Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 17.02.2012, Blaðsíða 42
34 bækur Helgin 17.-19. febrúar 2012  RitdómiR ViðbRögð úR Víðsjá Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins er mest selda bókin í flokki barnabóka Eymunds- sonar þessa vikuna; framtíðarsaga sem fjallar um keppni upp á líf og dauða. Passar fyrir eldri börn en líka fullorðna. FyRiR böRn og FulloRðna  RitdómuR dauðinn í dumbshaFi eFtiR magnús ÞóR haFsteinsson m agnús Þór Hafsteinsson segir í formála sinnar stóru bókar um Íshafssiglingar stríðsáranna að hann hafi ekki menntun sagnfræðings heldur sé hann áhugamaður um þennan þátt seinna stríðsins. Ritaskráin sem hann birtir í lok bókarinnar sem er þéttprentuð og yfir 500 síður staðfestir einlægan áhuga hans á efninu. Víst sækir hann heimildir að stærstum hluta í prentaðar heimildir, sagnfræðingur hefði lagst yfir afmörkuð svið og kannað þau, en Magnús birtir okkur heildarmynd af þessum mikil- væga þætti í stríðinu á fyrstu árum þess og staðhæfir og staðfestir að vígbúnaður Rússa í vörnum gegn Þjóðverjum var ein meginforsenda þess að hér var komið upp flotastöð, vari í Hvalfirði fyrir skipalest- irnar sem héldu norðaustur og komu að austan. Ókunnugum má segja þetta: Hval- firði var lokað með kafbátagirðingu, þar var þorp í Hvítárnesi og aðstaða undir Þyrlinum fyrir olíugeymslur sem stendur sumapart enn, víðar um fjörðinn voru kampar: Þar lágu reglulega við festar tugir skipa af ýmsum stærðum, allt upp í næst stærstu herskip sem flutu á þessum árum. Á tímabili fyrir innrásina í Normandy voru hér staðsettir fimmtíu þúsund hermenn. Það er raunar merkilegt hvað okkur hefur gengið vel að draga dulu yfir þennan þátt í sögunni: Rit Magnúsar er fyrsta heild- stæða ritið um þennan þátt, þó Friðþór Eydal, Þór Whitehead og Ásgeir Guð- mundsson hafi allir lagt til sitt við að skýra þennan tíma og greina hann á þrengri sviðum.. Héðan sigldu sem sagt stórar skipalestir vor, sumar og haust austur til Murmansk og Arkangelsk. Fragtskip hlaðin vopnum og skotfærum sigldu undir vernd herskipa og kafbáta yfir hafsvæði sem var veðravíti og lífshættulegt vegna kulda. Á lestirnar réðust kafbátar og flugvélar og hættu- legasti hluti leiðarinnar var skamman flugtíma frá norðurströnd Noregs. Skips- töp voru reiknaður hluti af leiðangrinum, manntap var vitað og í sumum tilvikum fór allt úr böndum, ýmist vegna dómgreindar- leysis herstjórnar Breta eða vegna annarra hagsmuna í stríðsrekstrinum. Sjö Íslend- ingar koma við sögu í þessum hildarleik, fimm eru nafngreindir, tveir ókunnugir. Fyrir utan að landið var höfn, bæði fyrir austan og vestan, sjúkrahús á Akureyri og í Reykjavík tóku við limlestum mönnum, en að öðru leyti hvíldi yfir þessum skipa- lestum þögn. Viljaleysi undangenginna kynslóða til að kanna stríðið og hlut okkar í því er merkileg; fyrir nokkrum áratugum lögðu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram á þingi tillögu um að minjum um stríðið væri skipulega eytt. Hernámsliðin bæði unnu markvisst að því að eyðileggja mann- virki sem hér voru og komust upp með það átölulaust. Heimildaskráning um stríðið hefur verið takmörkuð, leita verður í marga staði til að týna saman gögn um sambýli hers og þjóðar. Þannig er nýlega búið að aflétta banni á gögnum um frelsis- sviptingu ungra kvenna í Reykjavík á fyrstu árum hernámsins og gæsluheimilið á Kleppjárnsreykjum. Greining á þöggunarvilja okkar hefur ekki verið unnin. Rit Magnúsar er stað- reyndaþrungið rit, þungt í lestri en mikil- vægt framlag til rannsókna á mikilvægum tíma í sögu okkar. Staðir í því kallast á við önnur verk svo sem í viðtalsbók Studs Ter- kel um stríðið segir sjóliði frá hermanni sem komst skaðbrunninn til Murmansk, sat eftir sólarhringa volk í klakabrynju og reykti. Hér kom sú frásögn fram frá öðr- um votti. Í sama riti var vikið að frammi- stöðu sovéskra kvenna bæði í áhöfnum og affermingu. Svipaða vitnisburði er að finna hér eftir öðrum heimildum, þótt ekki sé hér vikið að hóruhúsum yfirmanna sem störfuðu í Murmansk né örlögum þeirra menntakvenna sem þar voru læstar inni þegar stríðinu lauk. Kann að vera að viljaleysi til að horfast í augu við stríðsgróða þjóðarinnar, vilja- leysið hennar að viðurkenna samábyrgð í hernaðarkerfum stórvelda síðan, ráði öllu um að við viljum ekki þekkjast þennan part af sögu okkar og hvaða fórnir voru færðar hér við landsteinana og á miðum okkar? Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Stríðssaga úr þagnargildi Davíð Þorsteinsson hefur um áratugaskeið sést fara um miðborgina, Kvos og Þingholtin, með ljósmyndatæki sín. Hann hefur leitað uppi við- fangsefni í miðborgarlífinu, á götum, í görðum og á kaffihúsum og börum. Nú hefur hann takið saman úrval mynda sinna og gefið út á bók: Óður heitir safnið og sannkölluð hylling til borgarlífs- ins. Myndirnar eru teknar á árunum 1983 til 1997 og gefur Davíð bókina út sjálfur. Myndirnar eru prentaðar í þrítón hjá Amilcare Pizzi í Mílanó á Ítalíu en bókin er í stærðinni 26,7 x 27 sentí- metrar og er 192 blaðsíður. Davíð hefur myndað fjölda nafnkunnra borgarbúa á þessum tíma, bæði þekkt fólk og óþekkt. Bókin er því merkileg heimild um mannlífið í Reykjavík og hið manngerða landslag þessa tímabils sem þegar er breytt. Þá er að auki talsvert mynda í safninu sem er teknar eru utan borgarmarka víðs- vegar um landið. Bókin fæst í öllum betri bókaverslunum. -pbb Ný ljósmyndabók að koma út Í tengslum við sýningu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar í Listasafni Íslands er komin út vegleg sýningarskrá sem kynnir efni sýningarinnar. Þar er að finna mikið myndefni um sýninguna sem var framlag Íslands á tvíæringnum í Feneyjum í fyrra, greinar um sýningarefnið og erindi myndlistarmannanna. Meðal höfunda eru Hanna Styrmisdóttir, Antonia Majaca, Ive Stevenheydens, Emanuele Guidi, Hafþór Yngvarsson, Adam Budak, Lucy Gotter, Jón Proppé, Halldór Björn Runólfsson og fleiri. Handbók um samtímalist á Íslandi – Listgildi samtímans eftir Jón B. K. Ransu er komin út. Höfundurinn gerir þar í sex köflum grein fyrir stöðu samtímalistar í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi útfrá fagur- fræði, heimspekilegu ljósi, áhrifum hugmynda- og markaðsfræði. Ritið er brýn tilraun að hefja samtal á íslensku um samtímalist og stöðu hennar. Jón gefur bókina út sjálfur með styrk Listasafns Háskóla Ís- lands og Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. -pbb Tvö rit um myndlist  Viðbrögð úr Víðsjá Gauti Kristmannsson Úrval ritdóma frá upphafi 21. Aldar. Háskólaútgáfan - Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur: 308 síður, 2012. Útgáfa ritdóma í söfnum er sjaldgæf: Ólafur Jónsson, Bjarni frá Hofteigi... telja má þá fingrum annarrar handar. Stafræn vinnsla prentgagna og almennt aðgengi gegnum timarit.is hefur enda gerbreytt aðkomu áhugasamra að skrif- um af þessu tagi. Bækur sem geyma úrval gamalla ritdóma blaða og tímarita eru úrelt fyrirbæri. Öðru máli gegnir um umfjöllun bókmennta á ljósvakanum, úr útvarpi og sjónvarpi. Þar er varsla öll í skötulíki. Ég efast um að leik- dómar mínir úr útvarpi frá ársbyrjun 1984 fyrirfinnist, hvað þá leikdómar mínir frá 1987 úr sjónvarpi. Varsla á öllu efni af vettvangi sjónvarps og hljóðvarps er hrakfallasaga sem ábyrgðarmenn menningarmála kjósa að þegja í hel af skömm. Líkast til er botninn á þeirri hrak- smán útþurrkun á upptökum Halldórs Laxness hjá Ríkisútvarpinu þar sem hann talaði um tónlist Jóhanns Sebastian Bach. Úpps. Gauti Kristmannsson hefur tekið saman úrval ritdóma sinna úr Víðsjá Ríkisútvarpsins. Þetta er snotur bók og læsileg þar sem stokkið er á völdum stiklum frá tíu ára tímabili, ekki er birtur heildar- listi ritdóma Gauta þannig að við sjáum hvar hann hefur borið niður, hvað honum úthlutað. Gauti er sanngjarn í dómum sínum og öfgalaus, setur verk gjarna í stærra heimsbókalegt samhengi, einkum við eldri texta en síður við kviku bókmenntanna nú. Reyndar þarf sá sem vill vinna á þeim nótum að hafa yfirburða aðstæður og vera fær á nokkur tungumál svo gagn sé að. Nokkrir höfundar fá meira rými en aðrir: Hér er Stefán Máni ræddur í fimmgang, Steinar Bragi er skoðaður vel og Sjón, en margir aðrir eru kallaðir. Viðbrögð úr Víðsjá gef- ur snotran svip af akademískri aðkomu bókmennta- fræðings í þröngu en læsilegu formi þótt tiðindi séu þar fá utan sú kenning að þýðingar á Vonnegut hafi haft áhrif á íslenska höfunda. Löngu fyrir útgáfu þeirra var Vonnegut-æðið gengið yfir og hann les- inn til agna af kynslóð þýðandans sem seinna kom að verkinu, Sveinbirni Baldvinssyni. -pbb Snotur svipur  dauðinn í dumbshafi Magnús Þór Hafsteinsson Hólar, 510 bls. 2011. Handbók um sam- tímalist á Íslandi – Listgildi sam- tímans. Magnús Þór Haf- steinsson Bók hans er stað- reyndaþrungið rit, þungt í lestri en mikilvægt framlag til rannsókna á mikilvægum tíma í sögu okkar. Gauti Kristmannsson. Viljaleysi undangeng- inna kynslóða til að kanna stríðið og hlut okkar í því er merkileg; ... Hernámsliðin bæði unnu markvisst að því að eyðileggja mannvirki sem hér voru og komust upp með það átölulaust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.