. (Fullt verð: 11.500 kr.) Helgin 17.-19. febrúar 2012 viðhorf 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.