Fréttatíminn - 17.02.2012, Side 44
67%
... kvenna á höfuðborgar-
svæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent okt.-des. 2011
36 ferðalög Helgin 17.-19. febrúar 2012
Á hugi minn á Indlandi kviknaði fyrir tilviljun. Vorið 2001 var ég að flækjast um á bakpokaferðalagi um
Mið-Austurlönd og norður Afríku. Í Egypta-
landi eignaðist ég félaga sem var á leiðinni
til Indlands, en þar ætlaði hann að ferðast
um á mótorhjóli og honum tókst að plata
mig með. Við keyptum okkur Royal Enfield
mótorhjól, sem upprunalega komu frá Eng-
landi en hafa verið framleidd í Indlandi frá
sjötta áratugnum.“
Ragnar og félagi hans óku hjólunum vítt
og breitt um Indland mánuðum saman og
lentu í allskonar ævintýrum. Ragnar segir
að ferðin hafi breytt lífi hans og landið hefur
átt hug og hjarta síðan.
Sérhver dagur á Indlandi er
veisla fyrir skynfærin og að
ferðast um Indland er ei-
lífðarverkefni.
Þegar Ragnar Ólafsson,
rokkari í hljómsveitinni
Árstíðum með meiru,
kynntist Indlandi fyrir
tilviljun breyttist líf hans
algjörlega. Ragnar segir
okkur hér frá upplifuninni
sem var því samfara að
ferðast um landið þvert
og endilangt á mótorhjóli
og hvað það er sem heillar
hann helst við Indland.
Fjölbreytnin
í náttúru
Indlands,
menningu og
mannlífi er
óendanleg.
Ragnar Ólafsson Að aka um Indland á mótorhjóli gefur manni ótakmarkað frelsi.
Frumskógar og eyðimerkur í
uppáhaldi
„Ég hef heimsótt Indland fjórum
sinnum, ferðast um landið þvert og
endilangt á Royal Enfield hjólum,
og ekið samanlagt meira en 25
þúsund kílómetra. Frumskógarnir
í Suður-Indlandi og eyðmerkurnar
í Rajastan fylkinu eru í miklu upp-
áhaldi hjá mér. En ég hef líka ekið
tvisvar um Himalaya fjallagarðinn,
og meðal annars farið hæsta veg
í heimi, í gegnum Khardung La
skarðið, sem liggur 5359 metra
yfir sjávarmáli.“
Að aka um Indland á mótorhjóli
gefur manni ótakmarkað frelsi,
að sögn Ragnars: “Að fara hvert
sem maður vill þegar það hentar
manni. Maður kemst frá túrista-
stöðunum og í nánd við „alvöru
Indland“ og alla þá fegurð sem þar
er að finna. En að aka um á mótor-
hjóli er ekki alveg áhættulaust og
maður þarf að fara varlega. Sjálfur
hef ég nokkrum sinnum komist
í krappan dans við náttúruöflin,
langt utan alfaraleiða, og lent í
ýmsu í umferðinni.“
Veisla fyrir skynfærin
Indland er í senn sérstakasta og
magnaðasta land sem Ragnar hef-
ur heimsótt og hefur hann komið
víða. Þetta er næst fjölmennasta
land í heimi, með 1,2 milljarða
íbúa, þar koma saman öll helstu
trúarbrögð heimsins, og menning-
inn er svo mikil og margbrotin að
ómögulegt er að ná utan um þetta
allt saman. Fjölbreytnin í náttúru,
menningu og mannlífi er óendan-
leg, og engir tveir staðir eru eins.
„Sérhver dagur á Indlandi er veisla
fyrir skynfærin og að ferðast um
Indland er eilífðarverkefni. Fólk
spyr mig oft hvort það sé ekki
mikil fátækt á Indlandi, og hvort
það sé óþægilegt að horfa upp
á hana. Fátækt að mínu mati er
afstæð og hún er ekki alltaf það
sama og örvænting. Til að mynda
getur fátækt skorið meira í augun
í Bandaríkjunum þar sem viðmið
lífskjara eru önnur.“
Indland eins og spegill
sálarinnar
Að sögn Ragnars eru samgöngur
á Indlandi almennt þokkalega
góðar; almenningssamgöngur
(lestir, flugvélar, rútur) eru
aðgengilegar og flestir tala eða
skilja einhverja ensku. „Indverjar
eru mjög gestristnir, kurteisir og
forvitnir. Allt er frekar ódýrt á ís-
lenskan mælikvarða, maturinn er
ljúffengur og það er allstaðar hægt
að finna gistingu við hæfi, þannig
að það er í raun frekar auðvelt
að ferðast um. En maður þarf að
hafa þolinmæði. Ferðamenn sem
koma til Indlands þurfa að taka við
öllu með opnum huga. Helst ættu
þeir að gefa sér tíma og vera þar
í nokkrar vikur til að upplifunin
nái að síast inn. En sama hvert er
farið, og hversu lengi er dvalið, þá
virðast allir sem heimsækja landið
vera sammála um að Indland sé
„sterk” upplifun. Ég held að dvöl
á Indlandi geti kennt manni ýmis-
legt um sjálfan sig. Indland er eins
og spegill sálarinnar.“
Töfrarnir gerast þegar fólk
villist
Fyrir áhugafólk um Indland má
nefna að leiðsögubækur Lonely
Planet um það eru mjög góðar og
afar hjálplegar, einkum fyrir þá
sem eru að sækja Indland heim
í fyrsta skipti. Í þeim er að finna
mjög gagnlegar upplýsingar og
ábendingar, og hugmyndir um at-
hyglisverða og óvenjulega áfanga-
staði. „Ég get líka mælt með að
menn leggi leiðsögubækurnar frá
sér annað slagið og villist í nokkra
daga - þá fyrst gerast töfrarnir. Ef
ég á að nefna fjögur orð sem lýsa
töfrum Indlands þá eru þau: iðandi
mannlíf, kryddilmur, margbrotin
náttúra og ótrúlega fjölbreytt
menning,“ segir Ragnar – ekki
samur eftir að hafa farið um þetta
víðfeðma, magnaða og fjölmenna
land. -akm
Indland
er spegill
sálarinnar