Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 40
Stökkbreyting írskra gena
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
M
Teikning/Hari
Mikið hefur verið fjallað um meintan fríðleika Íslend-
inga, að minnsta kosti íslenskra kvenna. Minna hefur
farið fyrir umfjöllun um glæsileika íslenskra karla. Hver
íslensk fegurðardrottingin á fætur annarri hefur skotið
keppinautum sínum ref fyrir rass og hampað nafnbót-
inni „fegursta kona heims“ eða eitthvað í þá veru.
Erfitt er þó að leggja mat á fegurð fólks, að minnsta
kosti þegar saman koma einstaklingar víða að úr heim-
inum, hvar andlitsfall og litaraft er með ýmsu móti.
Ekki er gefið að smekkur manna sé eins í kulda norð-
ursins og hita suðursins, þótt hjartalagið sé svipað,
samanber fleyg orð Tómasar Guðmundssonar: „Mér
dvaldist við hennar dökku fegurð. Samt dáðist ég enn
meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman, í
Súdan og Grímsnesinu.“
Orð þjóðskáldsins styrkja þá kenningu að fegurðin
komi að innan en það breytir því ekki að sífellt er lagt
mat á útlit fólks, hæð eða smæð, vaxtarlag svo ekki sé
minnst á augnaumgjörð, stöðu kinnbeina og tanngarð-
inn sjálfan. Brosið töfrar sem og augun og allra helst
þegar brosið nær til augnanna.
En það er ekki fegurðin ein sem dæmd er. Líka er
lagt mat á ljótleika fólks þótt formleg keppni fara ekki
fram í þeim efnum. Ljótustu karlar í heimi eru Írar,
ef marka má úrskurð útlendrar stefnumótasíðu sem
sérhæfir sig í fallegu fólki, eins og nafnið bendir til,
beautifulpeople.com. Þessir nágrannar okkar þykja svo
ófrýnilegir að einungis 5 prósent þeirra sem vilja skrá
sig á síðuna hljóta náð fyrir augum valnefndar hennar.
Sænskir karla þykja aftur á móti fegurstir allra en í
frétt um ljótleikann var ekki nefnt hvar íslenskir karlar
stæðu í þeirri röð. Brasilískir folar þykja bærilegir en 45
prósent þeirra fengu skráningu og 40 prósent danskra
karla. Verr gekk Indverjum en aðeins 15 prósent þeirra
náðu í gegnum hið gullna hlið fallega fólksins. Sama
gilti um þá þýsku og Bretar áttu heldur ekki upp á pall-
borðið. Einungis 12 prósent þeirra skriðu í gegn.
Íslensku konurnar skoruðu hins vegar hátt, eins og
venjulega, en almennt ná norrænar konur langt þegar
kemur að vali fyrrgreindrar síðu fallega fólksins. Alls
hafa 76 prósent norskra kvenna fengið aðgang, 68 pró-
sent sænskra og 66 prósent íslenskra.
Fallegu íslensku konurnar gera það því ekki enda-
sleppt og vel er það viðunandi að íslenskir karlar hafi
ekki verið nefndir sérstaklega. Þeir hafa kannski ekki
vakið athygli fyrir sérstaka fegurð en heldur ekki þótt
áberandi ljótir, að minnsta kosti ekki meinuð aðganga í
stórum stíl á síðu fallega fólksins úti í heimi.
Aumingja írsku karlarnir, hugsaði ég með mér í
stærilæti hins íslenska, ósköp eru þeir ólögulegir og
ófríðir – og það mann fram af manni. Írsku genin voru
greinilega ekki að gera sig. Um leið og ég hallaði mér
aftur í stólnum skaut þó óþægilegri hugsun í kollinn
á mér. Ef rétt er munað er uppruni okkar Íslendinga
ekki alfarið norrænn og undurfagur – heldur einnig
írskur. Getur verið að írska blóðið í íslenskum körlum
hafi þau áhrif að þeir komist ekki með tærnar þar sem
íðilfagrir sænskir og danskir folar eru með hælana? Um
leið vaknaði önnur spurning. Hvernig má það vera að ís-
lenskar konur þykja svona ógurlega sætar en karlarnir
ekki? Er minna írskt blóð í kven- en karlleggnum?
Ég lagðist því í rannsóknir, tímafrekar að vísu en
nauðsynlegar. Það er ekki viðunandi að annað kynið
komi svona miklu betur úr í útlitslegum samanburðar-
rannsóknum en hitt. Hverjir draga okkur niður, spurði
ég sjálfan mig um leið og mér varð hugsað til helstu
frægðarkarla samtíðarinnar – þeirra sem leiða ríki og
borg, Steingríms J. og Jóns Gnarr. Óneitanlega er tals-
verður Íri í þeim þótt ólíklegt verði að telja að þeir hafi
leitað inngöngu á títtnefnda fegurðar- og stefnumóta-
síðu.
Alls er talið að á landnámstíma hafi flutt 10 -20.000
manns til Íslands en í Landnámu er aðeins getið lítils
hluta þessa fólks, það er að segja hinnar ráðandi yfir-
stéttar norrænna stórbænda. Sagan var því ekki öll
sögð um ætterni forfeðra okkar, það hafa rannsóknir
á erfðaþáttum núlifandi Íslendinga sýnt. Þar kemur
fram að um 60 prósent erfðaefnis Íslendinga er norrænt
en um 40 prósent frá Bretlandseyjum. Hið skrýtna er
samt að sömu mælingar segja okkur að um 80 prósent
erfðaefnis íslenskra karla megi rekja til Noregs og
annarra Norðurlanda en um 20 prósent til Bretlands-
eyja. Kannski má fallast á að þessi 20 prósent dugi til að
halda íslenskum körlum neðar á fegurðarskalanum en
þeim sænsku og dönsku en málið vandast hins vegar
þegar kemur að fallegu íslensku konunum. Aðeins 37
prósent þeirra eru með norrænt erfðaefni í sér en um 62
prósent þeirra hafa í sér erfðaefni sem rekja má til Bret-
landseyja.
Þegar þetta liggur fyrir hættir maður að skilja. Ís-
lenskar skvísur, fegurðarviðmið víða um heim, eru
meira eða minna írskar, upprunalega dætur ljótustu
karla í heimi. Írskar konur þykja heldur skárri en írsku
karlarnir í útliti en samt fá aðeins 15% þeirra inngöngu
á síðu fallega fólksins, samanborið við 66 prósent ís-
lenskra kvenna.
Hvað gerðist? Hvernig stökkbreyttust ljótu írsku
genin annars vegar í Hófí, Lindu Pé og Unni Birnu – og
hins vegar í Steingrím J. og Jón Gnarr?
Vill ekki einhver rannsaka það?
ÍMARK DAGURINN
8.30 Skráning og morgunverður
9.00 Ráðstefna sett
9.10 ÍMARK erindi
9.20 Henry Mason
12 Crucial Consumer Trends for 2012
10.20 Hlé - Tengslanetið eflt
10.40 Diana Derval
Delivering the right sensory mix
regarding your consumers´ needs
and product preferences
11.40 Guðni Rafn Gunnarsson
Sviðsstjóri, fjölmiðlarannsóknir og
markaðsgreining Capacent
12.00 Hádegishlé - Léttur hádegisverður
13.00 Jessica Butcher
A magical new way for your brands to deliver
exciting new messages, offers
and experiences to customers
13.45 Simon Collisson
A More Meaningful Web
14.30 Hlé - Tengslanetið eflt enn frekar
15.00 Jose Miguel Sokoloff
How changing the lives of people can change the
world, marketing towards guerillas in Colombia
Ráðstefnustjóri: Ragna Árnadóttir
Skrifstofustjóri Landsvirkjunar
Ráðstefna í Hörpu / Silfurbergi
föstudaginn 24. febrúar kl. 8.30 – 16.00
Kynntu þér fyrirlesarana og skráðu þig á www.imark.is
D
ag
sk
rá
Fyrirlesarar í fremstu röð fjalla um allt sem er nýjast
og heitast í markaðsmálum og spá í framtíðina.
Konudagurinn er á sunnudag
Gefðu elskunni skartgrip í tilefni dagsins
Kíktu til gullsmiðsins - Hann tekur vel á móti þér
www.gullsmidir.is
Anna María Design, Skólavörðustíg 3 Rvk
Aurum, Bankastræti 4 Rvk
Carat, Smáralind
Fjóla gullsmiður, Hafnargötu 21 Kef
Fríða skartgripahönnuður, Strandgötu 43 Hfj
G Þ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 Rvk
Georg V. Hannah, Hafnargötu 49 Kef
Gull og Silfur, Laugavegi 52 Rvk
Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 Rvk
Gullkistan, Frakkastíg 10 Rvk
Gullkúnst Helgu, Laugavegi 11 Rvk
Meba, Kringlunni og Smáralind
Metal Design, Stefán Bogi gullsmiður,
Skólavörðustíg 2 Rvk
Ófeigur gullsmiðja og listmunahús,
Skólavörðustíg 5 Rvk
Orr Gullsmiðir, Bankastræti 11 Rvk
Sign Gullsmíði og skartgripahönnun,
við höfnina í Hafnarfirði
Tímadjásn, Grímsbæ Rvk
32 viðhorf Helgin 17.-19. febrúar 2012